Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 14. október 1957 Frm.istæðir menn eru vanir því að skýra öll fyrirbæri nátt- úrunnar og mannlífsins á trúar- legan og dulrænan hátt. Þeir trúa því, að í flestu því sem skeð- II ur séu dularöfl að verki, öfl, sem oft geti verið hættuleg, ef mann- fólkið kemur ekki fram á réttan hátt gagnvart þeim. Þessi dul- ræni eða magiski hugsunarháttur gerir það að verkum, að flest fyrirbæri lífsins eru með frum- stæðum þjóðum umgirt allskonar trúarlegum hugmyndum og siða- reglum. Þetta gildir ekki hvað sízt um allt það, er lýtur að æxl- un og f jölgun mannfólksins. Æxl- un dýra og manna eru með flest- um hinum frumstæðari þjóða tal- in harla dulræn fyrirbæri, sem stjórnað sé af máttugum kyngi- öflum. Og í sambandi við þetta allt eru til óteljandi trúarlegar seremóníur og fáránlegar hug- myndir af ýmsu tagi. Sáning korns og æxlun búfjár eru mjög víða taldar helgiathafnir, og stundum eru haldnar trúarhátíð- ir í sambandi við þetta, hátíðir, sem stundum eimir lengi eftir af rnéðal sveitafólks í siðm’enntuð- um löndum. Enn í dag eimir eft- ir óf fornum hugmýndúm af því tagi í ísléri'zkúm sveitum, til dæm is í allskonar hjátrú í sambandi við liknarbelg nautpenings. Það er því ekki að furða, þótt margvísleg þjóðtrú hafi mynd- azt í sambandi við æxlun mann- fólksins sjálfs. Ef athugaðar eru hugmyndir og siðareglur frum- stæðra þjóða á þessu sviði má finna margt, sem okkur þykir furðulegt og í mesta máta fárán- legt. Ölaíur Hansson, menntaskólakennari: Flestum frumstæðum þjóðurn er ljóst sambandið milli samfara og barnsgetnaðar, en þó eru til ýrnsar undantekningar frá þessu. Allvíða eru til þær hugmyndir, að börn séu stundum eingetin, móðirin geti eignazt þau án til- verknaðar karlmanns. Og svo er að sjá, að þessar hugmyndir séu ékki aldauða með menningarþjóð um, því að alveg nýlega hélt stúlka í Englandi því fast fram, að hún hefði eignazt eingetið barn. Og Þórbergur Þórðarson segir í bréfi til Láru, að sú saga hafi gengið í Suðursveit á hans sokkabandsárum, að trekkvindur inn hafi átt barn með stúlku. Það var mær, sem nefnd var Guðrún Trekkvindsdóttir. Víða er til sú trú, að guðir eða andar eigi stundum börn með mennskum konum. Þetta þekkist í mörgum sögum Forn Grikkja. Og í íslenzkum þjóðsögum kem ur það fyrir, að huldumenn eigi börn með stúlkum úr mannheim- um. Hjá frumstæðum þjóðum er mjög víða til sú írú að illir and- ar sækist eftir því að eiga -böm með ménnskum konum. Verða í þær matgs að gæta' 4il að sllkt ólán hendi þær ekki. Oft bera þær á sér sérstaka verndargripi, til að ltoma í veg fyrir þennan voða. — Hjá flestöllum þjóðum | er til alls konar hjótrú í sam- 1 bandi við þungaðar konur. Sums ' staðar eru þær tabú og mega ■ ekki umgangast annað fólk nema ! eftir sérstökum siðareglum. Hitt ■ er þó algengara, að þær séu að- eins taldar tabú rétt fyrir fæð- inguna. Það er mjög algengt, að alls konar hlutir séu tabú fyrir þungaðar lconur. Þær mega ekki neyta sumra fæðutegunda um meðgöngutímann, t. d. ekki borða kjöt ýmissa dýrategunda. Stundum eru þetta hættuleg dýr, og er þá talið, að barnið íái þeirra vondu eiginleika. Stund- um er þó ekki þessu til að dreifa. Um alla Evrópu þekkist sú þjóð- trú, að ef kona borði hérakjöt um meðgöngutímann fæðist barn hennar með skarð í vör. Slíkt skarð er kennt við héra á mörg- um tungumálum álfunnar. Stund um er það talið nóg að kona sjái héra, á meðan hún er þunguð, þá fái barnið þetta líkamslýti. í íslenzkri þjóðtrú eru til ýmsar hugmyndir af þessu tagi. Ef þunguð kona borðar rjúpuegg verður barn hennar freknótt. Og ef barn fæðist með valbrá eru til svipaðar skýringar. Valbráin kemur stundum af því, að móðir- in hefur borðað kjöt valsleginn- ar rjúpu, stundum er það nóg að hún sjái fálka og enn fleiri skýr- ingar eru til á valbránni. Fágæt- ari er hér á landi óttinn við seli í þessu sambandi', en þó er hann , til. Ef þunguð kona neytir sela- t kjöts verður barn hennar með Veðdeildar Landsbanka íslands (B.