Alþýðublaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.11.1989, Blaðsíða 8
Föstudagur 10. nóv. 1989 Afstaöa íslendinga til öryggismála 1983 og 1987: Minnihluti hlynntur veru varnarliðsins Studningur uiö aöildina aö NATO, veru uarnarliösins og gjaldtöku af hernum hefur minnkaö og ,,hlutlausum“ fjölgaö aö sama skapi. Blíðan í samskiptum stórveldanna virðist hafa haf t þau áhrif hér á landi að talsverður fjöldi þeirra sem 1983 voru fylgjandi aðild íslands að Atlantshafsbandalag- inu (NATO) og veru varn- arliðsins hér á landi hafi 1987 talið þessi mál ékki lengur skipta máli. Enn var þó greinilegur meiri- hluti fyrir aðildinni og Keflavíkurstöðinni. Öryggismálanefnd hefur sent frá sér ritið „íslending- ar og öryggismálin" eftir Ólaf Þ. Harðarson og er það byggt á ítarlegum rann- sóknumÓlafs 1983 og 1987 (sama fólkið í úrtaki). Milli þessara ára fækkaði þeim sem meðmæltir voru aðild- inni að NATO úr 53% í 49%, en þeim sem höfðu enga skoðun fjölgaði úr 34% í 38%. Andstæðingum aðild- arinnar fjölgaði lítillega eða úr 13% í 14%. Það er þó vægi Keflavík- urstöðvarinnar sem eink- um lækkaði í hugum lands- manna milli þessara ára. 1983 voru 54% frekar eða afgerandi hlynntir veru varnarliðsins hér á landi, en fjórum árum síðar var hlutfallið komið niður í 41%. Þeim sem töidu að vera varnarliðsins skipti ekki máli fjölgaði úr 15% í 26% og andstæðingunum fjölgaði úr 30% í 33%. Hvað Keflavíkurstöðina varðar af stuðningsmönn- um Sjálfstæðisflokksins fækkaði þeim sem hlynntir voru stöðinni úr 84% í 70%, af stuðningsmönnum Al- þýðuflokksins úr 54% í 38%, af stuðningsmönnum Framsóknarflokksins úr 50% í 41% og af stuðnings- mönnum Kvennalistans úr 20% í 13%. í mun meira mæli eru það konur frekar en karlar sem horfið hafa frá stuðningi í „hlutleysi". Þá kemur fram að aronskan svokallaða, gjald- taka af hernum í einhverju formi, naut minnkandi stuðnings. Stuðningsmönn- um aronskunnar fækkaði þannig úr 63% í 58%, sem enn telst þó greinilegur meirihluti. Stuðningurinn minnkaði hjá stuðnings- mönnum allra flokka nema Kvennalistans, þar sem hann jókst úr 44% í 53%. Loks má nefna að árið 1987 voru 76% aðspurðra hlynntir kjarnorkuvopna- lausu svæði á Norðurlönd- um, en þar af sögðust 8% skilyrða það við að slíkt myndi ekki veikja NATO. Heildartekjur á einu ári: Kaupmátturinn minnkar um 9% Sjöundi hver maður telur nokkrar eöa miklar líkur á atvinnumissi á nœstunni. Kaupmáttur heildar- tekna fullvinnandi karia og kvenna minnkaði um 9% frá nóvember 1988 til október 1989 og kaup- máttur fjölskyldutekna um 6% á sama tíma. Annar hver maður á vinnumark- aðinum verður um þessar mundir var við samdrátt í starfsemi fyrirtækja eða stofnana sinna og 14% telja nokkrar eða jniklar líkur á atvinnumissi á næstunni vegna samdrátt- ar í þjóðfélaginu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofn- unar á atvinnu, atvinnuhorf- um og tekjum 1987—1989. Hvað atvinnuhorfur varðar er það einkum fólk í iðnaði sem óttast um vinnu sína, en einnig í sjávarútvegi, — versl- un og samgöngum. Þegar heildartekjur fyrir skatt eru athugaðar kemur í ljós, að í október síðastliðn- um höfðu fullvinnandi karlar að jafnaði 123.000 krónur á mánuði, en fullvinnandi kon- ur um 75.000 krónur. Það skýrist að mestu