Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 11  MAGNÚS Jón Björnsson tann- læknir, Ph.D., varði hinn 17. ágúst síðastliðinn doktorsritgerð sína (Ph.D. thesis) í tannholdsfræðum við tannlæknadeild Kaupmanna- hafnarháskóla. Ritgerðin nefnist „Factors Influencing Ex- perimental Peri- odontal Disease in Rats“ og fjallar um að- ferðafræði við notkun tilrauna- módela fyrir tannholdssjúk- dóma í rottum ásamt áhrifum heft- ingar matrix metalloproteinasa á tannholdssjúkdóma í rottum. Andmælendur við vörnina voru prófessor dr. odont Björn Klinge, Karolinska Instituttet í Stokk- hólmi, prófessor dr. odont Erik Hjörting-Hansen, tannlæknadeild Kaupmannahafnarháskóla, og dr. odont Bjarne Klausen. Leiðbein- endur Magnúsar voru prófessor dr. odont Palle Holmstrup og prófess- or dr. odont Jesper Reibel, tannlæknadeild Kaupmannahafn- arháskóla, og prófessor dr. med. Klaus Bendtzen, Rigshospitalet, Kaupmannahöfn. Tilgangur doktorsritgerðarinnar var í fyrsta lagi að hanna öruggt tilraunamódel fyrir tannholdssjúk- dóma í rottum m.a. með því að kanna áhrif umhverfisþátta og fæð- is á tannholdssjúkdóma í tilrauna- rottum og bera saman þekkt til- raunamódel fyrir tannholdssjúkdóma í rottum. Bak- grunnur rannsóknanna var sá, að síðustu áratugi hafa tilraunadýr, þ.á m. rottur, verið mikið notuð við rannsóknir á tannholdssjúkdómum, bæði til að reyna að öðlast skilning á eðli og orsökum tannholds- sjúkdóma og til að þróa lækning- araðferðir. Því er nauðsynlegt að dýr sem notuð eru í slíkar rann- sóknir séu heilbrigð og tannholds- ástand þeirra þekkt við upphaf rannsókna. Þessum þáttum hefur verið lítill gaumur gefinn þar til nú. Niðurstöður rannsóknanna sýndu að venjulegt fóður og að- stæður í búrum dýranna geta fram- kallað alvarlega tannholds- sjúkdóma og þess vegna haft veruleg áhrif á, og jafnvel dregið í efa, sumar þeirra tannholdsrann- sókna á rottum sem framkvæmdar hafa verið. Einnig var sýnt fram á að með því að breyta fæðu og um- hverfi í búrum var hægt að ala rott- ur með heilbrigt tannhold. Þessar niðurstöður voru notaðar til að hanna öruggt tilraunamódel fyrir tannholdssjúkdóma. Að lokum kom í ljós að tannholdssjúkdómar juk- ust í þeim rottum sem fengu MMP- blokkerinn batimastat. Það stang- ast á við ríkjandi kenningar um samband MMP og tannholds- sjúkdóma og bendir til að þetta samband geti verið mun flóknara en talið hefur verið. Rannsóknir þessar voru m.a. styrktar af Kaupmannahafnarhá- skóla, sem greiddi skólagjöld, námslaun og rannsóknarfé meðan á doktorsnáminu stóð, og FUT Calc- in-sjóði danska tannlæknafélagsins. Magnús Jón Björnsson fæddist 14. apríl 1966. Hann útskrifaðist frá náttúrufræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1986 og frá tannlækna- deild Háskóla Íslands 1992. Magn- ús er sonur Björns Jónssonar, fyrr- verandi skólastjóra, og Guðrúnar Magnúsdóttur cand. mag. Eigin- kona hans er Ragna Árnadóttir lögfræðingur og dætur þeirra Brynhildur, átta ára, og Agnes Guðrún, eins árs. Magnús starfar við almennar tannlækningar og tannholdslækn- ingar í Sjálfstæðishúsinu, Háa- leitisbraut 1, Reykjavík, auk þess að sinna rannsóknarstöðum við Há- skóla Íslands og Kaupmannahafn- arháskóla. Doktor í tannholds- fræðum Magnús Jónsson UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint því til áfrýjunarnefndar um samkeppnismál að hún taki nýja ákvörðun í máli Eðalvara gegn Heilsuverslun Íslands. Forsaga málsins er sú að Heilsu- verslun Íslands, sem er dótturfélag Lyfjaverslunar Íslands, auglýsti að svo mikið væri ræktað af skordýra- eitri og kemískum efnum við gin- sengræktun í Kóreu að örveiru- fræðilegu jafnvægi væri raskað sem kallaði á enn frekari notkun skor- dýraeiturs. Fullyrðingarnar ekki bara rangar heldur hrein öfugmæli Sigurður Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Eðalvara, segir þess- ar fullyrðingar ekki einungis rangar heldur hrein öfugmæli og það hafi verið staðfest af erlendum rannsókn- arstofum, auk Hollustuverndar rík- isins, sem raunar hafi krafist þess að Heilsuverslun Íslands vari sterklega við of mikilli neyslu á Ortis-ginsengi, sem hún flytur inn. Í tilkynningu frá Eðalvörum segir að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi um margra ára skeið elt grátt silfur við Samkeppnisstofnun hafi menn ákveðið að leita til stofnunarinnar til að stöðva þessa tilhæfulausu árás en samkeppnisyfirvöld hafi hins vegar ekki verið sein á sér að leggja bless- un sína yfir hana. Úrskurðurinn ekki í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga Í niðurstöðum umboðsmanns Al- þingis kemur fram að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála hafi ekki verið í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga auk þess sem veru- legir annmarkar hafi verið á rök- stuðningi nefndarinnar. Hann beini því þeim tilmælum til nefndarinnar að hún taki málið aftur fyrir komi fram beiðni um það frá Eðalvörum. Umboðsmaður Alþingis um Eðalvörur og Heilsuverslun Íslands Áfrýjunar- nefnd taki nýja ákvörðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.