Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 22
Á ýmsum nótum Framhald af 194. síðu. nöfnum. Talsvert af þessu virð- ist lúta lögmálum skotgrafa- hernaðarins og þeirri kænsku verða bezt ágengt, er fer með húsum eins og skytta, sem læð- ist mili steina, þar sem refur er í holti. Við og við mætti þó minnast þess, sem einstakt er — fólks, sem af eigin ramleik og á eigin kostnað og eitt allra hefur aukið og varðveitt menn- ingarleifð, er þykja mun þeim mun meira virði sem lengra líð- ur fram. Matthildur í Garði og Helgi Tryggvason munu frí af því að hafa nokkurn tíma gert út á hákarlinn. En þjóðfélaginu væri sæmd að því að veita þeim á efri árum verðuga viður- kennningu. Við hin gætum að minnsta kosti með hreinni gleði notið litanna óviðjafnanlegu frá Garði og allra blaða og tíma ritanna, sem Helgi Tryggvason hefur bjargað og skilað sam- þegnum sínum. J. H. Ferðasaga - Framhald af 203. síSu. Brátt er Tungan kvödd og ekið norður eftir Jökuldal, óskalandi sauðkindarinnar. Á Hvanná býr hreppstjórinn í dalnum, Einar Jónsson. Var staðar numið við bæ hans og hann fenginn til leiðsögu fram eftir dalnum. Sagði hann okk- ur á þei-rri leið í fáum dráttum búskaparsögu Jökuldals. í Hof- teigi var lengi vel prestsetur, en nú útdeilir Vallanesprestur Dal- búum guðsblessun eins og öðru, sem inn er flutt. Brátt var Einar á Hvanná kvadd- ur og áfram ekið upp í Jökuldals- heiði. Eitt sinn voru á Jökuldals- heiði allmörg bændabýli, þar sem heiðabúar undu glaðir við fríðar kindahjarðir á kjarngóðu beiti- landi og veiddu vænan silung í heiðavötnunum. En gliman við langa og stranga vetur varð heiða- búium oft erfið raun og byggðu býlin smatýndu tötunni, unz þau voru öll 1 omin í eyði. Nöfn þeirra munu smátýnast úr minni þeirrar kynslóðar, sem nú beinir sjónum meira til hnatta í geimnum, en hún rýni í gamla sögu. Eitt býli, Veturhús í Jökuldalsheiði, verð- skuldar þó fulla virðingu þeirra, sem fögrum bókmenntum unna. Þvi að þangað liggur þráður einn- ar af bókum Nóbelsverðlauna- skáldsins okkar, Dagleið á fjöllum. Og þar i lágri baðstofukytru mun vera tendruð fyrsta kveikjan að bók Laxness, „Sjálfstæðu fólki“, auk þess sem margt er talið sam- eiginlegt með síðasta bóndanum, Bjarna í Veturhúsum og Bjarti í Sumarhúsum. Aðeins eitt er að- skiljanlegt með þeim Bjarna og Bjarti: Bjarni unni Heiðinni slik- um hugástum, að ekkert nema dauðinn fékk hrifið hann þaðan brott. Bjartur hefur hins vegar farið víða um lönd og numið hugi fólks hvarvetna. þar sem bækur Laxness eru þýddar á framandi tungur. Einhvers staðar úti í Heiðinni eru líka hrundar rústir Háreks- staða, æskustöðva Gunnars á Fossvöllum og Sigurjóns í Kirkju- bæ, er þar uxu úr grasi ásamt þeim Einari Páli Jónssyni og Gísla Jónssyni, sem um langt skeið voru ritstjórar í Winnipeg. Nú stara eyðibýlin til vegfar- enda, líkt og augnalaus ásýnd, sem eitt sinn gladdist við skin kvi-kra augna. Brátt höfðu Austur-Skaftfell- ingar Jökulheiðina að baki, og út úr bílunum var gengið í Fjall- kirkju Jóns í Möðrudal. Eitt sinn var Möðrudalur höfuðból Austur- lands, og enn ber hann merki at- orkusamra manna, en fremur virð- ist okkur næða napurt um bæinn og kirkjuna þennan dag, þar sem suðvestanáttin hlóð sandkófi upp að bæjarveggjum. Jón í Möðrudal er löngu orðinn landskunnur listamaður. Nú er hann tekinn fast að eldast, en hljóp þó um á milli bæjarhúsa og kirkju eins og ungur væri. Ætlun- in var að ganga í kirkju í Möðru- dal og jafnvel að syngja þar nokk- Lausn 8. krossgátu ur lög, en orgel var því mlður ekkert í kirkjunni að þessu sinni, og því fórst söngurinn fyrir. Jón vildi ekki láta okkur ganga svo hjá garði í Möðrudal, að við sæj- um ekki eitthvað af listaverkum hans, og nú hljóp hann heim í bæ og sótti þangað einhver sýnishorn af málverkum sínum. Aðspurður sagði Jón okkur, að engan gest hefði svo ríkan borið að garði í Möðrudal enn, að efni hefði haft til að kaupa listaverk hans, því að þau kváðu vera verðlögð nokkuð hátt. En þegar Jón frétti, að tveir af stórvinum hans, Sigurður á Stafafelli og Gunnar á Vagnstöð- um, voru meðal þeirra Austur- Skaftfellinga, sem þarna voru á hlaði úti, leysti hann þá, hvorn um sig, út með listaverkagjöf, gerðri af hans eigin meistarahönd um. Fyrir bragðið höfðum við mynd af drottningu Austurlands, Herðubreið, með okkur aftast í stóra fólksbílnum allt á leiðar- enda. Suðvestanstormurinn fór ham- förum á eftir okkur yfir Möðrudals- fjallgarðinn. En veður fór að lægja við sýslumörk Múlasýslu og Norð- ur-Þingeyjarsýslu, og þar sendi sólin náðargeisla sína niður á veg- farendur. Þarna voru líka Norður- Þingeyingar með formann búnað arsambands síns, Þórarinn Haralds son í Laufási, komnir til móts við okkur, ásamt fararstjóra ofckar, Ragnari Ásgeirssyni, sem nú var boðinn hjartanlega velkominn til að vísa okfcur veginn. Til Grímsstaða, fyrsta bæjar í Þingeyjarsýslu, var komið hálf tvö 17. júní. K » k S r s lÍrJKtiV HT tt M fí F/i ft j* r/a n /e » a t* * i F L’njt ir nx H £ K S T OTT l /tcnrjfK t k n f n / t i j> en ’o* s nnn * /v / n x / n *r u /v a K o s. /v n » r n&a núv/i/im Ua l G R b/ 5 olu* * nunn S K O Jt E S T u na a os r 'o l i T‘> K K U f L a H /* 6KB L'O s L , rn ft L 4 , 07* t ’/t rt a ft'a i n n n jHLS. 214 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.