NT - 19.11.1984, Blaðsíða 1

NT - 19.11.1984, Blaðsíða 1
Sókn, Dagsbrún og Eining: Samþykktu samningana ■ Kjarasamningarnir voru samþykktir á félagsfundum hjá Sókn og Dagsbrún um helgina. í Einingu á Akureyri fór fram atkvæðagreiðsla alla síðustu viku og þar voru samningarnir einnig samþykktir. í öllum fél- ögunum var meginþorri at- kvæða með samningunum en kjörsókn var léleg, 11% í Sókn, 8% í Einingu og ekki nema 2% í Dagsbrún. í Sókn greiddu atkvæði 356 af 3.300 félöguni. Já sögðu 333, nei sögðu 19 og 4 seðlar voru auðir. í Dagsbrún mættu rúnt- lega 100 af 5.000 félögum á fund. Já sögðu 95 og nei sögðu 14. í Einingu þar sem atkvæða- greiðsla var skrifleg og fór fram á deildarfundum í félaginu sögðu 138 já, 34 nei og 13 seðlar voruauðir. Rúmlega 3.500 voru á kjörskrá. - nýr formaður Alþýðuf lokksins ■ Jón Baldvin Hannibalsson, hinn nýi formaður Alþýðu- tlokksins, lyftir hér hnefa þegar úrslit í formannskjöri flokksins lágu fyrir á laugardag. Hinn nýi formaður er 45 ára gamall, hagfræðingur að mennt og hefur unnið við kennslu og blaðamennsku auk þess sem Jón hefur setið á þingi frá 1982, en var varaþingmaður áður. Nánari fréttir af flokksþingi Alþýðuflokksins á bls. 9. NT-mynd: Árni Bjarna Nýtt fisk- verð 1. des. ■ Lagafrumvarp sem heimilar að nýtt fiskverð taki gildi 1. desember í stað áramóta verður væntanlega afgreitt frá Alþingi í vikunni. Það er Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra sem leggur frumvarpið fram í dag en þessi flýtir á fiskverðs- hækkun er talinn nauðsynlegur í kjölfar launahækkana og gengis- fellingar. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur enn ekkert rætt hverjar hækkanirnar eiga að vera en gerir það væntanlega í ljósi gengisfellingarinnar nú í vik- unni. Ofbeldismaður gengur laus Þriggja bíla árekstur ■ Harður árekstur varð á mótum Vitastígs og Skúlagötu í fyrrinótt. Þrennt var ilutt á slysadeild en meiðsli ekki talin alvarleg. Escortinn í miðið á myndinni hugðist beygja af Skúlagötu upp Vitastíg þegar Benz sem var á eftir honum rakst á hann og henti honum inn á ytri helming vinstri akreinar þar sem hann varð svo fyrir Mözdunni lengst til hægri á myndinni. Escortinn er mikiö skemmdur en hinir tveir minna. NT-m.vnd Svenir ■ Árásarmaðurinn sem réðst á 16 ára stúlku í Seljahverfi aðfaranótt laugardagsins er enn ófundinn og eru allar upp- lýsingar um málið vel þegnar hjá rannsóknalögreglu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum réðist maðurinn á stúlkuna þegar hún var að koma heim til sín af skemmtistað. Hann náði stúlkunni í anddyri heimilis hennar og hélt henni. Henni tókst þó að kalla á hjálp og flúði árásarmaðurinn þegar móðir stúlkunnar gerði atlögu að honum. Hann var grímu- klæddur, talinn vera á þrítugs- aldri, grannur meðalmaður á hæð með Ijóst slétt hár, klæddur brúnvatteraðri úlpu. Gengisfelling í dag - stefnuræða forsætisráðherra á fimmtudag ■ Seðlabankinn mun til- kynna nýja gengisskráningu síðdegis í dag og á ríkisstjórn- arfundi.semhefstkl. 18verður formlega gengið frá gengis- lækkun krónunnar. Hún verð- ur um 10%, en undanfarnar vikur hefur gengið sigið um nálægt 4%. Gjaldeyrisdeildir bankanna verða því lokaðar í dag, en opnaðar aftur í fyrra- rnálið. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í sam- tali við NT í gærkvöldi, eftir fund með nokkrum ráðherrunt og sérfræðingum í efnahags- málunt, að tillögur að mildandi aðgerðum vegna gengisfelling- arinnar væru ekki fullmótaðar enn. Þar inn í spilaði endur- skoðun fjárlaga og ekki sæi fyrir endann á henni. Efna- hagsráðstafanirnar munu þó að mestu leyti liggja fyrir á fimmtudag, en þá ætlar for- sætisráðherra að reyna að flytja stefnuræðu sína. Mánudagur 19. nóvember 1984 - 259. tbl. 68. arg Tveimur nauðgað - og tveir menn sitja inni ■ Tvær konur kærðu nauð- ganir til rannsóknarlögregl- unnar í gær og sitja báðir þeir ákærðu inni. Málin eru óskyld og áttu sér stað í Reykjavík seinnipart laugardags og að- faranótt sunnudags. Hvað fyrri nauðguninni við- víkur ber kona að hafa vaknað upp við það að verið var að hafa samræði við sig. Hún hafði þá verið við drykkju með fleira fólki fyrr um daginn og síðan farið að sofa. Hin varð með þeim hætti að kona íylgdi manni heim af skemmtistað þar sem hann kom síðan fram vilja sínum með ofbeldi. Gekk saman í nótt: Vestfirðingarnir fá ASÍ samninginn ■ Samningar tókust á milli Alþýðusambands Vestfjaröa og Vinnuveit- endafélags Vestfjarða um kl. 02 í nótt. Haföi samninga- fundur undir forsæti Guð- laugs Þorvaldssonar ríkis- sáttasemjara staðið frá því kl. 15 í gær. Samningurinn fyrir vestan er samhljóða þeim, sem gerður var á milli ASÍ og VSÍ þann 6. nóvember og gildir hann frá santa tíma. Vinnuveitendur lögðu fram ASl-VSI samkomulagið og var það á endanum samþykkt óbreytt, þrátt fyrir tilraunir ASV manna til að fá inní samninginn endurskoðunará- kvæði, ef kjör sjávarútvegsins yrðu bætt verulega á samnings- tímanum. Samningurinn verður borinn undir atkvæði á félagsfundi í ASV og skal því lokið fyrir 8. desember. Innbrot hjá sendiherra ■ Brotist var inn í kjall- ara húss franska sendi- herrans í gærkvöld. Rúða var brotin og blóðdropar á hurðum bera þess vitni að inn var farið en einskis er saknað. Sendiherra- hjónin urðu vör við unt- ganginn en þegar lögregl- an kom á staðinn var spell- virkinn á braut. Glugginn sem farið var inn um er mjög lítill eða 40 sinnum 75 sentimetrar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.