Alþýðublaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 1
1.850 MANNSÁN ATVINNU Fiskeldid: Fleiri gjaldþrot á næsta leiti? Fjöldi skráðra atvinnu- leysisdaga í október svar- ar til þess að 1.850 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuð- inum en það jafngildir 1,4% af áætluðum mann- afla. Þetta er 10% meira at- vinnuleysi en spá Þjóðhags- stofnunar gerði ráð fyrir á þessum tíma. Alls staðar jókst atvinnuleysi á milli mánuða nema á Vestfjörðum og yfirleitt jókst atvinnuleysi meira hjá konum en körlum. I október í fyrra samsvaraði fjöldi atvinnuleysisdaga þvi að 700 manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá og breytingin því umtalsverð. Talsverðar líkur eru á því að fleiri fiskeldisfyr- irtæki verði gjaldþrota á næstunni. Atvinnu- greinin á í verulegum erfiðleikum. Nú þegar hafa þó nokkur fyrir- tæki verið lýst gjald- þrota, önnur hafa fengið greiðslustöðvun og all- mörg önnur fyrirtæki búa við mikla rekstrar- örðugleika. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins má áætla að milli 10 og 20% fiskeldis- fyrirtækja í landinu hafi annað hvort þegar verið lýst gjaldþrota eða búi nú við greiðslustöðvun. Nýj- ustu dæmin um gjaldþrot í greininni eru Árlax og Is- landslax. Ástandið í fiskeldinu er þó talsvert misjafnt. Til munu vera allmörg fyrir- tæki sem standa tiltölulega traustum fótum, hafa all- góða eiginfjárstöðu og búa jafnvel við sæmileg rekstr- arskilyrði. Þetta mun eink- um eiga við um smærri fyr- irtækin og samkvæmt heimildum blaðsins er einnig nokkur munur á sjó- kvíaeldisstöðvum og þeim stöðvum sem ala fiskinn í kerjum uppi á landi. Sjó- kvíaeldið er almennt talið mun betur á vegi statt. Þrátt fyrir þetta bága ástand fiskeldis, virðist sú skoðun almennt ríkjandi meðal þeirra manna sem gerst þekkja, að þessi at- vinnugrein eigi eftir að skila þjóðarbúinu umtals- verðum hagnaði. Þannig segir Össur Skarphéðins- son, doktor í fiskeldisfræð- um, í viðtali við fréttatíma- ritið Þjóðlíf sem út kemur í dag, að atvinnugreinin eigi tvímælalaust eftir að skila milljörðum í þjóðarbúið. Össur kveðst á hinn bóginn telja að ýmsir aðilar muni á næstu misserum tapa hundruðum milljóna á gjaldþrotum fiskeldisstöðva. Deilt um varaflugvöll á Alþingi: Forkönnun ekki brot á stjórnarsóttmóla — segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra, en Hjörleifur Guttormsson er á ödru máli. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubanda- lags deildu á þingi í gær um hvort það teldist brot á stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar að heimila forkönnun vegna vara- flugvallar á Islandi. Hjörleifur telur það brot á stjórnarsáttmálanum ef for- könnun verður heimiluð og vísar til ákvæðis um að ríkis- stjórnin muni ekki semja um meiriháttar hernaðarmann- virki á valdatíma sínum. Jón Baldvin benti hins vegar á að forkönnun væri án skuld- bindinga um framkvæmdir og því ekki um samning að ræða og þar af leiðandi ekki brot á stjórnarsáttmálanum. Könnun Gallups: 75% eru með óli í könnun sem Gallup á ís- landi hefur gert fyrir Rík- isútvarpið kemur fram, að 50% landsmanna á aldrin- um 15—70 ára eru hlynnt- ir aukinni álframleiðslu hér á landi, en einungis 17% eru því andvígir. 33% sögðust vera hlutlausir. hugmyndinni hlynntir vildu 60% svarenda á höfuðborg- arsvæðinu stækka í Straums- vík, en aðeins 28% svarenda í dreifbýli, sem hiynntari voru nýju álveri. Vilja Kratar fresta virdisaukaskattinum? Menn þurftu viða að taka til hendinni þegar þeir komu út í gærmorgun og ætluðu að aka rakleitt af stað. Hrím hafði sest á bílrúðurnar og máttu menn hafa sig alla við til að skafa af þeim, enda eru fæstir víst í verulegri æfingu við þess konar athafnir. Þessi iitla stúlka ber sig þó afar fagmannlega við verkið A-mynd/E.Ól. Næturfrostið undanfari vetrar: Frestun ekki möguleg — segir Sighvatur Björgvinsson: Eng- inn hefur látið þetta í Ijós á fundum þingflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu voru því um 75% hlynntir aukinni álframleiðslu, en um 25% andvígir. Þeir sem sögðust vera hlynntir aukinni álfram- leiðslu voru spurðir hvort þeir væru hlynntir stækkun álversins í Straumsvík eða byggingu nýs álvers. 54% þeirra vildu stækka álverið í Straumsvík, 38% vildu að byggt yrði nýtt álver, en 8% voru hlynntir hvoru tveggja. í könnuninni kom í ljós að karlar eru í mun ríkara mæli hlynntir aukinni álfram- leiðslu en konur, það voru 73% karla en aðeins 38% kvenna. Af þeim sem voru „Þessi frétt kemur mér í opna skjöldu. Það hafa engar raddir verið uppi á fundum þingflokksins um frestun á gildistöku virðis- aukaskattsins. Það er hugsanlegt að einhverjum í þingflokknum þyki rétt- ara að fresta gildistök- unni, en þá hefur slíkt ekki verið látið í Ijós á þing- flokksf undum .* ‘ Þetta sagði Sighvatur Björgvinsson þingmaður Al- þýðuflokksins í samtali við Alþýðublaðið í gær, þegar borin var undir hann frétt í Tímanum í gær þess efnis, að sú hugmynd hafi verið reifuð innan þingflokks Alþýðu- flokksins að fresta beri upp- töku virðisaukaskattsins. Hann á að óbreyttu að taka gildi um áramótin. Sighvatur er í sérstakri nefnd sem er fjármáiaráð- herra til ráðuneytis um virðis- aukaskattinn og hann á sæti í fjárveitinganefnd Alþingis. Samkvæmt frétt Tímans telja þeir sem vilja frestun að of skammur tími sé til stefnu og of mikil vinna eftir til að unnt sé að ljúka málinu fyrir áramót. „Að mínu viti er ómögulegt að fresta gildistökunni og er allt á móti því. Það er búið að ráða fólk í þetta verkefni, halda kynningarfundi og nú stendur fyrir kynningarher- ferð í samvinnu við Kaup- mannasamtökin. Og áfram mætti telja. Ef einhverjir vilja f restun þá hefur aldrei verið á það minnst á fundum þing- flokksins svo ég hafi heyrt" sagði Sighvatur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.