leyti af lengri vinnutíma karla. Mið- að við heildartekjur á hverja klukkustund höfðu karlar að jafnaði 544 krónur en konur 380 krónur og munurinn því 43% körlum í hag. Frá því í maí 1988 hafa fjöl- skyldutekjur hlutavinnandi og fullvinnandi karla og kvenna dregist saman á föstu verðlagi úr 183.000 krónum á mánuði í 166.000 krónur eða um 9,3%. Flugleiöir fá 5 milljarða lán: í gær undirrituðu Flugleiðir samning um 5.3 milljaröa lán vegna kaupa á tveimur Boeing 757- 200 vélum sem félagið fær til landsins næsta vor. Lánveitendur eru 15 bankar í Bandaríkjun- um, Japan og Evrópu. Á myndinni má sjá Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða undirrita samninginn fyrir hönd félagsins en honum á vinstri hönd er fulltrúi Japanska bankans Long Term Credit Bank of Japan en Sigurði á hægri hönd er fulltrúi Bank of America. Þessir bankar höfðu umsjón með lánveitingunni. Lánin eru tekin án ríkisábyrgðar og einungis eru tryggð veð í vélunum sjálfum. A-mynd E.ÓI. VEÐRIÐ í DAG Norð- austan stinnings- kaldi og éljagangur nyrst á Vesturfjörðum og á ströndum en annars norð- angola og siðar kaldi. Skúrir um austanvert landið og öðruhverju ná skúrir eða él til Breiðajarð- ar en annars verður víða Ibjart veður á Vestur og 'Suð-vesturlandi. Víða noröanlands sunnan og vestan veröur frost í nótt en um landið suö-austan- vert verður hiti 2- 5 stig. ÍSLAND Hitastig í nokkrum landshiutum kl. 12 í dag Hitastig íborgum Evrópu kl. 12 i gær að islenskum tima. Fólk Sextugur verður á morgun bóndinn á Akri, Pálmi Jónsson alþingis- maður. Pálmi er sonur hjónanna Jóns Pálmason- ar fv. þingmanns og ráð- herra og konu hans Jón- ínu Valgerdar Ólafsdótl- ur. Eiginkona hans í ald- arþriðjung er Helga Sig- fúsdóttir. Þau eiga 3 börn. Pálmi hefur verið starf- andi sjálfstæðismaður í rúm 30 ár, sat í hrepps- nefnd Torfalækjarhrepps 1962—1974 og sat fyrst á þingi 1967. Hátindi ferils síns náði hann vafalaust er hann varð landbúnað- arráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens heitins, 1980—1983. Það gerðist í óþökk stofnana Flokksins og satt að segja áttu fæstir von á því að hann og Friöjón Þóröar- son ættu sér viðreisnar von í Flokknum eftir það. En göngurnar hafa reynst Pálma léttstígar, þótt eng- inn sé fjárhundurinn að Akri! ★ Hið furðulegasta mál er komið í gang vegna bílas- tæðisins við Frímúrara- höllina við Skúlagötu. Lokunarbúnaður var sett- ur við það án leyfis og í blóra við reglur og hann síðan rifinn niður jafn- harðan eftir að umraeðan opnaðist. Nú er ekki að sjá að Davíö Oddsson borgarstjóri, Þóröur Þor- bjarnarson borgarverk- fræðingur eða Ingi Ú. Magnússon gatnamála- stjóri séu frímúrarar og því varla um reglu- bræðraplott af þeirra hálfu að ræða. Hins vegar má geta þess að Jón G. Tómasson borgarritari, sem „gegnir störfum borgarstjóra í fjarveru hans“, er reglubróðir og sömuleiðis formaður um- ferðarnefndar, Haraldur Blöndal og samnefndar- maður hans Baldvin Jó- hannesson. ★ Stjórn Kvikmyndasjóðs hefur skipað úthlutunar- nefnd sjóðsins fyrir 1990, en nefndin tekur til starfa 1. desember. í nefndinni eiga sæti Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir, Sigurö- ur Valgeirsson og Helgi Skúlason.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.