Alþýðublaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 1
Jón Baldvin um formlega samninga EFTA og EB næsta ári Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra, segist telja að það sé orð- ið hafið yfir allan vafa að ráðherrafundur EFTA og EB muni þann 19. desemb- er nk. samþykkja að hefja á næsta ári formlegar samningaviðræður um samræmingu eins innri markaðar í Evrópu. Jón ræddi á ráðherrafundi Evrópuráðsins óformlega við ýmsa ráðherra aðild- arríkja EB og kannaði við- horf þeirra. Jón sagði að menn veltu því mikið fyrir sér um þessar mundir hvort atburðirnir í Austur-Evrópu kynnu að hafa einhver áhrif á EFTA og sam- starfið við EB. „Hvatinn til að hraða samrunaþróuninni bæði innan EB og milli EB og EFTA, er eiginlega meiri vegna þessara atburða því menn mega engan tíma missa við að ná saman, til þess að geta einbeitt sér sem ein heild að því að lyfta Austur-Evr- ópu. Ef nokkuð er þýða þess- ir pólitísku jarðskjálftar í Austur-Evrópu að menn vilja enn hraða samrunanum í Evrópu.' Alþýöuflokkurinn um viröisaukaskatt Heldur fast við eitt þrep Lýsir vanþekkingu aö halda að tveggja þrepa skattur komist á um áramót segir Sighvatur Björgvinsson. Alþýðuflokkurinn stendur fast á þeirri skoðun sinni að aðeins eigi að vera eitt þrep í virðisaukaskattinum sem taka á gildi um næstu áramót. Sam- kvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er full samstaða um það innan þingflokksins. Alþýðu- flokkurinn vill að haldið verði við upphaflegu hugmyndina um eitt þrep og ákveðnar niður- greiðslur á matvæii. Sig- hvatur Björgvinsson staðfesti þetta í samtali við Alþýðublaðið í gær. Framsóknarflokkurinn vill tvö þrep þar sem islensk matvæli verða í lægra þrep- inu. Mjög margir eru þeirr- ar skoðunar að verði virðisaukaskatturinn í tveimur þrepum geti hann ekki tekið gildi um áramót- in. Menn telja einnig ljóst að það þýðir að verið er að fórna kostum skattsins og taka upp kerfi sem er flók- ið í vöfum og skapar for- dæmi fyrir undanþágur og sértekningar. Sighvatur Björgvinsson segir það lýsa botnlausri vanþekkingu á málinu að halda að tveggja þrepa virðisaukaskattur komist á um áramót. Alexander Stefánsson þingmaður Framsóknar- flokksins lýsti þvi yfir i Tímanum í gær að flokkur- inn væri þeirrar skoðunar að tvö þrep ættu að vera í virðisaukaskattinum og sagði jafnframt að yrði sú ákvörðun tekin að hafa að- eins eitt þrep gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir stjórnarsamstarfið. Ef þrep- in verði tvö sé engin ástæða til að fresta gildis- töku skattsins. Sighvatur Björgvinsson segir að hann trúi því ekki að menn séu að tala um að brjóta það samkomulag sem stjórnar- flokkarnir hafa þegar kom- ið sér saman um. Séu menn í alvöru að tala um að taka upp tveggja þrepa virðis- aukaskatt þá kallar það á margra, margra mánaðar vinnu og í raun að byrja allan ferilinn upp á nýtt. AUaballar þinga f gær hófst landsfundur Alþýðubandalagsins og á meðfylgjandi mynd H.ÓI.sjást þær Kristfn Ólafsdóttir og Guðrún Helgadóttir á kafi í veskjum sfnum. ef til vill aö leita að plottmiðum vegna stjórnarkjörs. Lesið um landsfundinn f fréttaskýringu bls. 3. Jón Sigurdsson um undirskrift olíusamnings viö Rússa Flýtir fyrir síldarsamningum Nú stendur á Rússum Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra segist ekki vera sammála þeim mönn- um sem hafa haldið því fram að réttara hefði ver- ið að bíða með að undirrita olíukaupasamninginn við Sovétmenn þar til þeir hafa samþykkt síldar- kaupasamning á móti. „Mitt sjónarmið er mjög Sögulegir atburöir á fundi Evrópuráösins: Ungverjar sækja um aðild Þau sögulegu tíðindi gerðust á fundi utanríkis- ráðherra aðildarríkja Evr- ópuráðsins að Ungverjar lögðu fram formlega að- ildarumsókn að ráðinu og Pólverjar tilkynntu að þeir myndu leggja fram um- sókn eftir ákveðinn aðlög- unartíma. