Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 9
★ Ferðasaga eftir Torfa Þorsteinsson i Haga hafa gripið hugi ferðafélaga minna í þetta sinn, enda skemmtiferð með nokkurri tilhlökkun framund- an. Leiðin um Álftafjörð og Hamars- fjörð eru gamlar kaupstaðargötur Austur-Skaftfellinga, því að þeir sóttu verzlun á Djúpavog, allt þar til verzlun hófst á Papósi um 1863. Oft hefur því þarna sézt jó- reykur úr götu fyrr meir. Sjaldan mun hér þó jafnskarplega hafa verið sprett úr spori og vorið eða sumarið 1862, er Bergur bóndi í Krosslandi reið af Djúpavogi suður á eystri bakka Jökulsár í Lóni á fimm til sex klukkutímuim, þeirra erinda að snúa ullarlestum Austur- Skaftfellinga við i átt til Papóss, til móts við skipið Jóhönnu, sem þar leitaði þá hafnar í fyrsta sinn. Þó nú sé þetta ekið á tveim stundum, verður þetta að teljast aðdáunarverður hraði á þeirra tíma mælikvarða. Bergur í Krossalandi var langafi Benedikts á Hvalnesi, en Benedikt var hrókur alls fagn- aðar og söngstjóri ferðahópsins allt á leiðarenda. Á hægri hönd austan Hamarsár í Hamarsfirði er grjóthrúga, sem Djáknadys heitir. Lengi var hún áningastaður ferðamanna, þótt nú gleymist hún þeim, sem um veg- inn þjóta á bílum. Vestan Hamars- ár er bærinn Bragðavellir. í landi þeirrar jarðar fundust fyrir nokkr- um árum tveir rómverskir pening- ar, annar frá tíð Árilíusar keisara, sem uppi var um 270—275. Hinn er frá tíð Prombusar keisara. sem uppi var 276—282, Með fundi þess- ara peninga, sem nú eru geymdir á Þjóðminjasafni íslands, lengdi Jón Sigfússon, bóndi á Bragðavöll- um sögu íslands um allt að 500 ár aftur í tímann. Nokkru austan Djáknadysjar er einstæður klettur, sem Valtýs- kambur heitir, þrjár til fjórar mannhæðir. Á efstu hyrnu kambs- ins vann Valtýr sakamaður sér af- plánun sakar með því að standa á höfði á meðan messað var i kirkjunni á Hálsi. Það hefur án efa verið nobkurt þol í þeim pilti, hafi messan verið löng, sem ekki er vert að draga í efa. Nú er hætt að messa á Hálsi, þvi að kirkja fyrirfinnst þar ekki lengur og jörðin er kom tn í eyði. Undir vallgrón- um leiðum sefur værum svefni kynslóð, sem. kynni að segja okkur langa og merkilega sögu um líf og starf, sem löngu fyrr gerðist í þessu sviphreina lands- lagi. Þótt við ökum hratt og eigum langt í náttstað, fæ ég vart farið fram hjá bænum Strýtu, án þess að mininast þess, að þar eru æsku- stöðvar snjallra listamanna, Rík- arðs og Finns Jónssonar. í Tobbugjótu og Raaðuskriðu voru táígusteinsnámur Ríkarðs og í Strýtunni, sem bærinn er kenndur við, bjó huldufólk í góðu sambýli við foreldra hans. Rétt austan við Strýtu er^ eyð' býlið Búlandsnes. Þar bjó Ólafi’ Thoriacius læknir stórbúi þegar ó var strákur að alast upp við Beru- fjörð, og þar fæddust þeir Birgir ráðuneytisstjóri og Kristján for- maður B.S-R B. Og þegar Berufjörðurinn opnast sjónum okkar, kemur Æðarsteinn fyrst í augsýn, en við hann er tengd átakanleg harmsaga frá ár- inu 1872, en 22. s6þtember það ár fórst þar bátur með tíu ungmenn- Séð austur um úr Stokksnesi. Liósmynd- Ólafur Jónsson, T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 201

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.