Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Blaðsíða 14
Gísli Kristjánsson bóndi Réttarholti Arla morguns hinn 17. mai s.l. andaö- ist á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, mágur minn og vinur Gisli Kristjánsson bóndi i Réttarholti Skagafiröi, eftir stutta en erfiöa sjúkralegu. Er ég meö nokkrum fátæklegum oröum reyni aö minnast þessahógværa og mæta manns mun ég fyrst greina litillega frá ætt hans og fjölskyldu. Gisli var Skagfiröingur langt fram i ættir og i Skagafiröinum átti hann eiginkonu og aöstandendum öllum. r,n minning um góöan dreng lifir. Elsku fóstri minn, ég þakka þér allt, sem þú veittir mér. Vertu guöi falinn. Arni Vilhjálmsson. t Skyggir sólarsýn, Opnast sortasviö. örþreytt öndin þin, öölast náö og friö. Oti er kröm og kvöl. Lifsins landi á verður dýrleg dvöl, Drottins börnum hjá. Hægur, prúöur, hýr, Mörgum lagðir liö. Jafnan skilningsskir. Skapaðir um þig friö. Færir þakkir þér, eiginkonan klökk, sem ljúfur leiddir hér. Lifir hjartans þökk. Fööurs hlýja hönd, sætti og samdi friö, ástar bundust bönd, barnahópinn við. Lifiö eilift er. Dauöinn skyndiskil. öll viö þökkum þér. Þin viö hugsum til. Vilhjálmur Hallgrimsson. 14 heima alla tiö. Hann fæddist aö Stóru- ökrum 4. mai 1913 og var nýlega orö- inn 63ja ára, er hann lézt. GIsli var sonur hjónanna Kristjáns Gislasonar og konu hans Aðalbjargar Vagns- dóttur. Þau hjón bjuggu á Minni- ökrum og á Sauðárkróki en siöustu æviár sin áttu þau heima i Reykjavik. Gisli var elztur sex barna þeirra en tvö voru áöur látin. Kristján faðir Gísla var sonur Gisla Gislasonar, Björns- sonar bónda i Grundarkoti og viöar I Skagafiröi og konu hans Kristinar Jónsdóttur, Pálssonar. Aðalbjörg móö- ir Gisla var af hinni þekktu Djúpadals- ætt i Skagafirði, dóttir Vagns bónda i Miðhúsum Erikssonar, hreppstjóra I Djúpadal, Eirikssonar Bjarnasonar prests á Staöarbakka. Kona Vagns var Þrúöur Jónsdóttir, Björnssonar bónda i Miðhúsum. GIsli ólst upp hjá foreldr- um sinum viö almenn sveitastörf þeirra tima. Ariö 1948 kvænist Gisli eftirlifandi konu sinni Jóhönnu Freyju Jónsdóttur bónda Sigurðssonar i Réttarholti og konu hans Sigriöar Rögnvaldsdóttur. Settist hann þá i bú tengdaforeldra sinna og hafa þau hjón búiö þar siöan. GIsli og Jóhanna eign- uöust þrjú börn: Elztur er Jón, sem nú býr i Réttarholti, kvæntur Auöi Frið- .riksdóttur, Þrúöur Aöalbjörg trúlofuö Eggert Sigurjónssyni, þau eru búsett á Akureyriog Sigurður, sem er trúlofaö- ur Ragnheiöi Valdimarsdóttur. Fjóröa barn Gísla er Birgir, sem á heima á Torfastööum I Grafningi. Gisli var afar vel gefinn maöur og minnugur, las mikiö er timi var til frá daglegum störfum bóndans. Hann var fróöur um Islenzka byggö og öræfi þó ekki geröi hann viöreist utan sinnar heimabyggöar. Er viö hjónin dvöldum I Réttarholti i sumarleyfum, sem oft var og nutum frábærrar gestrisni þeirra hjóna, átti ég þvi láni aö fagna aö kynnast mági minum náiö. Hann var afar glaðlyndur og geöprúöur maöur og haföi þá hlýju og ljúfu kimnigáfu til að bera, sem laðaði fólk aö honum. einkum börn og unglinga. Systkinabörn hans, sem voru svo gæfusöm aö eiga ógleymanleg sumur I Réttarholti með frænda sinum, minnast allra stunda er hann sagöi þeim sögur, kenndi þeim visur og spjailaöi viöþauogfyrir þaö veganesti þökkum viö foreldrar þeirra. GIsli var svo gæfusamur aö eignast góða konu, sem stóö'viö hliö hans alla tiö og nú siöast viö banabeö hans i erfiðri sjúkralegu. Er viö I dag, vinir hans og venzlafólk, kveöjum Gisla I Réttarholti hinztu kveöju og þökkum samfylgdina, sendum viö Jóhönnu konu hans og fjölskyldu, okkar innileg- ustu samúöarkveöjur og biöjum Guö aö blessa þau. Ó.B íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.