-ílokkur 3) eru til sölu í afgreiðslu- sal Útvegsbankans. Grunnvísitala flokksins er 187. Bankavaxtabréfin og vextir af þeim, sem er 5 lh % eru undan- þegin framtalsskyldu og skattírjáls og má verja fé ómyndugra og opinberra stofnana til kaupa á þeim. Greiða má skatta og opinber gjöld með vaxtamiðum bréfanna. Bréfin eru tryggð með, ábyrgð ríkis^jóðs auk anndrra trygginga. Útvegsbanfci íslands stundin nálgast fer hún út í skóg- selshreyfa í stað handa og stund um með selshaus líka. Stundum er nóg, að konan sjái sel ,til að þessi ósköp komi fyrir. Fæisng hjá írumstæSum þjóðum Fræðimenn fullyrða, að lang- oftast gangi konum meðal frum- stæðra þjóða miklu léttar að ala börn sín en kynsystrum þeirra hjá menningarþjóðum. Það er al- gengt, að konur eru komnar til vinnu sinnar fáum klukkustund- um eftir að þær hafa fætt börn sín, eins og ekkert hefði í skorizt. Hjá mörgum þjóðum Asíu, Af- ríku og Suður-Ameríku þekkist sængurlega alls ekki í sambandi við barnsfæðingar. í sambandi við fæðinguna sjálfa ríkja mjög ólíkar venjur hjá hinum ýmsu þjóðum. Sums staðar fæðir kon- an barn sitt 1 einrúmi. Þegar arrjóður eða á annan afvikinn stað og elur þar barnið, án þess að nokkur sé viðstaddur. Oft tek ur hún þó með sér yfirsetukonu, en þann starfa annast gamlar konur með mörgum frumstæðum þjóðum. Starf hennar er þó að mestu leyti trúarlegt, hún á að hafa yfir viðeigandi særingar og galdra formúlur til að létta fæð- inguna. Ef illa gengur eru stund um galdramenn þjóðflokksins kvaddir til. Það er trú margra frumstæðra þjóða, að hið ófædda barn viti sínu viti, hafi jafnvel vit og vilja á við fullorðið fólk. Yfirsetukon u rog galdramenn beina því oft máli sínu til barnsins, þegar þau eru að reyna að flýta fæðingunni. Þau lofa því gulli’ og grænum skógum, ef það vilji fæðast fljótt og vel. Einkum er reynt að freisla þess með loforðum um góðan mat og drykk. í þessum til gangi eru konur stpndum sveltar í nokkra daga áðrir en von er á barninp. Er þá talið, að barnið sé orðið syp soltið, að það verði fúsara til að fæðast og fá sér næripgu. En stundum lætur barn ið sé rekki ségjast og ’vill ekki fæðast, þrátt fyrir fögur loforð. Þá venda menn sínu kvæði í kross og grípa til hótana. Barn- inu er nú hótað öllu illu, «£ það I heldur áfram að þrjózkast við að fæðast, því er ógnað með hýð- ingu, meiðingum eða dauða. Það er útbreidd trú, að barn, sem er seint til að fæðast, geri þetta af stríðni, þvermóðsku og ótuktar- skap. Bæði í Mið-Afríku og Suð- ur-Ameríku þekkist hjá sumum þjóðflokkum sá siður að lífiáta þau börn, sem hefur gengið mjög erfiðlega að komast í þennan heim. Eiga sumir þeirra jafnvel sérstök tæki, sem eru ætluð til að stytta slíkum vandræðabörn- um aldur. Þetta fólk trúir því statt og stöðugt, að slík börn séu ekki á vetur setjandi, þau muni verða hættulegt óþverra- fólk og glæpalýður, úr því að þau sýndu af sér slíka þver- móðsku og mannvonzku þegar í fæðingunni., Víða þekkist það, að reynt er að létta fæöinguna með hljóð- færaslætti og söngvum, oftast trúarlegs eðlis. Þetta kvað tíðk- ast enn í dag meðal Gyðinga af hinum lægri stéttum, og meðal sveitafólks í Búlgaríu þekktist það fram á 19. öld. Hjá Forn- Grikkjum var .þetta alsiða, þegar svona stóðl á, voru su'ngnir þar til ætlaðir fæðingarsöngvar; og ■stundum var einnig leikið á flaut- ur. Sú trú þekktist allvíða, að það sé vænlegt til að flýta fæðingu að láta galdramann hrækja í and- lit hinnar fæðandi konu. Einkum er hrákinn áhrifamikill, ef galdra maðurinn hefur fastað í einn eða tvo sólarhringa áður. Hér kemur fram hin ævaforna trú á lækn- inga- og töframátt hrákans. Við erfiðar fæðingar meðál frumstæðra þjóða er þó stundum gripið til ýmissa aðgerða, sem ekki eru beinlínis trúarlegar. Hinni veiku konu var velt á ýmsa- vegu, henni hent í loft upp eða jafnvel sparkað í hana, og reyndar voru aðrar hrossalækn- ingar af svipuðu tagi. Sú trú var víða til, að gott ráð til að flýta fæðingu væri að láta konuna hrökkva við eða gera hana ofsa- hrædda. Maður hennar var stund um látinn koma og detta niður hjá henni sem steindauður væri. Stundum var það svo hjá Indíán- um, að ríðandi maður með al- væpni var látin þeysa fast að 1 konunni og ógna henni. Því var trúað, að hræðsla konunnar flýtti fyrirfæðingunni, en hætt : er við, að hú,n hafi stundum get- að haft alvarlegar afleiðingar. Það er ekki hjá öllutn þjpðum, að fæðingin fer fram í einrúmi eða að fáum viðstöddum. Sums staðar á Suðurhafseyjum, t. d. á Hawai, var fæðingin opinber at- höfn, sem allir fengu ókeypis að- gang að. Allir þorpsbúar streymdu að til að yera viðstadd- ir, jafnt karlar og kpnur, börn og gamalmenni. Stundum voru kon- ur látnar fæða í samkornuliúsi þorpsins til þess að fleiri kæm- ust að, og þar stóð maður við mann. Við slík tækifæri gerðu Malajarnir sér oft glaðan dag og drukku sig fulla, meðan á fæðingunni stóð, svo að söngur þeirra og drykkjulæti heyrðust .Framhald á 7. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.