Alþýðublaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 17. nóv. 1989 Dr. Voslensky til Íslands SMAFRETTIR Dr. Michael S. Voslensky, prófess- or og forstöðumaður Sovétrann- sóknastofnunarinnar í Munchen, verður ræðumaður á fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs laugardaginn 18. nóv- ember 1989. Umræðuefni hans verður Astand og horfur í Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu. Hann flytur erindi sitt á ensku og svarar fyrirspurnum á eftir. Fundurinn verður haldinn í Átt- hagasal í suðurenda Hótels Sögu. Salurinn verður opnaður klukkan tólf á hádegi. Fundurinn er opinn félagsmönn- um í SVS og Varöbergi, svo og gest- um félagsmanna. Dr. Voslensky er einn virtasti og þekktasti sérfræðingur um sovézk málfni, sem nú er uppi, og birtast greinar hans í blöðum og tímaritum um ailan heim. Frægastur varð hann fyrir bók sina um sovézku herra- stéttina, Nómenklatúra, sem hann taldist sjálfur til fram til ársins 1972, þegar hann settist að á Vesturlönd- um. Hann hafði áður m.a. verið deildarstjóri í sovézka utanríkis- ráðuneytinu, upplýsingastjóri Ráð- herraráðs Sovétríkjanna, starfsmaður Heimsfriðarráðsins i Prag og Vín, starfsmaður Sovézku vísinda-akademíunnar, prófessor við Lúmúmbaháskólann í Moskvu, ráð- gjafi Æðsta ráðsins, starfsmaður Miðstjórnar sovézka kommúnista- flokksins og framkvæmdastjóri að- alnefndar Sovétríkjanna um afvopnunarmál. Núna er að koma út eftir hann ný bók í Þýzkalandi og Frakklandi (síðar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar), sem nefnist á þýzku „Sterbliche Götter. Die Le- hrmeister der Nomenklatura" (þ.e. „Dauðlegir guöir. Kennifeður nó- menklatúrunnar'). Lífeyrissjóðir mótmæla tekjutengingu ellilífeyris Félagsfundur Landssambands lífeyrissjóða haldinn 3. nóvember 1989 mótmælir harðlega fram- komnum hugmyndum um að ellilífeyrir frá almannatrygging- um verði háður tekjum og greið- ist ekki til þeirra, sem hafa tekjur yfir ákveðnu marki. í ályktun landssambandsins segir meðal annars: „Margir þeirra, sem taka ellilífeyri frá líf- eyrissjóði verða varir við það hvernig tekjutrygging þeirra hjá almannatryggingum skerðist vegna greiðslna frá lífeyrissjóðn- um. Þetta gerir það að verkum, að réttindi, sem lífeyrisþegar hafa aflað sér með áralangri greiðslu iðgjalda verða lakari en búast mætti við. Tekjutrygging almannatrygginga er því ekkert annað en skattur á tekjur lífeyris- þegans og þar með á lífeyris- greiðslur, sem hann fær frá líf- eyrissjóði sínum. Sama mun ger- ast, ef farið verður út á þá braut að tekjutengja grunnlífeyri al- mannatrygginga. í þessu sam- bandi er rétt að benda á að ið- gjöld sjóðfélaga til lífeyrissjóða eru sköttuð eins og aðrar tekjur þeirra og þegar fólk fær þessi ið- gjöld til baka sem lífeyri, er aftur lagður á þau tékjuskattur." • Krossgátan □ 1 2 3I ! 