Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1931, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 229 hraunið, fyrir það fvrsta til að ná í bait-u og svo líka að vita hvort fiskur var við sandinn; eittlivað öákveðið frá landi bjuggust þeir við þorski, en dýpra ýsu. Þarna úti á Holtshrauni sást á öldunum hvort eða livað mikið briin var, og eins og áður er minst á ef sjó var að brima var róið eins og bægt.vtrr, annars eins og gengur og gerist. Og þegar inn- iimlir kom var fyrst aðgætt rifið hvernig það leit út, og ef ekkert var til' fyrirstöðu cig fær sjór, var róið inn á leguna. Þó var áður aðgætt hvort att væri í lagi. Fyrst r.iaður í hverju rúmi og stað 2—3 utanundir menn, tveir banda- menn, sá röskari með kollubandið, lijnn með hnútubandið. Sú aðferð að stökkva lír skipinu niður í flæðið þótti ekki í lagi og gat orðið ónýt, nema stokkið væri út með aðsogi. Ef bandamenn lentu í útsoginu, áttu þeir næstum víst, að detta og í besta tilfelli komust þeir upp, en seint og fengu snupr- ur. Og ef þetta vildi til hjá ung- lingum var það ekki framaauki. Utanundirmenn stukku út strax þegar skipið kendi grunns; altaf þóttust formenn vissir hvort skip- inn slæi austur eða vestur og eft- ir því var öll tilhögun, en þó kom fyrir að skipinu slæi öfugt. Það var óþægilegt, en þó hjálpaði það, að allir vissu hvað þeir áttu að gera í slíku tilfelli. Ekki var sama hvernig róðrarmenn gerðu sitt verk. Fyrst þurftu þeir að róa og róa vel, og umfram alt að reka ekki árina í og gera átakið með því alveg öfugt. Þó var það skárra í land en úr landi, því formaður- inn, stýrði þá. Þá va-r og áríðandi fyrir ræðarana, að vera fljótir að taka árina upp úr keip þegar skip ið kendi lands og leggja þær langs upp í skipið. Albr skilja að mestur vandinn hvílir á formanninum, fyrst að velja lagið í land, og svo að stýra. Æfinlega var kallað, að róa í land á þriðja- (seinasta) sjónum. Það þótti því mjög þægilegt fyrir for- manninn ef fiskur var svo mikill að seilað var, að með því að hann hjeldi í seilarnar gat hann stilt svo td að við lendinguna yrði skipið mátulegt á landsjónum, Þegar alt er komið í lag, er róið inn yfir rifin inn á leguna. Þar er vanalega hættulaust að liggja. Ef vel hefir fiskast er fiskurinn seil- aður út og seilurnar hnýttar í gotl og sterkt. band, t. d. nýtt færi. Formaðnrinn heldur í það við land- róðurinn og getúr dregið iir gangi skipsins, ef t. d. hann heldur, að skipið verði of framarlega í sjón- um. Jeg held að það hafi æfínlega verið seilað ef hálffermi var. Ef það liefði ekki verið gert, hefði í fléstum tilfellum tapast út megin- ið af aflanum, því þegar skipinu sló, hefði allur aflinn farið í land- liliðina og lirokkið út um leið. TTm leið og skipið kenndi grunns tók formaður stýrið af og lagði í skut- inn, svo eftir að skipinu hafði sleg- ið, og ef um fiskseilar var að ræða fór hann úr skipinu (eins og vant var) og gekk lítið eitt, frá skipinu og togaði seilamar þar upp. Til þess þurfti dálitla aðgæslu, eins og altaf þarf við hvaða verk sem er. Það varð oft að gefa eftir á band- inu. Áður en sjórinn fjell, dró hann í sig seilarnar og hefði þá ekki verið gefið eftir, hefði bandið slitn- að og fiskurinn líklega tapast. Þeg ar seilarnar eru landfastar er fisk- urinn afseilaður og dreginn upp fyrir flæðarmál, eins og allur farm ur skipsins, möstur, segl, árar og stýri. Á meðan þessu fer fram standa utanundirmenn utanundir og bandamenn halda í böndin. Þó kom það fyrir að hnútubandsmað- ur var tekinn frá bandinu ef hans var meiri þörf við annað. Þegar skipið var orðið tómt, og sjórinn hafði fært það ofar, var því snúið og reist á kjölinn og sett upp eins og jeg hefi áður lýst. 011 slripin sem eru í sömu vörinni em sett, þannig upp, að þau eru hlið við blið, og að heita föst hvert við ann að og skorðuð með hlunnum. Vana lega var allur fara-ngur látinn upp í skipin, þegar vertíðarlok voru. Um skiftingu .aflans. TTm bann er það að segja, að það var þar eins og annars staðar, reynt að hafa hvern hlut- svo ja-fn- an, sem föng voru á. Væri hlut- imir t. d. 17, valdi formaður 17 stærstu fiskana og Ijet þá í 17 staði, og þessu hjelt hann svo á- fram, þar til öllu var skift. Ef ein- hvér hlutur sýndist rýrari en hinn, var hann bættur upp. Mig minnit' að svo væri einn maður látinn snúa baki að fískinum og sagt við liann: „Hver skal þar?“ Jeg man þetta þó ekki vel. Ekki minnist jeg að það kæmi fyrir að nokkur væri óánægður með skiftin. Ekki man jeg hvort steinbít eða keilu var skift eða látinn vera happ- dráttur eins og þá var siður í Vestmannaeyjum og jafnvel um ýsu, upsa og smálúðu. Sá. sem fjekk skötu, fjekk rassinn og lifr- ina í happdrætti. Það kom fyrir við sandinn að dregnar voru smá- lúður. Sjálfsagt hefir verið reynt að láta alla fá lítinn smekk af þeim. Á Holtshrauni köm fyrir að dregnar voru flakandi lúður, seni nefnt var, það þótti góður fengur, og þá ekki síður fyrir þann sem dró, því hann fjekk í happdrátt all an hrygginn (ruður) og jeg held hausinn, sporðinn og magann sem þótti herramanns matur — npp úr súru. Þetta var þegar lúðan var flökuð. Allri lúðu var skift, svo, að allir fengu eitthvað. Það kom líka fyrir að stærstu löngurnar voru bútaðar, því þær gátu jafn- gilt tveimur til þremur öðrum físk uro, og ekki var ætlast. til að það sem fiskaðist á Holtslirauni væri haft til innleggs í kaupstaðinn, lieldur til heimilisins. He’ mf lutn’ ngurinn. Auðvitað komu vöktunarstrák- arnir vanalega í tæka tíð með hest- ana. Og þegar til heimferðar var búið. voru virkin lögð á hestana. Ff fiskur var lítill, var hann reidd vir undir s.jer sem kallað var, seil- aður úpp og látinn á hestinn, og svo settist maðurinn þar ofan á. Væri fiskurinn mikill, var hann látinn á hestinn, en maðurinn gekk með. Ymsir, sem langt áttu heim, skildu fisk sinn effír og var hann þá sóttur daginn eftir. Það urðu engin mistök á því, því allar seila- nálarnar voru brennimerktar eig- andanum. Mikil var gleðin þegar sjómennirnir komu heim gangandi, aí því, að þá höfðu þeir fiskað vel. En mest var þó gleðin út af því, að þeir komu lifandi heim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.