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar skyggðu umræður um ástandið í Mið-og Aust- ur-Evrópu á öll önnur mál- efni á fundinum. Aðild Ungverja getur ekki orðið fyrr en frjálsar kosningar hafa farið fram en með Aöstodarutanríkisráöherra V-Þýskalands: Hægri hönd Genschers í heimsókn Dr. Irmgard Ad- am-Schwaetzer, aðstoðar- utanríkisráðherra V-Þýskalands, kemur í nokkurra daga heimsókn til Islands á sunnudag til viðræðna við utanríkis- ráðherra, forseta íslands og aðra ráðamenn. Hún tilheyrir Frjálsa Demókrataflokknum og er hægri hönd Hans Dietrich Genscher utanríkisráðherra V-Þýskalands. Búast má við því að til umræðu verði sam- starf EFTA og EB og þróun mála í A-Evrópu og þá sér- staklega A-Þýskalandi, ásamt fleiri málum. þeim mun Evrópuráðið fylgjast með því að senda sérstaka sendinefnd til landsins. Jón Baldvin ságði að á fundi með ráðherrum EFTA-ríkjanna, EB-ríkjanna og utanríkisráðherrum Júgó- slavíu, Póllands og Ungverja- lands, hefði í fyrsta sinni verið rætt hispurslaust um stöðu landa í Atlantshafsbandalag- inu og Varsjárbandalaginu. Sömuleiðis um stöðu mála í Austur-Þýskalandi og lýstu þeir skoðunum sínum á þvi, veltu fyrir sér þróuninni og hvað langur tími myndi hugsanlega líða þar til kosn- ingar yrðu í Aust- ur-Þýskalandi. Jón Baldvin sagði það at- hyglisvert að pólski utanrík- isráðherrann hefði talað um, í viðurvist ráðherra Atlantshafsbandalagsríkja, bandalags Sovetríkjanna, Pól- lands og Ungverjalands inn- an Varsjárbandalagsins og einnig hefði hann lýst því yf- ir að það væri engin Sovét- blokk til lengur. Sömuleiðis lýstu utanríkisráðherrar Austur-Evrópuríkjanna þeirri skoðun sinni að efnahags- bandalag Austur-Evrópu, Comecon, væri ónýtt. ‘Mér finnst þegar menn eru að spyrja sig þeirrar spurn- ingar hér, hvernig ríki Vest- ur-Evrópu eigi að bregðast við þróuninni austan megin, að skynsamlegast væri að átta sig á að lönd Austur -Evrópu eru ákaflega misjöfn. í efnahagslegu tillit er Aust- ur -Þýskaland best á vegi statt, i Ungverjalandi er mik- il pólitísk óvissa varðandi hvaða stjórnmálaöfl taka þar við eftir kosningar. Pólland er gjaldþrota og það þarf risa- vaxið átak til að rétta efna- hag landsins við. Á hinn bóginn er pólitískur styrkur þar ef til vill meiri en hinna ríkjanna. Hér var reyndar ekki mikið rætt um Sovétrík- in sjálf sem eru á barmi efna- hagslegs hruns og pólitískrar upplausnar. Þetta veldur rnönnum áhyggjum og spurn- ingin um það hvort þar geti orðið friðsamleg jákvæð þró- un sem skili árangri er auðvitað risavaxin spurning og öllum er það Ijóst að það mun ekki gerast í náinni framtíð, þar verður ekki skjótur árangur, þetta tekur áratugi en ekki ár. Önnur ríki Austur-Evrópu hafa af þessu áhyggjur og leggja þess vegna mikla áhersíu á að bindast stofnunum og ríkja- bandalögum í Vestur-Evrópu þannig að ekki verði aftur snúið. En á hinn bóginn þarf mikið að gerast í löndum Austur-Evrópu svo þau geti komið inn í vestrænt efna- hagssamstarf og aðra vest- ræna samvinnu á jafnréttisgrundvelli,” sagði Jón Baldvin við Alþýðublað- ið í gær. einfalt, viljirðu sækja rétt þinn samkvæmt einhverj- um samningi þá byrjarðu ekki á því að brjóta hann,” sagði Jón við Alþýðublað- ið í gær. Ráðherrann hefur verið kröftuglega gagnrýndur af ýmsum fulitrúum útgerðar og sjómanna fyrir að hafa und- irritað olíukaupasamninginn meðan allt virðist í lausu lofti varðandi síldarsamninginn. Jón Sigurðsson segist engan veginn geta fallist á þau rök að frestun á olíukaupasamn- ingi myndi flýta fyrir gerð samnings um kaup á síld. Hann telur þvert á móti að það gæti orðið til að tefja framgang málsins. ,,Af því að það hefur náðst viðskiptalegur samningur milli Síldarútvegsnefndar og sovéska innflutningsfyrirtæk- isins, sem bíður staðfestingar sovéskra stjórnvalda, þá er okkar málsstaður og samn- ingsstaða miklu sterkari þar sem við höfum sýnilega og sannanlega staðið við okkar hluta af þessum samningi. Nú stendur þetta upp á sovésk stjórnvöld og þar með er mál- ið ekki lengur eingöngu við- skiptalegs eðlis og það er því eðlilegt að við þrýstum á um að þeir ljúki málinu.' Jón bendir á að í Sovétríkj- unum hafi komið til meiri valddreifing en áður sem geri að verkum að mun minni tengsl séu á milli síldar- og ol- íusamninganna heldur en áð- ur var. „Þetta gerir það enn ólíklegra að töf á samþykkt olíukaupasamnings myndi flýta fyrir samþykkt síldar- kaupasamnings," segir við- skiptaráðherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.