Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 2
TIMINN fimmtudagur e. &g&at iot* in lil lllf ISvartá f sókn — Við fengum 27 laxa í veiði- ítúrnum, og einn var 24 pund, sem er örugglega stærsti laxinn, er Veiðzt hefur í ánni svo menn muna, -sagði fengsæll laxveiðimaður 'Ásgrímur Agnarsson þegar hann leit inn til okkar í dag. Ásgrímur kom úr veiðitúr við Svartá á sunnu- daginn, og var hann að veiða í ánni frá 30. s.l. fram á sunnudag. — Þegar ég kom norður til Blönduóss, sagði einn góður mað- ur við mig að ekkert þýddi fyrir ‘mig, að fara til veiða í Svart^, ■æt.'aði ég mér að veiða á annað borð. En ég hafði trú á ánni, fór þangað og veiddi satt að segja iirmn meira en ég hafði búizt við. Eg hef verið við laxveiði mörg .íumur og veitt í mörgum ám. Finnst mér Svartá vera skemmti- legasta laxveiðiáin, sem ég hef •veitt í. að Víðidalsá undan skilinni. ‘Aðstaða við veiðar í ánni er góð, ’t.d. er nú búið að koma upp ágætu veiðihúsi þar. Nokkuð hefur verið 'gestkvæmt þar undanfarið, og því talsvert ónæðisamt fyrir veiðimenn er dvelja í húsinu. Frúin í Finns- tungu er ráðskona þarna og er hún mjög góð ráðskona að mínu áliti. — Hvað um stærð þeirra laxa sem þið fétagar veiddu? — Yfirleitt voru þeir 6—10 punda- Sá minnsti þriggja punda, SpegiISinn kominn út Ágústhefti Spegilsins er kom- ið út. Af efni blaðsins má nefna Lausnarorðið frá okkur Ebba, Vel sæmi, kvæði, smáauglýsingar, Krónukreist h.f. Úr gömtutn Spegli, Nýja flatarmálsfræðin, Tónlistarunnandi á listahátíð, ÍHeimscipraninni, Rakarinn minn sagði, Á að malbika yfir fótspor beztu sonu þjóðarinnar? Trúfrelsi er kristið hugtak, Brauðið og osturinn og iðnþróunarsjóður. — Blaðið er 32 síður, skreytt fjölda teikninga, sem eiga við efnið, eins og til er ætlazt. FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yöur snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlífðarkantar á hornum Ijós í loki — færanlegur é hjólum — Ijósáborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 Ieiðbeining3r- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555.— i út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938.^- kr. 21.530 — -f- út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934,— i út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31800— ! ut + 6 mán. RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 REYKJAVÍK SlM119294 en stærsti 24 pund, eins og ég sagði áðan. Veiddum við betur á maðkinn, en þó nokkra á flugu. — Hvar veiðist bezt í ánni? — Laxinn er um afla ána. Kast- aði ég fyrst niður við Blöndu og fékk þegar lax, þann fyrsta af þeim níu, sem veiddust á mína stöng þennan fyrsta veiðidag. Einnig veiðist vel við Blóta og við árbakk- ann þar fyrir ofan. Þá veiddi ég þrjá laxa á horninu fyrir neðan brú. En sem sagt, Svartá er orðin góð laxveiðiá, hvað sem Blönduóss- búar eða aðrir segja. — EB Aðalfundur Framsókn- arfélags Dalasýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Dalasýslu verður haldinn að Tjam arlundi í Saurbæ, mánudaginn 10- ágúst, og hefst hann kl. 21. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verð- ur haldinn sameiginlegur fundur hjá félögum cld •' og yngri manna í sýslunni, og kosnir fjórir til fimm menn á kjörlista til skoðana- könnunar vegna framboðs við næstu alþingiskosningar. Ennfrem- ur fer fram kosning eins manns í uppstillingarnefnd og kjör full- trúa á kjördæmisþing. Héraðsmót í Strandasýslu : Héraðsmót Fram- sóknarmanna í Strandasýslu verð ur að Sævangi laugardaginn 8. ágúst og hefst kl. 9 s.d. Ræður og á- vörp flytja Bjarni Guðbjömsson, al- þm., Már Péturs- son, lögfr. og Steingrímur Her- mannsson, framkv.stj. Skemmtiatriði annast Hjálmar Gíslason gamanleikari, og þjóð- lagatríið „Lftið eitt“. Hljómsveit Asgeirs Sverrissonar leikur fyrir dansi- Bjarni Hljóp Nixon á sig - eða ekki? SB—Reykjavík, miðvikudag. Verjendur í Manson-réttar- hnldunum reyna nú að fá málið fellt niður vegna ummæla Nix- ons forséta um að Manson væri beint eða óbeint sekur um átta morð. Verjand- inn, Roland Huges, segir um ummæli forsetans, að hann hafi misnotað æðsta embætti landsins til