Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 13
klp-Reykjavík. Áhugi almennings á knattspyrnu íþróttinni hefur minnkað veru’ega á undanförnum árum. Hvernig sem á þvi stendur hefur þeim fækkað verulega undanfarin ár, sem koma til að sjá knattspyrnu, en þó sér- staklega á síðasta ári. Það má segja, aS það teljist til stórtíðinda, ef vel er mætt á leiki, sem fram fara hér í Reykjavík, en um aðra staði á landinu vitum við ekki glöggt. Þar er þó aðsókn svipuð ár eft- ' ir ár, enda yfirleitt meiri áhugi úti á landsbyggðinni fyrir að fylgjast með sínum mönnum heldur en hér í Reykjavík. v ' Þó eru undantekningar á því ' og fer það mest eftir hvað lið við- komandi bæjar er framarfega í keppni. Ef liðinu vegnar vel, er vel mætt á völlinn, en gangi því ver eru aðeins þeir áhugasömustu sem mæta. í Reykjavík gildir önnur regla um þetta, því að þar fer a'ðsókn minnkandi með hverju ári og gild- ir einu hvo"t Rey.kjavíkurfélag er framarlega eða ekki. Árið 1969 var aðsókn að knatt- spyrnuleikjiim í Reykjavík 6000 manns minni en árið 1968- Seldur var aðgangur að 80 feikjum á ár- inu 1969, en 1968 að 75 leikjum. Heildaraðsókn var 75.500 manns ár ið 1969 en 81.500 árið 1968. í ár er búizt vi'ð enn minni að- sókn hér í Reykjavík. Þunnskipað er í hina nýju stúku á Laugardals- vellinum á öllum leikjum í 1. deild til þessa, og á leiki í Reykja víkurmótinu og í 2. deild koma aðeins fáeinar hræður tif að horfa á höfuðborgarpiltana leika. Árið 1965 og 1966 náði aðsókn að leikjum í 1. deild hámarki hér í Reykjavík en þá var meðaltal á leik um 1950 manns, en þess má geta, að þá voru leiknir aukaleik- ir. Síðan hefur aðsókn fari'ð minnk andi ár frá ári og var s. 1. ár 1268 manns eða svipað og 1961 og 1962, en þá voru leiknir mun færri leik ir í 1. deifd. Ástæðurnar fyrir þessu eru ef- laust margar. í efsta sæti er lík- lega sú, að leikjum hefur fjölgað mikið og endalaust tekur fólkið ekki við Önnur ástæða er sú, að mörgum finnst knattspyrnan lé- legri nú en fyrir nokkrum árum, en um slíkt er enúalaust hægt að deila. Hver svo sem ástæðan er, verð- ur stjórn KSÍ, forráðamenn knatt- spyrnufélaganna og .'eikmennirnir að taka höndum saman til að auka hróður íþróttarinnar, svo að hún falli ekki í sömu gröf og margar aðrar, þ. e. a. s. að fara fram fyrir Reykjavíkurmótið Ár 1960 1961 ^962 1963 Aðsókn 7799 7810 11394 11989 Meðaltal 780 781 1036 999 Leikir 10 10 11 12 1. deildin Ár 1960 1961 1962 1963 Meðaltal 945 1202 1208 1327 Leikir 15 15 16 15 Aukal. 1 tómum pöllum og fyrir ofan garð og neðan hjá þorra iandsmanna. Fyrir þá, sem gaman hafa af tö-I- um, er hér aðsókn að ieíkjum í Reykjavík undanfarin 10 ár og seg ir hún meira en mörg orð og mynd ir: 1964 1965 1966 1967 1968 1969 11195 8664 7237 5609 7103 4167 933 866 724 561 718 417 12 11 10 11 10 10 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1140 1958 1966 1445 1205 1208 21 16 17 16 15 10 1 1 2 1 BREYTT FYRIRK0MULAG Á BIKARKEPPNI KSÍ B-liðin ekki með - undankeppnin svæðis- keppni - 16 lið taka þátt í aðalkeppninni ■ klp—Reykjavík. Annað stærsta knattspymumót sumarsins er nú a® hefjast, en það er Bikarkeppni KSÍ. Keppnin er nú með öðru sniði en venjulega, því b-lið félaganna, sem hingað til hafa tekið þátt í henni, og oft gert skurk í leikinn, en þó sérstaklega b-lið • KR, fá ekki að taka þátt í henni, og er haldin sér bikarkeppni fyrir þau. Sú keppni hófst snemma í sum- ar, ea hún mun hafa farið eitt- hvað skakkt af stað, því kærur hafa borizt á marga leiki, þar sem , leiMfmi hafi verið of stuttur, en hvernig þeiim hefur lyktað vitum við ekki um. í aðalbikarkeppninni