4 5 6 □ 7 9 10 □ 11 □ 12 13 1 Lárétt: 1 þrjót, 5 ökumann, 6 lærði, 7 þröng, 8 hrekks, 10 eins, 11 sómi, 12 sýll, 13 hysknum. Lóðrétt: 1 fjöldi, 2 skot, 3 fisk, 4 ílát, 5 vera, 7 sáðlöndum, 9 svala, 12 bardagi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 húkti, 5 örla, 6 ref, 7 nn, 8 vissar, 10 um, 11 krá, 12 dýrs, 13 undra. RAÐAUGLÝSINGAR Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík heldur hádegisverðarfund í Húsi iðnaðarins að Hall- veigarstíg 1, ráðstefnusal, laugardaginn 18. nóvemb- er nk. kl. 11.45 (gengið inn frá Hallveigarstíg). Gestur fundarins: Grétar J. Guðmundsson, byggingaverkfræðingur, að- stoðarmaður félagsmála- ráðherra. Umræðuefni: Húsbréf, nýr valkostur við kaup og sölu íbúða. Léttur hádegisverður. Félagar eru hvattir til að taka með maka sína og gesti. Þátttaka óskast tilkynnt til: Arnars Guðmundssonar í síma 98-34298 Aðalsteins Tryggvasonar í síma 11515 Theodórs Sólonssonar í síma 76747 Stjórnin ■awi FITJUM - 260 NJARÐVÍK PÓSTHÓLF 260 SÍMI 92-16200 Efnisútboð — röraefni Vatnsveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í rör og tengihluti í aðveituæðar vatnsveitunnar. Um er að ræða um 15.700 m af rörum úr duck- tile járni, polyethylen plasti (PE-HD) eða öðrum viðurkenndum efnum. Þvermál röranna er frá 0350 mm til 06OO mm. Útboðsgögn eru af- hent á Verkfræðistofu Suðurnesja hf.( Hafnar- götu 58, Keflavík og á Verkfræðistofu Njarðvíkur, Brekkustíg 39, Njarðvík gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verk- fræðistofu Suðurnesja hf. föstudaginn 15. desember 1989 kl. 11.00. Vatnsveita Suðurnesja Auglýsing um lausar stöður heilsugæslu- læknis og sjúkrahússlæknis í Stykkishólmi Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið auglýsir lausa stöðu heilsugæslulæknis í Stykkishólmi og St. Franc- iskusspítali í Stykkishólmi auglýsir lausa stöðu sjúkra- hússlæknis. Laus er til umsóknar önnur staða læknis við heilsu- gæslustöðina í Stykkishólmi frá og með 1. febrúar 1990. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyr- ir 15. desember 1989 á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást og hjá landlækni. i umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækningum og reynslu í svæfingum. Laus er til umsóknar frá og með 1. janúar 1990 staða sjúkrahússlæknis við St. Franciskusspítala í Stykkis- hólmi. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf sendist stjórn spítalans fyrir 15. desember nk. Umsækjendur skulu hafa sér- fræðileyfi í skurðlækningum eða í kvenlækningum. í báðum tilvikum er húsnæði til staðar. Nánari upplýsingar um stöðu heilsugæslulæknis veita ráðuneytið og landlæknir og um stöðu sjúkrahússlækn- is framkvæmdastjóri St. Franciskusspítala Stykk- ishólmi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Stjórn St. Franciskusspítala Stykkishólmi Utanríkismálanefnd S.U.J. Haldinn verður síðbúinn hádegisverðarfundur, laugar- daginn 18. nóv., að Hverfisgötu 8—10, og hefst hann kl. 13.00. Margt og mikið liggur fyrir fundinum. Flestir íslendingar velkomnir. Mætið stundvíslega. Magnús Árni Magnússon form. utanríkismálanefndar S.U.J. Alþýðuflokksfólk á Norðurlandi Fundur laugardaginn 18. nóv. kl. 13.00. Fundarstaður: Alþýðuhúsið Akureyri, 5. hæð (Fiðlarinn). Fundarefni: Sveitarstjórnarkosningar og undirbúning- ur þeirra. Allir velkomnir. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaða- hrepps Fundur verður í bæjarmálaráði þriðjudaginn 21. nóv- ember nk. kl. 20.30. Gestur fundarins verður bæjar- stjórinn í Garðabæ, Ingimundur Sigurpálsson. Fundurinn verður haldinn í Goðatúni 2. Stjórnin Drögum úr hraða 6o>- -ökum af skynsemi! yUMFERÐAR RÁÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.