Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 1
59. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. MARS 2002 GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, skoraði í gær á ríki heims að hvika hvergi í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Sagði hann, að „annar áfangi“ hennar fælist í því að úthýsa hryðjuverkamönnum um heim allan og tryggja, að þeim verði hvergi vært. Hálft ár var í gær liðið frá hryðjuverkunum í Bandaríkjun- um 11. september og var þess minnst með ýmsum hætti um allt landið og ekki síst í New York. Bush sagði, að 11. september hefði ekki aðeins verið dagur sorgar, heldur líka dagurinn þegar þjóðir heims risu upp gegn hryðjuverka- mönnunum. „Þeir munu minnast þessa dags sem síns eigin dóms- dags,“ sagði Bush við athöfn við Hvíta húsið í Washington. Viðstadd- ir voru þingmenn, embættismenn, sendiherrar erlendra ríkja og ást- vinir 300 manna, sem týndu lífi í árásum hryðjuverkamannanna. Við hún blöktu fánar meira en 100 þjóð- ríkja. Bush sagði, að Bandaríkjamenn myndu ekki láta það líðast að hryðjuverkamenn kæmust yfir gjör- eyðingarvopn. Bandalagið gegn hryðjuverkum yrði að taka hættuna á því alvarlega og því ættu fulltrúar Bandaríkjanna í viðræðum við bandamenn sína um viðbrögð við henni. Í New York var hryðjuverkanna minnst með þagnarstund, fyrst klukkan 8.46 að staðartíma er fyrri flugvélinni var flogið á World Trade Center fyrir hálfu ári og svo aftur nokkru síðar er síðari vélin lenti á byggingunni. Einnig var afhjúpað minnismerki um atburðina og er þungamiðjan í því tuttugu tonna kúla, óður til friðarins eftir þýska listamanninn Fritz König. Var myndverkið sett upp 1971 en skemmdist mikið er turnarnir hrundu. Að auki var vígt minnis- merkið „Ljósahylling“, tveir miklir leysigeislar, sem beint er til himins í líkingu turnanna. AP Bush forseti er hann bjóst til að ávarpa meira en 1.000 manns við Hvíta húsið í gær er hálft ár var liðið frá hryðjuverkunum í New York og Washington. Hálft ár liðið frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september Hryðjuverkamenn verði griðlausir um allan heim Washington, New York. AP, AFP. „Þeir munu minnast þessa dags sem síns eigin dómsdags“ KJÓSENDUR í Zimbabwe gengu enn að kjörborðinu í gær, þriðja dag- inn í röð, en þó aðeins í höfuðborginni og nálægum bæ. Að öðru leyti huns- aði ríkisstjórn Roberts Mugabes for- seta þann úrskurð hæstaréttar lands- ins, að þriðja kjördeginum skyldi bætt við. Öll kosningaframkvæmdin hefur einkennst af allsherjarringulreið og ljóst, að ríkisstjórnin hefur gert allt til að koma í veg fyrir mikla kjörsókn, einkum þar sem stjórnarandstaðan er sterk. Í Harare voru kjörstaðir, miklu færri en deginum áður, ekki opnaðir fyrr en á hádegi í gær og höfðu þá margir gefist upp á biðinni og farið. Ríkisútvarpið í Zimbabwe sagði í gær, að innan við helmingur kjósenda í landinu hefði náð að kjósa um helgina, en samkvæmt skoðanakönn- unum ætluðu tæplega 87% þeirra að fara á kjörstað. Ríkisstjórnin birti hins vegar yfirlýsingu áður en kjör- stöðum var lokað á sunnudag þar sem sagði, að kjörsókn hefði verið mikil í héruðum þar sem Mugabe er sterkur en minni annars staðar. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fóru fram á það við hæstarétt landsins í gær, að kosningarnar yrðu enn framlengdar um einn dag, en því var hafnað. Skipulagt ofbeldi Talsmenn Morgans Tsvangirais, leiðtoga Hreyfingarinnar fyrir lýð- ræðislegum breytingum, helsta and- stæðings Mugabes, sögðu í gær, að þrír frammámenn í flokknum hefðu verið handteknir en auk þess hefðu stuðningsmenn Mugabes haldið uppi skipulögðu ofbeldi um allt landið. Hefðu þeir rænt nokkrum mönnum og lamið og pyntað fulltrúa stjórnar- andstöðunnar á kjörstöðum. Hefði formönnum kjörstjórna víða verið hótað handtöku hefðu þeir kjörstað- ina opna. Ringulreið og kosningasvindl Harare. AP, AFP. EIN af afleiðingum Enron- gjaldþrotsins og hneykslisins í kjölfarið er sú, að margir hæfir menn í atvinnulífinu hafa ekki lengur áhuga á að setjast í stjórn fyrirtækja. Eftir að Enron-málið kom upp hafa bandarískir fjölmiðlar grafið upp allt, sem þeir hafa getað fundið um stjórnarmenn í fyrirtækinu, og ekki jókst hróð- ur þeirra er þeir lýstu því yfir, að þeir hefðu haft heldur litla hugmynd um það, sem fram fór í fyrirtækinu. Hingað til hefur það þótt eft- irsóknarvert að sitja í stjórnum stórra fyrirtækja og þiggja margar milljónir kr. fyrir að sitja kannski sex fundi á ári. Nú er hins vegar mikil umræða um hlutverk þessara stjórna, sem oft eru í litlum tengslum við reksturinn, og jafnvel talað um að gera þær ábyrgar ef illa fer. Á því er ekki mikill áhugi og því er spáð, að mikið verði um það, að menn segi sig úr stjórnum á þessu ári. Þess sjást raunar merki nú þegar, að fyrirtækin séu farin að horfa í aðrar áttir en áður í leit að mönnum í stjórn og þá til þeirra, sem hafa þekkingu á viðkomandi rekstri. Veigra sér við stjórn- arsetu New York. AP. ÍSRAELSKI herinn felldi ellefu Pal- estínumenn í gær og tók allt að 1.000 til fanga. Flestir voru skotnir er Ísr- aelar réðust með tugum skriðdreka inn í Jabaliya-flóttamannabúðirnar á Gaza. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tilkynnti að Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, væri frjáls að fara hvert sem hann vildi á heimastjórnarsvæðun- um en ekki til annarra landa án leyfis Ísraela. Lík tólfta Palestínumannsins, sem fallið hefur fyrir byssukúlum ísr- aelskra hermanna undanfarna tvo sólarhringa, fannst í fyrrinótt syðst á Gaza-svæðinu. Maðurinn særðist er ísraelskir hermenn skutu á hann á sunnudaginn og lést af sárum sínum eftir að Ísraelar komu í veg fyrir að palestínskir sjúkraflutningamenn kæmust til hans, að sögn palest- ínskra öryggisfulltrúa. Tólf felldir og 1.000 handteknir Jerúsalem. AFP, AP.  Ísraelar leysa/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.