taka þátt ðll a-lið 1., 2. og 3. deildarliðanna, og er fyrirkomulagið svæðis- keppni til að byrja með. Leikið er í 4. riðlum, Suður- lands-, Vesturlands-, Norðurlands- og Austurlandsriðli. í undankeppn inni taka þátt 2. og 3. deildarlið- in, en 1. deildarliðin koma inn í aðalkeppnina, þegar undankeppn- inni er lokið, en í aðalkeppninni taka þátt 16 lið, a.m.k. eftir leikja bókinni að dæma. í svæðiskeppninni taka iþátt eft- irtalin lið: Suðurland: Þar eru 11 lið úr 2. og 3. deild, og fer fyrsti leikurinn fram í kvöld, en þá leika FH og Njarð- vik. Leiknar eru 3 umferðir og kom ast 2 lið í aðalkeppnina. Liðin, sem leika eru þessi: Breiðablik, FH, Haukar, Þrótt- ur, Selfoss, Ármann, Hrönn, Hvera gerði, Freyr Stjarnan og Njarð- vík. • Vesturland: Þar taka 4 lið þátt í keppn- inni: Hörður og Vestri frá ísa- firði og Víkingur Ólafsvík, og Umf. Skallagrímur, Borgarfirði. Norðurland: Þar eru einnig 4 lið, og eru það Leiftur, Ólafsfirði, Tindastóll, Sauðárkróki, KS, Siglufirði og Völsuagur, Húsavík. » Austurland: í undankeppninni taka þátt a.m. k. 8 lið, eða öll liðin, sem leika í 3. deild. Ekki er okkur kunnugt um hve- nær þessari keppni á að vera lok- 'ð, en aðalkeppni bikarkeppninnar mun að öllucn líkindum hefjast um miðjan september, eða að lok inni keppni í 1. deild. Jafnvel á landsleikjum er oft þunnskipað í stúkunni, eins og þessi mynd sýnir glögglega. 7. fimmtudagsmótið í kvöid Sjöunda fimmtudagsmót frjáls- fþróttacnanna fer fram á Mela- vellinum í kvöld, og hefst kl. 19.30. Kept verður í eftirtöldum grein uni: Karlar, 100 m. hlaupi, 200 m. hlaupi, 4x100 m. boðhlaupi, spjót kasti, kringlukasti, sleggjukasti, stangarstökki. hástökki og lang- stökki Konui. 100 m. hlaupi, 100 m. grindahlaupi, 4x100 m. boðhlaupi, hástökki og langstökki. LANDSLEIKIR SKATTPlNDIR - segir Albert Guðmundsson formaður KSÍ Albert G-uðmundsson, for- maður Knattspyrnusambands íslands, segir í viðtali í Morg- unblaðinu í gær, að ísland muni taka þátt í Olympíuleikj- unum í knattspyrnu 1972. Þessi frétt formannsins kem- ur nokkuð á óvart, því að fyrir örfáum dögum hafði íþrótta- fréttaritarar annars blaðs (ekki stjórnarblaðs) tal af fram- kvæmdastjóra KSÍ, og spurði hann um þetta sama efni, en hann svaraði því til, að engin ákvörðun hefði enn verið tekin um það. f þessu viðtali í Morgunblað- iau segir Albert cn. a.:, „Að vegna mikillar skattpíningar við landsleiki hérlendis stæðu landsleikir, sem leiknir væru hér tæpast undir kostnaði við að senda íslehzk lið út til keppni." Einnig segir hann að fjár- hagsafkoma sé erfiður Þrándur í Götu til þess að unnt væri að skapa þau verkefni, sem landsliðinu væru nauðsynleg til þess að ná settu marki, og væri það t.d. óljóst, hvað yrði um landsliðið og æfingar þess á næsta vetri. Þetta er engin ný frétt, og hefur formaðurinn margoft áður sagt slíkt hið sama. Ekki er hann einn ucn þessa skoðun, því Tíminn hefur oft tekið þetta mál fyrir, og erum við svo sannarlega sammála Al- bert í þessu . Hitt er svo annað mál, a@ Al- bert gafst kostur á að fá leið- réttingu á þessum málum í borgarstjórn, þar secn hann sitar sem fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, en þar fell hann á prófinu, þegar borin var upp tillaga um að lækka vallarleig- una. Það má því með sanni segja að það sé munur að vera for- maður íþróttasambandsins á kvðldin og borgarfulltrúi á dag imn! klp. FIMMTUDAGUR 6. ágúst 1970 11 TiMINN ÍÞRÓTTIR Minnkandi aðsókn að knatt- spyrnuleikjum í Reykjavík Áhorfendum fækkaði um 6000 manns 1969 - búizt við enn meiri fækkun í ár

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.