Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 22.09.1972, Blaðsíða 9
Visir Föstudagur 22. september 1972 9 . Er sykur lífshœttulegur? =r ■ ■■ ■ ||. í ■ Il\l | Brezkur prófessor telur sykur jafn skaðlegan fyrir hjartað I síoan J 0g reykingar Umsjón: Edda Andrésdóttir Sykur er jafn hættuleg- ur fyrir hjartaðog tóbaks- reykingar . Þessu heldur brezkur prófessor í nær- ingarvisindum fram, en hann heitir John Yudkin. Yudkin hefur meðal ann- ars skrifað bók um þetta efni, sem ber nafnið, Pure, White and Deadly og ber hann þar fram nokkur rök fyrir því að sykur geti verið hættuleg- ur. Hann segir meðal annars að sykurinn sé „hreint hvitt og lifs- hættulegt eitur”, sem hægt og hægt eins og sigarettur og tóbak brýtur niður heilsu manna. Hann heldur þvi einnig fram að það séu ekki fiturik efni sem valda hjartasjúkdómum, heldur er það þetta hreina og hvita efni, sykurinn sem er höfuðor- sök að sjúkdómnum, og hann kemur af stað æðakölkun, hjartasjúkdómum og fleiru hjá fjölda manneskja. Bók þessi vakti mjög mikla athygli er hún kom fyrst á markaðinn i Bretlandi, enda er prófessor Yudkin stórt nafn meðal lækna og visindamanna þarlendis, en eftir að bókin kom út mótmæltu þessu margir og margir læknar vilja ekki sam- þykkja orð hans. Yudkin segir að allir séu jú sammála um að sykur getur haft ýmis slæm áhrif, hann skemmir til dæmis tennur, er fitandi og fleiri dæmi má nefna. En fæstir vilja þó gera sér grein fyrir þvi, að það eru ekki efni sem innihalda mikla fitu sem fólk ætti að vara sig á. Yudley er þó sammála öðrum i þvi að tó- baksreykingar. of litil hreyfing og mikil pressa geti valdið hjartasjúkdómum, en hann seg- ir að fituefnin eigi minnstan þátt i þvi. Yudkin, sem áður fyrr borð- aði sjálfur 400 grömm af sykri á dag. hefur nú i um það bil 20 ár unnið dyggilega að þvi að sýna fram á það að sykurinn er efnið sem er varasamt. Það er að segja hinn hreini ekta sykur sem hann varar við, en ekki brauð kartöflur ávextir og fleira. Árið 1953 benti bandariskur læknirá það hversu mikil aukn- ing væri á hjartasjúkdómum i þeim löndum sem stöðugt juku notkun fitumatvæla. Hann tók sem dæmi sex lönd, en nú bendir Yudkin á gifurlega aukningu sykurnotkunar i hinum háþróð- uðu löndum, en allir vita hversu algengir og stöðugt stigandi hjartasjúkdómar eru i þeim löndum. Hreinn sykur tekur um það bil 17—18 prósent af daglegum kalorium i fæði fullorðinna segir Yudkin,en 25 prósent hjá börn- um. Hjá sumum getur það jafn- vel farið upp i 50 prósent. Það er ekki aöeins átt við hreinan sykur, þegar talað er um hversu mikið sykurmagn fer i likamann á hverjum degi, og það er ekki heldur aðeins átt við þann sykur sem fer i kaffiboll- ana og tebollana,, heldur er einnig um að ræða öll þau sætindi sem framleidd eru. í bók Yudkin er bent á það að kex, súkkulaðikex, sætt kex og fleiri tegunda er nú helmingi meira neytt en fyrir til dæmis 30 árum og nú er drukkið miklu meira en nokkurn tima áður af sætum gosdrykkjum. Kökur, ispinnar, sulta, súkkulaði, ýmsar ávaxta- tegundir og fleira er fullt af sykri. Og flestum finnst þetta mjög ljúffengt, allar þessar fæðuteg- undir renna út eins og heitar lummur,og börn eru sérstaklega sólgin i sætindin. 1 gamla daga þegar barn var þyrst fékk það aðeins eitt glas af köldu vatni eða þá mjólk, ef hún var ekki af skornum skammti. Nú eru timarnir breyttir, og barnið fær oft eina gosdrykkjar- flösku til þess að slökkva þorst- ann. 1 bókinni er þvi einnig haldið fram, að ein manneskja eigi mjög létt með að borða eitt kiló af sykri á dag, á meðan ein manneskja fékk eitt kiló af sykri á ári fyrir um það bil 150 árum siðan. Yudkin segir ennfremur að það se jú rétt að þegar fólk fær hjartasjúkdóm, þá hefur fitu- magn i blóðinu aukizt, en hann heldur þvi fram að það sé ekki vegna þess að fólk borði svo mikið af fiturikum fæðutegund- um. Það hafi aldrei verið sýnt fram á, að það fólk sem fær hjartasjúkdóma hafi neytt fitu- rikari fæðutegunda en þeir sem ekki hafa fengið hjartasjúkdóm. Þegar manneskja hefur feng- ið hjartasjúkdóm sjást fleiri breytingar i blóðinu en fitu- aukning, svipaðar breytingar og hjá sykursjúkum. t rannsóknum sinum á dýr- um, sem Yudkin hefur fram- kvæmt ásamt stúdentum við Háskólann i London, hefur kom- ið fram, að sykur getur með ýmsu móti haft þau áhrif á fitu- magn i blóðinu að það marg- faldast. Margt annað kom fram i þessum rannsóknum Yudkins og hann er ekki i nokkrum vafa um það, að sykur er jafn hættu- legur fyrir hjartab og reyking- ar. Hann heldur þvi einnig fram að þær breytingar sem sykurinn veldur á blóðinu hafi i för með sér sykursjúkdóma, magasjúk- dóma og fleira, ásamt þvi sem hann segir, að þvi meiri sem sykurnotkun fólks sé þvi styttra verði lif þeirra. Hann tekur það þó fram að fólki sé óhætt að borða kartöflur og brauð. GAMLIR TRÉKASSAR NYTTIR Kassar undan ölflöskum eða gamlir heimasmiðaðir trékass- ar geta svo sannariega gert sitt gagn. Þeir hafa ef til vill legið i geymslunni um nokkurn tima og beöið þess að verða fleygt, en sá sem hefur slika kassa i eigu sinni ætti svo sannarlega að at- huga sinn gang áður en hann lætur vcrða úr þvi, þvi þeir geta glatt barnið, og verið til hinnar mcstu prýði á heimilinu. Á þessum tveimur meðfylgj- andi myndum má sjá synishorn af þvi sem hægt er að gera. Kassarnir eru málaðir i gulum grænum. rauðum og öllum regnbogans litum og búin er til lest úr þeim fyrir brúður og bangsa barnsins. Hægt er aö koma hjólum undir kössunum, svo auðveldara sé að draga þá i bandi, en það er þó ekki nauð- synlegt. En þarna gæti verið kominn hinn skemmtilegasti leikur fyrir barnið. Á hinni myndinni eru kass- arnir notaðir sem skógeymsla. Þeir eru málaðir i rauðum lit, og einnig hengið fyrir ofan, sem á eru hengdir kuldaskór, veski og slæður. Úr slikum kössum má svo gera heila skápa fyrir peysur, bækur og ýmsa skrautmuni, með þvi að hlaða nokkrum upp á skemmtilegan hátt. Bekki og borð má jafnvel gera og sjálf- sagt eitthvað fleira, ef imynd- unaraflið er látið leika lausum hala. - EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.