Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Blaðsíða 8
DR EINU I ANNAD Ký leikriS — Rausn frændanna — Nýmæli á „Borg- | inni" — (Eausenhræ^ur. Leikritaskálcíin okkar hafa verið afkastamikil í sumar ef dæma amá eftir verkum þeim, sem koma eiga út í haust eða eru tilbúin til sýninga. í Þjóðleikhúsinu er til athugunar leikrit eftir Agnar Þórðarson — efnið er um hjónabönd í Reykjavík. Út kemur leikrit, Hin dauða hönd? eftir Kristján Albertsson og fjallar um pólitíska flóttamenn. Einar Kristjánsson Freyr hefur og ritað leikrit — dialetisk efnishygga — og þeir bræður Jón Múli og Jónas Árnasynir hafa unnið saman að gamanleikriti, sem er tilbúið. ★ : Þeir frændur Ásbjörn Ólafsson, heildsali og Ólafur Einarsson úr Grindavík eru höfðingjar miklir, og athafnamenn annálaðir. Þá eru þeir hinir mestu veizlumenn ef svo ber undir, og rausn þeirra við brugðið. Eitt sinn er sagt að þeir yrðu samskipa með Gullfossi til K-hafnar. Heldur var dauft um borð fyrsta daginn, svo um kvöldið bauð Ásbjörn öllum farþegum 1. pláss upp á glas af víni. Mæsta kvöld barst sú skipan frá herbergjum Ólafs, að færa skyldi íarþegum 1., 2. og 3. pláss vínglas frá sér. Nú þótti Ásbirni ærin uppgangur frænda síns og gaf út skipan 3ja kvöldið að öllum far- þegum og skipshöfn skyldi borinn drykkur á sinn reikning. Fjórða daginn sátu þeir frændur á herþergjum sínum ásamt kunningjum, og bárust engin boð frá þeim. Kvöldið áður en komið var til Hafnar gekk Ólafur á barinn ófrýnn mjög og gerði boð fyrir yfirþjón: ,,,Skaltu“ segir Ólafur, „bera farþegum öllum og áhöfn drykk — en hella síðan tveim flöskum fyrir borð.“ Er Ásbirni bárust tíðindin, brá honum mjög, setti 'hljóðan um stund, en mælti síðan: „Mikill höfðingi er hann Ólafur — enda erum við náfrændur.“ , - - Sl. laugardag hófst nýmæli í matsölu á Hótel Borg. Jóhannes hóteleigandi býður nú gestum upp á „Kalt borð“ og eru þar fáan- legir fjölmargir réttir, íslenzkir, kjöt, slátur, fiskréttir, steikur o. s. frv., sem gestir fá við vægu verði. Mun láta nærri, að menn fái fylli sína fyrir ca. kr. 60.00 en það er mjög ódýrt miðað við hótelverð. „Kalt borð“ er aftur á boðstólum í kvöld, sunnudag, kl. 7—9 •— og mun ætlunin, að svo verði um helgar framvegis. Er hér um að ræða gott nýmæli, sem eflaust mun vel þegið, enda þægilegt fyrir t. d. hjón að bregða sér út — fá gott að borða — og sleppa ,við uppvaskið. ★ Þeir Clausenbræður, Örn og Haukur, eru háir menn vexti, myndarlegir á velli og svo likir að ókunnir þekkja þá ekki sundur, enda tvíburar. Örn er heimilisvinur hjá hjónum hér í bæ, en Haukur kemur þar sjaldnar. Eitt sinn komu þeir bræður til hjón- anna og biðu eftir eiginmanninum í bifreið Hauks. Þriggja ára snáði þeirra hjóna, leit inn í bílinn, sá þá bræður, hljóp í ofboði til móður sinnar og sagði: „Mamma, þarna er hann Örn Clausen — báðir“. í ★ Takið eftir; bráðlega munu heyrast setningar eins og: „hann er í siglingu" eða „skroppinn norður“ — þegar rætt verður um fjar- veru merkari borgara úr bænum. Eflaust mun sannleikurinn vera eá, að viðkomandi hafi verið nappaður ölvaður við akstur — en samkvæmt nýju löggjöfinni er minnsta sekt kr. 2000 — plús 15 daga varðhald, skilyrðislaust. Bezti brandari vikunnar: „Vangadans“ — eftir Svavar Gests. Bókin fæst eimþá.“ (Auglýsing í Vísi s.l. laugardag). MvsaH á að gera f kvöM? (SUNNUDAG). Gamla bíó: Viltu giftast? D. Bond. Kl. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Aida. S. Loren. Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Fjallið. S. Tracy. Kþ 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Söngstjarnan. C. Valente. Kl. 5, 7 og 9. Tripólibíó: Við erum öll morðingjar. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Stúlka í regni. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Tacy Cromwell. A. Ba>. er. Kl. 5, 7 -g 9. Laugarássbíó: Ásíarljóð til þín: B. Huttori. K'. 