Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 18

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 18
þúfnakarginn, er hún alla tíð frá barnæsku varð að heyja baráttu við, viki fyrir sléttum ræktuðum grundum á hinu frjósama landi í Stóru-Borg, enda lifði hún það að sjá þessa draumsýn rætast, og verða að veruleika, og sérstaklega eftir að systursonur hennar óx úr grasi, sem nú um árabil hefur ver- ið forsjá heimilisins. Minnisgáfa Helgu var frábær, og hélt hún henni fram til hins síð- asta, hún hafði jmdi af að rifja upp gamlar minningar og glettnin var henni í blóð borin, bún áttl hægt með að koma máli við hvern sem var. Þótt örl.öigin sköpuðu henni þá aðstöðu, er olli því, að framkvæmdaþrá hennar og hug- sjónir urðu í raun og veru alltaf að bælast niður og takmarkast við gjaldgetu,( því hún vildi ekki láta neinn eiga hjá sér), og þar af leið- andi neitaði sér um margt er al- menningur naut, hef ég aldrei þeikkt manneskju, sem var lausari við að fyllast ibeiskju, né hafa ill- an hug til þeirra sem meira gátu, öfund til annarra var kennd, sem Ilelga átti ekki til og aldrei spillti eða raskaði sálarró hennar. Þess í stað gladdist hún innilega yfir vel- gengni hvers sem var, og bað öll- um blessunar, það var hennar að- alsmerki, ásamt öðrum góðum eig- inleikum, því held ég, að hún hafi 'kvatt þetta líf sátt við sjálfa sig, guð sinn og aðra menn, og þeir sem það geta af einlægni eru góð- ir. Svona var Helga. Hel'ga var einlægur dýravinur og mjög nærfærin og lagin við að hjúkra þeim, sérstaklega tókst henni vel að hjálpa við erfiðar fæð- ingar, enda var oft leitað til henn- ar þegar svo stóð á, er ég einn af mörgum, sem naut hennar högu handa í þeim efnum, og stend þar í ógoldinni skuld, því um greiðslu fyrir svoleiðís viðvik, taldi sú sómakona ekki umtalsvert. Hún var einlæg trúkona, rækti kirkju sína og aðra mannfundi af kost- gæfni, og í eðli sínu var hún félags- lynd. Helga var etkki haldin þeirri firru, að hlutleysi í málefnalegum skilningi skipti ekki máli, og metnaður hennar var slíkur að sjálf vildi hún fylgjast með mál- um, og hafa áhrif með atkvæði sínu um hvernig mál réðust. Guðbjörg Guðmundsdóttír Fædd 5.3. 1901 Dáin 5.1. 1972 Nú, er ég tek mér penna í hönd í þeim tilgangi að minnast hinnar látnu heiðurskonu, Guðbiargar á Syðri-Úlfsstöðum, finnst mér ég vart geta trúað því, að hún sé í raun og veru látin. svo skammt er síðan hún kom á heimili mitt, þá hlaðin lífsorku og bjartsýni eins og ævinlega, þegar maður hitti hana, en svona eru lífsins vegir okkur mönnunum ókunnir. Guðbjörg fæddist að Glæsistöðum í Vestur- Landeyjum, en þar bjuggu for- eldrar hennar, Sigríður Bjarnad., frá Ilerdísarvík og Guðmundur Gíslason frá Sigluvík. Þau hjón eignuðust 11 börn, svo margt hef- ur þá verið í heimili á Glæsistöð- um, og meðal annars vegna þess hve barnahópurinn var stór. fór Gúðbjörg á fjórða ári til dvalar um tima í Skipagerði í sömu sveit, hjá Alberti Eyvindssyni og Salvarar Tómasdóttur. er þar bjuggu góðu búi. Þessar ferðir Guðbjargar til hjónanna í Skipagerði enduðu með því að hún ólst upp hjá þeim að mestu levti til tvítugs aldurs. Þessi hión fluttust síðar að Teigi í Fljótshlíð og bjuggu þar all- mörg ár. og afkomendur þeirra búa þar enn. Þau Albert og Sal- vör reyndust Guðbjörgu mjög vel enda minntist hún þeirra ætíð með hlýhug. Um tvítugt fór Guðbjörg til Vest mannaey.ja og dvaldist þar nokkur Nú er Helga horfin ó vit feðra sinna, eftir dáðríkt og fórnfúst ævistarf. Ég trúi því, að hennar góðu fyrirbænir til handa þeim, sem reyndust henni vel þegar mest á reið, hafi náð til þess guðs er hún tilbað og tiignaði allt sitt líf. Minning um Helgu Sigurðardótt- ur mun lengi lifa í hugum þeirra sem þekktu hana bezt, og því skal hún kvödd með virðingu og þökk. Gissur Gissurarson. ár. Þar störfuðu þær saman við saumaskap móðir mín og Guð- b.jörg. og tengdust þá þeim vin- áttuböndum er aldrei bar skugga á. Árið 1924 giftist Guðbjörg eftirlif- andi eiginmanni sínum. Halldóri Jóhannssyni frá Arnarhóli í Vest- ur-Landeyjum. og byrjuðu þau bú- skap þar. en árið 1932 flytjast þau að Syðri-Úlfsstöðum i Austur-Land- eyjum. og þar hafa þau búið síðan, nú síðari árin ásamt syni sínum Óskari og konu hans. Auði Sigurð- ardóttur frá Kúfhól. Önnur börn þeirra hjóna eru Karl bóndi í Ey. kvæntur Guðfinnu Helgadóttur frá Ey, Sigríður, gift Óskari Sigurjóns- -syni sérleyfishafa á Hvolsvelli, Al- bert bóndi á Skíðbakka, kvæntur Sigríði Erlendsdóttur frá Skíð- bakka. Öll eru börn Guðbjargar og Halldórs gott fólk og ágætir þjóð- islendingaþættir 18

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.