Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 226 Einnar vorvertíðar lijá pabba um sjóferðir undir Eyjafjöllum og Vestmannaeyjum. Eftir Svein Jónsson. Niðurl. Sjötti formaðurinn var Sigurður í Hrútafellskoti. Jeg reri aldrei hjá honum og hefi því engar sögur af lionum að segja. Yfirleitt var hann.talinn meðai allra efnileg- ustu manna undir Fjöllunum. — Hann var mjög vel hagur, eign- aðist fyrstur ungra og jafnvel eldri manna vasaúr. Það var líka talað um, hvað pabbi hans Ólafur, þurfti oft að spyrja hann að, hvað klukkan væri. Sigurður var líka góð skytta, og það var hann, sem var með byssuna á Goðalandi þeg- ar jeg átti við tófuna. Sjöundi formaðurinn var Jón hreþpstjóri í Eystri-Skógum. Alt sem jeg heyrði og man um hann var þettít: Hann hafði afskaplega stóran neftóbaksbauk og ljet hann ganga böðleið á skipinu, og svo stór var hann, að hann þraut ekki allan daginn. Auðvitað var bauk- úrinn fullur á hverjum morgni. Þetta kom sjer mjög vel, því margir komu þurfandi. Attundi formaðurinn hjet Magn- ús á Rauðsbakka. I huga mínum ei hann laglegur og góður maður, jeg minnist líka að hafa verið á skipi hans einu sinni, líkast til senr hálfdrættingur, en það var í Vest- mannaeyjum. Jeg man eftir þess- um róðri út af því sem hjer fer á eftir. Það var hálfvont sjóveður og enginn fiskur. Frammímenn voru sem jeg man, pabbi og Hró- bjartur á Ra.ufarfelli, báðir mestu æringjar. Pabbi var allra manna físknastur, og þarna var hann bú- inn að draga lítinn þorsk, án þess nokkur eiginlega veitti því eftir- tekt. Svo voru þeir frammímenn, þabbi og Hróbjartur, eitthvað að bauka niðri í barkanum og rjett ,á eftir kemur pabbi með stút- unginn innreifaðan eins og barn og segir að þessu hafi hann nú tekið á móti, og nii liggi Hró- bjartur á sæng í barka skipsins. Þetta vakti mildnn hlátur, og sjálfsagt hefir þetta verið stysta sængurlega, því þarna stóð Hró- bjartur strax upp gallfrískur. Níundi formaðurinn var Jón á Leirum, faðir minn. Þag var helst á vorin að hann var formaður. Skipið sem hann var formaður á var kallað Hlíðarjölið. Aðaleig- andinú að því var Guðmundur Jónsson í Hlíð. Hann dó hjer í Reykjavík og var giftur frú Guð- rúnu, sem nú býr í Tjarnargötu 5. Guðmundur reri ávalt sem eðli- legt var hjá pabba og var bita- maður, Jeg minnist margs frá veru minni á því skipi, því þar reri jeg lang oftast. Alla stráka langaði að stýra í land og mig auðvitað líka, en formenn voru tregir til þess. Þó áræddi jeg að biðja pabba um að lofa mjer það, og einn dag þegar sjór var dauð- ur, var mjer leyft það. Þegar inn á leguna kom, var mjer sagt áð fara undir stýrið og stýra í land. A bitunum sátu þeir pabbi og Guð- mundur (hann sat þar ávalt og var taJinn góður sjómaður). Ann- ar hafði hnall og hinn öxi og átti það að vera til að berja mig með ef illa færi. Þetta fór þó svo, að jeg var ekki barinn. Pabbi kallaði iagið. Það kom fát á mig og stýrði jeg hálfskakt í land. í annað sinn fjekk jeg að stýra í land, og kall- aði lagið sjálfur og stýrði rjett. Mikið kapp var hjá Helga bróð- ur mínum og mjer, að draga eins marga fiska og pabbi, en það tókst okkur aldrei. Einu sinni var kappið sjerstaklega mikið, það munaði víst litlu hjá mjer og pabba, svo dró jeg, en þegar upp kom þá var það háfur, sem ekki var talinn. Jeg reif hann af öngl- inum og fleygði honum í sjóinn. Pabba þótti mikið miður, eins og hann sagði, að fleygja framan í gjafarann aftur því sem hann gæfi. Yið bróðir urðum þá eins og vant var að láta í minni pokann með fiskatöluna. minnist jeg sem hinnar ailra skemtiiegustu og aflabestu vor- vertíðar. Við rjerum dag eftir dag, veðrið var mjög gott, sjór dauður og góður afli, svo góður að við urðum að seila áður en lent var. Það var eins og áður er minst á, að hver kippti fram fyrir annan, og allir fiskuðu vel. A kvöldin kom útræna — dálítill vindur á vestan — svo siglt var heim beggja skauta byr. En það sem gerði mesta lukkuna. hjá okkur, var að gamall maður, Olafur í Hrútafellskoti var hjá okkur. — Hann var faðir Sigurðar for- manns. Olafur var svo gamall orð- inn, að' enginn vildi hann hafa fyrir háseta; hann gekk eiginlega með skipum og bjóst auðvitað við að fá að róa hjá syni sínum. Það var sagt að hann bæði son sinn með þessum orðum: „Ætli þú, Sig- urður Ólafsson, lofir ekki karlin- um að róa í dagf‘ Það var sagt að Sigurður væri orðinn leiður á grobbinu í pabba sínum, og þetta vor neitaði hann honum um far, svo að hann kom til pabba. Jeg man ekkert. hvort karlinn gat nokkuð gert, en jeg man að hann reri hjá okkur alt vorið, og var mikið hreykinn af að fiska vana- lega betur en Sigurður. Það sánn- aðist þá eins og oftar, að gamall maður verður tvisvar s'nnum barn. Okkur var öllum vel ti' gamla mannsins, og hann var okk- ur líka mikið þakklátur. Jeg læt svo iitrætt um formenn- ina, jeg skrifa þetta eins og jeg man best og sannast. Aðdragandi róðranna og fyrir- komulag þeirra. Það er æði ólíkt undir Fjöllun- um og t. d. í Vestmannaeyjum, þar sem hver og einn getur sofið vært og rótt, þar til hann er kall- aður af formanni sínum. Undir Eyjafjöllum verður hver og einn og vera vakandi á sama hátt og formáðurinn í Eyjum; hver og einn þar á að kalla sjálf- an sig. Það voru ka.llaðar sjóvomur þeg- ar veður var gott, áttin norðlæg og lítið brim, en frá engum bæ sást þó hvort sjór væri dauður eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.