5, 7 og 9. Leikhús: Þjóðleikhúsið. Tosca. Guðrún Á. Símonar .Kl. 20.00. Iðnó: Tannhvöss tengdamamma. Emilía Jónasdóttir. Kl. 20.00. (Birt á ábyrgðar). Konungur hló Framhald af 5. síðu. ús, Kristínu, Svein. Þá koma margir snjallir málarar sem hafa verið útilokaðir með öllu. Af myndhöggvurunum hefur Ríkarður orðið einna mest fyrir harðinu á klessu- meistunmum. Mannamyndir hans skipta mörgum hundr- um. Flestar eru þær mjög góðar, en í tugatali eru ris- myndir hans svo frábærar að þær hafa ævarandi gildi. Brjóstmynd Ríkarðs af Matt- híasi Jochumss. í Þjóðleik- húsinu og rismynd hans af Sveinbirni Sveinbjörnssyni í gamla kirkjugarðinum (skammt frá gröf Jóns Sig- urðssonar) eru svo fullkomn- ar að þær gleymast ekki nein um heilskyggnum manni sem lítur þær augum. Til era eftir Ríkarð einan mannamyndir í tugatali, sem þjóðin á að hafa í listasafninu, bæði af sögulegum og listrænum á- stæðum. Núverandi menntámálaráð á að bjarga sæmd sínni og þjóðarinnar með gagnbylt- ingu í listasafninu. Að spá í spil Framhald af 5. síðu. hjartatía, laufanía, spaðaátta og tigultía, sem merkja: „Hjartatía — Óvænt gæfa og jnikil gleði - laufanía - sem stafar af óvæntum arfi — spaðaátta — en lítilsháttar veikindi gætu siglt í kjölfar gleðinnar — spaðatía — vegna erfiðs ferðalags." Nú er aðeins eftir á borðinu spilið, sem átti að „koma á ó- vart“. En samt verðum við fyrst um sinn að láta það ósnert — en safna saman hinum spilunum, stokka, draga og gefa í þrjá búnka, og gleyma ekki við fyrstu gjöf að bæta öðru spili við það „óvænta". Eftir að búið er að skoða og skýra búnkana þrjá eins og áður hefur verið lýst, verður enn einu sinni að safna spilunum saman og viðhafa sömu aðferð við skiptingu þeirra og þá bæt- ist þriðja „óvænta" spilið við. Að -lokum eru svo þessi þrjú spil skoðuð, og ef við gerum ráð fyr- ir, að þau séu hjartasjö, laufagosi og spaðadrottning, þá ber að túlka það á þennan veg: „Hjartasjö — ánægjulegar hugs anir og vinsamlegar fyrirætlanir — laufagosi — dökkhærðs, ungs manns — spaðadrottning — í garð illrar konu eða ekkju, sem leiðir hann út í mikla ógæfu.“ Senrii B„ ..i B- síð’v a *" verölaunakrossgáíu K . n öðrum greinum er hann fékn verðiaunin úr „Móðurmálssjóði?“ Frébær mynd í Tripolibíó sýnir nú frábæra franska mynd, Vér erurn öll morðingjar, gerða af snill- ingnum André Cayette. Efnið er nm dauðarefsingu, rétt- Vilhjálmur Þór er nú kom- mn heim svo rétt til að varpa mæðiimi milli síáttuferðanua. Svo atorloisamur maður aim sér eMá hvíidar og er haxm nú teldn til óspilitra málanna \1ð húsasmíði og iimréttiisg- ar, því að svo sem alkimmigt er, er Vjíhjáfmus- öðrum frem uf hugkvæmur á því svlði. Er haún var utanríkisráðherra lét líann umturna öllu í gaœla Etjóraarráðinu og gsra sjalf um sér einkáskrifstofu, sem t þá daga var talin sú stærsta siniiar tegimdai* hérlendis, enda náði hún yfir hálfa lengd gamla Betrunarhúss- ins. Nú ku yfirmánai seðla- pressuanar þykja fuíl þröngt um ssg í gamia 'Landsbankas- um og er tekin til að rútta til og mun tilætlunin að smíða hæfilega umgerð eða a. m. k. einkaskrifstofu sem enn nú beri af öllu, sem licT á landi hefrr áður þekkzt, emla smíð iM jstnaðurinn áætlaður 1 uni nema um 4—5 smáíbúð- rurlámtm. Væntanlega verða hiíí uýju Imsakynm höfð al- menningi ti! sýais, er veridnú er lokio. rnæti hennar og nauðsyn. Höf undur bregður upp nokkrum skyndimyndmn úr lífi nokk- urra afbrotamanna er bíða lífláts. Er þar á nokkurn hátt reynt að skýra aðdraganda morðarma, skilyrði og mennt- un hvers eins, hugsunarhátt hans og rökvísi. Hinir dauða- dæmdu eru úr ýmsum stétt- urn og tilefni glæpa þeirra ó- lík. Le Guen, hinn fákæni morðingi, fyrrv. meðlimur andspyrnuhreyfingarinnar — Dr. Dutoit, eiturbyrlári — Gino, Korsíkumaðurinn, alinn upp í Vendettu-hugsjóninni — og Bauchet, sem í æði myrti dóttur sína, barn að aidri. Þama eru þeir, allir í klefa hinna dauðadæmdu, en film- an rekur iífsferil hvers eins, misjafnlega, en þó nógu vel. Og síðan fýlgjum .við þeim á aftökupallinn. Myndin gerir hvorki að réttlæta né afsaka — hún sýnir aðeins stað- reyndir. Eftirminnilegust er ! saga Le Guens, hins fávísa, ; menntunarlaúsa olbogaharns, scm raunverulega skilur ekki örlög s:n — hvorki morð sitt né afleiðingar þsss. Þetta hlutverk er snilldarlega leik- ið af Mouloudji (sjá rnyncT). Önnur hlutverk era og mjög vel leikin t. d. Dutoit, A. Balpstré, læimir, menntaður, hæðinn og karlmannlegur, einskonar Þórir jökull á af- tökustað. Eg vil einöregið ráðleggja öllum að gera sér.ferð og sjá þessa frábæru mynd. A.B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.