Alþýðublaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1989, Blaðsíða 1
Bankarádskosning í Búnadarbanka: Stefán Valgeirsson afskrifaður Stefán Valgeirsson þingmað- ur Samtaka um jafnrétti og fé- lagshyggju verður ekki áfram formaður stjórnar bankaráðs Búnaðarbankans og vafi að hann hafi fulltingi til kjörs sem óbreyttur ráðsmaður. Þetta hefur Alþýðublaðið eftir áreið- anlegum heimildum. \ Um nokkurt skeið hefur verið fjallað um kosningar í stjórn Bún- aðarbankans á Alþingi og þá ekki síst hvort Stefán héldi þar sessi sín- um. Um skeið hafði Stefán það tromp á hendi að ráða hvort nýr bankastjóri yrði úr röðum starfs- manna bankans eða sérlegur full- trúi einhvers stjórnarflokkanna. Áhugi var þó alla tíð mjög tak- markaður innan stjórnarflokk- anna að fá bankastjóra gegn áframhaldandi formennsku Stef- áns. Engin bein ákvörðun hefur ver- ið tekin um kosningarnar í banka- ráðið. Þær áttu að verða í liðinni viku, var frestað til mánudags og hefur aftur verið frestað, að líkind- um til fimmtudags. Að sögn heim- ildarmanna Alþýðublaðsins liggur þaö eitt öruggt fyrir að Stefán verður ekki formaður ráðsins, en það er bankamálaráðherra sem tilnefnir formann. Það hefur ekki síst bitnað á möguleikum Stefáns að undanfar- ið hefur hann beint þungum skeyt- um að Alþýðuflokknum og kennt honum um fréttaflutning af fyrir- greiðslupólitík þingmannsins og aðstoðarmanns, sem var á launa- skrá forsætisráðuneytisins án þess að starfa þar. Stefán hefur brugðið á það ráð að óska eftir athugun hjá Ríkissaksóknara á störfum sínum í Búnaðarbanka og hinum ýmsu sjóðum sem hann á sæti í. Stefán Valgeirsson hefur farið fram á að fyrirgreiðslur sínar í hinum ýmsu stjórnum og ráöum verði athugaðar af ríkissaksóknara. Samkvæmt heimildum Alþýöublaðsins mun bitlingunum eitthvað fækka hjá Stefáni. Hrœringar í flugmálum: Nýr flugrisi i innanlandsflugi? Flugleiðir undirbúa nú stofnun nýs flugfélags til aö annast innalandsflug. Hugsanlegt er aö innan- landsdeild Flugleiða sameinist litlu landshluta- flugfélögunum þremur. Viðræður um þessi mál eru þó ekki hafnar, en foráðamenn litlu flugfélag- anna segjast ekki vilja loka neinum leiðum fyrir- fram. Inn í hugmyndir Flugleiðamanna spila líka hug- myndir um samstarf við erlend flugfélög, auk þess sem væntanleg aukin samkeppni á flugleiðum inn- anlands á sinn þátt í þörfinni fyrir aukna samvinnu eða sameiningu. Samruni flugfélaga gæti þó mætt andstöðu úti á landsbyggðinni af ýmsum ástæðum. T.d. myndu ákveðin sveitarfélög sennilega verða af opinberum gjöldum sem þau fá nú, ef til sameiningar kæmi. Um innanlandsflugið er fjallað í fréttaskýringu. Sjó bls. 5 Samkeppni í innan- landsflugi fer af stað um áramót. Úlfar Pormódsson fyrrum formaöur út- gáfustjórnar Pjóöviljans: Ólafur Ragnar átti að segja af sér Úlfar Þormóðsson rithöfundur og félagi í Alþýðu- bandalaginu segir í Króníku Alþýðublaðsins í dag, að Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins hefði átt að segja af sér formennsku þegar niðurstööur landsfundar Alþýðubandalags- ins lágu fyrir. Úlfar sem er fyrrum formaður útgáfunefndar Þjóðviljans og átti lengi sæti í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins, segir í greininni að ný sókn sósíalism- ans sé hafin í Austur-Evrópu. Ólafur Ragnar og stuðningsmenn hans hafi hins vegar ekki áttað sig á þessari staðreynd og því talið að nú væri réttur tími til að strika sósíalismann út úr stefnuskrá flokksins. Á landsfundinum hafi formaðurinn mætt yfirgnæf- andi andstöðu við hugmyndir sínar. „Þess vegna höfnuðu félagar mínir einnig Ólafi Ragnari. En í stað þess að skilja þegar skall í tönnum og segja af sér eins og kollegar hans austan tjaldsins rifna gera nú hver af öðrum, lét hann setja sig einan og hlæjandi á kjánaprikið mitt," segir Úlfar Þormóðs- son í Króníku Alþýðublaðsins. Sjá bls. 3 Að mati Úlfars Þor- móðssonar átti Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubanda- lagsins aö segja af sér þegar niöurstöður landsfundar ftokksins lágu fyrir. íslenskur sjávarútvegur og Evrópubandalagiö Tollfrelsi á mörkuðum EB er krafa islendinga íslenskur sjávarútvegur og Evrópubandalagið er viðfangsefni Alþýðublaðsins í dag í greinaflokkun- um um ísland og Evrópu. Það er eitt helsta hags- munamál okkar Islendinga í dag að við fáum toll- frjálsan og hindranalausan aðgang að mörkuðum EB. Með öðrum orðum, við viljum fá íslenskar sjávar- afurðir viðurkenndar sem okkar iðnaðarvörur og að fullt tillit verði tekið til sérstöðu okkar vegna hins fá- brotna hagkerfis sem við búum við. Fríverslun mun ekki einasta gera okkur auðveldara að selja fiskinn okkar á mörkuðum EB, heldur um leið myndi hún styrkja íslenska fiskvinnslu. EB hagar sínum tolla- málum þannig að í raun og veru er fiskvinnslan inn- an EB-landanna í beinni samkeppni við íslenska fisk- vinnslu. Þetta gerir bandalagið með því að tolla unn- in fisk miklu hærra en óunninn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.