Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 19.06.1976, Blaðsíða 11
þegja um nú að um margt greindi okkur Guðna á i málefnum lyfsölu á Islandi og stjórnun fyrirtækja, og oft deildum við nokkuð fast, en jafnaug- ljóst er að ekki hefðum við átt náið samstarf i meir en áratug ef'hitt hefði ekki verið miklu fleira sem við vorum sammála um og ef deiluefni heföu ekki veriðjöfnuðaðsiðaðra manna hætti og til framfara þeim málefnum sem við óttum samstarf um. Guðni var maður óáreitinn um annarra málefni og / eða skoöanir og stundum að minu viti um of friðsamur i þeim efnum a.m.k. þegar mér fannst friðurinn of dýru verði keyptur, en hann gat lika verið æði fastur fyrir bæri svo við, og hann kunni þá list ógæta vel að vikja sér undan áföllum þætti honum það vænlegra til ðrangurs. Við Guðni ferðuðumst all oft saman og voru þær ferðir báðum til ánægju einnig um þá hluti sem umfram hinn beina vinnuþátt verzlunarferða varðar, þar sem hvor um sig gat látið að sinni sérvizku nokkuð. Ytra borð segir ekki allt og trúað gæti óg þvi að undarleg hefði á stundum þótt umræðan um gamlar byggingar, lögun gatna eða skipulag erlendra borga sem við skoðuðum saman. Guðni hafði ein- staklega næmt auga fyrir formi og lit og margbreytileik mannlifsins á hinumýmsustöðum. Þar var stundum staðnæmst af litlu tilefni augljósu og Sagt ,,sjáðu kontrastana” og jú þetta var auðvitað ljóst þegar á það hafði verið bent. Og svo var farið og hlustað á músik en þar og i búskapnum sá á Ijóðrænan þátt i fari annars miklu dulari manns en við flestra augum hlasti, en þannstreng sins innri manns sló Guðni með innileik en gát i senn og sýndi fáum. Starfsfólki sinu var Guöni vinsam- legur og velviljaður húsbóndi enda hélzthonum vel á fólki og viö leiðarlok %t ég honum fyrir hönd okkar allra sem hjá G. Ólafsson h.f. störfum þakkir fyrir samveru liðinna ára. Guðni Ólafsson lézt að morgni 30. floai s.l. rétt sem hann ætlaöi af stað uustur að Arbæjarhjáleigu til að sinna vorverkum og sækja sér enn nýjan þrótt og ánægju, andlát hans bar brátt °g óvænt að, en táknrænt er það fyrir hjartáyni og lifstrú Guðna að deyja inn * vorið. Systkin Guðna, venzlafólk og vinir sjá nú á bak traustum vini og bróður, þeim sendum við hjónin samúðarkveðjur. E. Birnir f Þórhalla Guðrún Benediktsdóttir Fædd 12.7 1945 Dáin 13.4 1976. 011 tilvera okkar byggist á andstæð- um birtu og myrkurs. Nóttin fylgir deginum, veturinn sumrinu og dauð- inn lífinu. Dagurinn og nóttin fylgjast föstum skoröum, sem menn og dýr eiga létt með að aðlagast. Undan vetr- inum flýja farfuglarnir til suðlægra landa, en viö mannverur gerum okkur æ betri klæðnað, hlýrri og vandaðri hi- býli til að mæta þessum vágesti, er ár- visst ber að dyrum hjá okkur, sem norðurslóð byggjum. Með dauðann gegnir öðru máli. Vissulega hefur mannkynið snúizt öndvert gegn honum með undraverðum árangri i formi bættra heilbrigðishátta og ótrúlegra læknavisinda. En framrás tilverunnar verður aldrei stöðvuð og þegar sláttu- maðurinn mikli reiðir til höggs af full- um þunga, verðum viö svo óendanlega smá og vanmáttug. Hver og einn verð- ur að hlýða sinu kalli án tillits til stundar eða staðar. Þegar mér barst sú harmafrétt, aö Halla væri dáin, fannst mér jökulkuldi heltaka mig, þetta gat ekki verið satt, mátti ekki vera satt. Vissulega gekk ég þess ekki dulin, að hún hafði eigi gengið heil til skógar frá fæðingu, en lifsþróttur hennar og lifsgleði fékk mann til að gleyma þvi i návist henn- ar. Hún talaöi aldrei um sjúkleika sinn, og eflaust hafa margir sem hún umgekkst ekki um hann vitað. Nær fimmtán ár eru liðin siðan ég kynntist Höllu, það var á Laugaskóla i Reykjadal. Fátt man ég eins vel þaðan og fyrsta fund okkar. Ég var á reiki um gangana, eftirvæntingarfull og ör- litið kviðin. Þá kom á móti mér sér- kennilega falleg stúlka, með kopar- rautt hár, hvatleg og glaðleg i fasi og sagði. „Sæl vertu, Halla heiti ég.” Frá þeim degi hélzt okkar vinátta. Halla á- vann sér vinsældir skólasystkina sinna með frjálsmannlegri framkomu, glaðri lund og hnyttnum tilsvörum. Hún var einstaklega góður félagi og trygg og trú vinum sinum. Hún haföi mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hikaði ekki við að láta þær I ljós óg standa viö sitt hver sem I hlut átti. Fátt var henni fjarlægara en fordild og sýndarmennska. Halla var i engu meðalmanneskja. Þessa dagana hefur mér oft i huga komið lýsingin forna og fagra. „Hún var skörungur mikill og drengur góður.” Þessi lýsing finnst mér gæti átt viö hana. Ótrúlega erfitt og sárt er að skrifa þessa kveðju til þin Halla vinkona min, og get ég tekiö undir orð vinar okkar, sem sagði sér auðveldara aö senda þér hinztu kveðju meö suðvestanblænum, en skrifa fátækleg orö á hvitan pappir. Fyrir hönd bekkjarfélaganna frá Laugum, vil ég færa eftirlifandi eigin- manni Þórhöllu, foreldrum og öðrum ástvinum, okkar dýpstu samúðar- kveðjur og vonum að allar góðar vætt- ir megi létta þeirra byrði. Að lokum, i nafni sama hóps, vil ég þakka þér Halla fyrir öll hin gömlu góðu kynni. I hugum okkar veröur þú geymd en ekki gleymd. Ef til vill, i ókunnri framtiö, kemur þú annað sinn á móti mér, með glettni i svip og gull i hári. Asgerður Pálsdóttir. *slendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.