að dæma málalok- in fyrirfram. Talsmaður Hvíta hússins viðurkennir, að orð Nixons geti valdið misskiln- ingi. Það er eftirtektarvert, að þegar Nixoxn sagði þessi ör- lagaríku orð í ræðu sinni, stóð dómsmálaráðherrann, Mitchell, se«n er lögfræðingur, við hlið hans. Ummælin vöktu sem kunnugt er mikinn úlfaþyt um Bandaríkin. Reynt var með öllum ráðum, að koma í veg fyrir, að kvið- dómendur fréttu af þessu. Þeim var ekki leyft að tala í síma og blöðum var haldið fri þeim. Þá var þeim ekið i bil- um með gluggatjölducn frá Ambassadorhótelinu, þar sem þeir búa, til réttarsalarins. En allt kom fyrir ekki. Það var höfuðpaurinn í málinu, Oharles Manson sjálfur, sem hafði með sér dagblað í réttinn og dró það þar upp. Yfir þvera forsíð- una stóð: — Nixon segir Man- son sekan. Við lá, að uppþot yrði í réttarsalnum við þetta, en kviðdómendur fullyrða, að þetta muni ekki hafa nokkiur minnstu áhrif á úrskurð þeirra. Ronald Ziegler blaðafulltrúi Hvíta hússins hefur eftir beztu getu reynt áð afsaka orð for- setans og að hann hafi meint, að Manson væri álitinn sekur. Dómsmálaráðherrann, sem er lögfræðingur, eins og raun- ar Nixon sjálfur, sagði, að að sínu áliti, þyrfti forsetinn ekki að taka til baka nokkuð af þvi, sem hann hefði sagt. ' Steingrímur Már Aðalfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðarsýslu Aðalfundur Framsóknarfé- lags Borgarfjarð- arsýslu verður haldinn að Brún í Bæjarsveit, föstudaginn 7. ágúst kl. 21. Auk venju- legra aðalfunda- starfa mun Halldór E Sigurðsson alþingismaður, mæta á fundinum og flytja ræðu. Þá verður einnig á sama stað og tíma haldinn sam- eiginlegur fundur hjá félögum eldri og yngri manna i sýsíunni og kosnir fjórir til fimm menn á kjör- lista til skoðanakönnunar vegna framboðs við næstu alþingiskosn- ingar., Ennfremur fer fram kosn- ing eins manns í uppstillingarnefnd og kjör fulltrúa á kjördæmisþimg. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla Aðalfundir Framsóknarfélag- anna í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu verða haldnir sunnudag inn 9. ágúst næstkomandi að Breiðabliki. Hefjast fundirnir kl. 3 eftir hádegi, Auk aðalfundar- starfa verða valdir sameiginlega af félögunum fjórir til fimm menn á kjörlista til skoðanakönn unar vegna framboðs fyrir næstu alþingiskosningar. FUF í Árnessýslu Félag ungra Framsóknarm. í Ámessýslu held- ur félagsfund að Eyrarvegi 15 Serfossi fimmtu-. daginn 6. ágúst, er hefst kl. 21,00. Jónatan Þor- mundsson próf- essor kemur i. fundinn og ræðir málefnalegan undirbúning 13. þings S-U.F. Einn- ig er á dagskrá inntaka nýrra fé-. iaga, kjör fulltrúa á 13, þing S.U.F. á Hallormsstað 28. — 30. ágúst, og önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjöi- menna, einkum er þýðingarmik- ið að trúnaðarmenn komi á fund- inn. Héraðsmót í V-Skaft. Framsóknarmenn í V.-Skaft. sýshi ha.’da héraðsmót a@ Kirkjubæjar klaustri laugar- daginn 8. ágúst og hefst það kL 9 s.d. Ræðu flytur Ha’ldór E. Sig- urðsson alþm. annast Jörundur gamanleikari og þjóðlagatríóið „Þrír undir sama hatti.“ Hljómsveitin Tópas leikur fyrir dansi. Halldór Skemmtiatriði Guðmundsson, Kennedy tekinn fyrir noíkun eiturlyfja L NTB-Hyannis, miðvikudag. Róbert Kennedv yngri og R. Sargent Shriver, sonur fyrr um ambasadors Bandaríkjanna í París. hafa verlð handteknir og ákærðir fyrir misnotkun eiturlyfja. Piltarnir, sem báðir eru 16 ára, voru í dag yfir- heyrðir, ásamt 15 öðrum ung lingum. Lögreglan hefur ekki viljað láta neitt uppi um mál- ið. Áreiðanlegar heimildir segja, að barna hafi verið um mari huana að ræða Samkvæmt lög um í Massachusetts er fjallað um mál unglinga 16 ára og yngri hjá sérstökum unglinga dómstólum. Unglingarnir voru i sumar- leyfi i sumarbústað Kennedy- fjölskyldunnar við Hyannis Port, þegar bau voru hand- tekin. Sargent Shriver, sem var til skamms tíma ambassador í París. er nú á kosningaferða- lagi um Bandarikin. Robert Kcnnedy yngri, er næstelztur af 11 börnum Ro- berts Kennedy, sem myrtur var í júní 1968, og það barnið. sem sagður er ljfkjast föður sínum mest.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.