Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.01.1976, Blaðsíða 1
Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík i Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 Hafþór fer ó við- kvæmustu fiskimiðin BH-Reykjavik. — i dag, laugar- dag, leggur Hafþór upp i mánaðarleiðangur, til þess að kanna ástandið á viðkvæmustu fiskimiðunum hér við land. Er hér um að ræða mánaðarlangan leiðangur, sem flýtt var í gær vegna fregna um smávsugöngu i Djúpál. Verður það fyrsta verkefni Hafþórs að kanna þe ssa smáýsugöngu, en að þeirri rannsókn lokinni snýr hann sér að yfirreiðinni.sem áð- ur getur. Sagði Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknar- stofnunarinnar, í viðtali við Timann i gær, að jafnvel stæði til að Hafþór athugaði afla tog- ara i leiðinni. Það var skipstjóri á islenzk- um togara, sem lét Hafrann- sóknastofnunina vita af smá- ýsugöngunni i Djúpál. — Þessi skipstjóri lenti i göngunni og var heldur litið hrifinn af aflanum, eins og vænta mátti, sagði Jón Jónsson, forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunarinnar i við- tali við Timann i gær. — Ég álit, sagði Jón, að mál eins og þetta með smáýsugöng- una undirstriki hver þörf er á þvi að hafa ætið til taks skip sem senda má til athugunar á slikum málum. Leiðangursstjóri á Hafþóri verður Ólafur Pálsson, fiski- fræðingur, og skipstjóri Gunnar Auðunsson. „Þóf á miðunum" Gsal-Reykjavik — Brezku togararnir reyndu í gær að vciða eins og þeim var frekast unnt, en að sögn Jóns Magnússonar, tals- manns Landhelgisgæzlu, hífðu brezku togararnir undantekn- ingalaust upp veiðarfæri sin, þeg- ar varðskipin mæltu svo fyrir. i gærmorgun skipaði varðskip skipstjóranum á brezka togaran- um Ross Ramilles GY-53 að taka veiðarfæri sin úr sjó — og gerði hann það. Eftir það reyndi þessi sami skipstjóri að fá alla brezku togaraskipstjórana til þess, að neita að hlýða fyrirmælum varð- skipanna — en um það hefur sennilega ekki náðst samstaða, þvi aö togararnir hifðu allt af inn vörpur sinar i gær, þegar varð- skip nálgaðist. Brezku togararnir héldu sem kunnugt er aftur til veiða i is- lenzkri landhelgi, eftir að brezka rikisstjórnin bauðst til þess að veita þeim styrk vegna tapaðra veiðidaga. — Það má raunar kalla þetta þóf, sagði Jón Magnússon, tals- maður Landhelgisgæzlu, um ástandið á miðunum i gær, en þá voru úti fyrir Austfjörðum 32 brezkir togarar, 24 á Hvalbaks- svæðinu og hinir átta nokkru norðar. Á miðunum eru einnig fjögur ..verndarskip” og þau að- höfðust ekkert i gær. Kvað Jón þetta vera i fyrsta skipti i þorska- striðinu, sem ,,verndarskipin” skiptu sér ekkert af þvi sem gerð- ist. Jón sagði, að Landhelgisgæzlan hefði heyrt i talstöðvum sinum, að f jórir brezkir togarar hefðu i fyrrinótt siglt áleiðis á Noregs- mið, og tveir aðrir togarar hefðu tilkynnt i gærmorgun, að þeir hygðust halda á þau mið. I gærmorgun óskaði aðstoðar- skipið Othello eftir þvi við Land- helgisgæzlu, að fá leyfi til þess að flytja fársjúkan brezkan sjómann inn til Neskaupstaðar, — og var það leyfi fúslega veitt. Othello var væntanlegt inn til Neskaupstaðar i gærkvöldi. ♦ Brezkur togari að veiðum á H valbakss væðinu í gær. Varðskipið Ægir er hjá togaranum. Timamynd: Róbert. | RÆTT VID ERLEND EINARSSON, FORSTJÓRA SAMBANDSINS; Innlendur verksmiðjuiðnaður verður að njóta sömu kjara og útlendur auðmagnsiðnaður SALA IÐNAÐARDEILDAR SAMBANDSINS 3.1 MILLJARÐUR 1975 JH—Reykjavik. — Bráða- birgðatölur sýna, að iðnaðar- deild Sambandsins hefur selt iðnaðarvarning, bæði innan lands og utan, fyrir 3,1 milljarð árið 1975, og er það 74% aukning i krónuin talið frá næsta ári á undan. Atta hundruð manns hafa atvinnu við iðnað i vcrk- smiðjunum á Akureyri, en þar með er þó ekki öll sagan sögð, þvi að víða um land eru prjóna- stofur og saumastofur, sem reknar eru i samhandi við höfuðstöðvarnar á Akureyri og veita verulega atvinnu i mörg- um þorpum og bæjum. — Þessar tölur tala sinu máli um það, hversu stór i sniðum og mikilvægur verksmiðjuiðnaður Sambandsins er orðinn, sagði ErlendurEinarsson, forstjóri er Timinn náði tali af honum i gær. f verksmiðjum okkar er inn- lent hráefni fullunnið, og þar fær mikill fjöldi fólks trygga at- vinnu. Hvort tveggja er mikils virði ekki sizt eins og nú er ástatt um gjaldeyrismál og veiðiþol fiskistofna á islands- miðum. — Hversu mikill er út- flutningur iðnaðar frá verk- smiðjum ykkar? — Ég hef ekki enn á reiðum höndum nákvæmar tölur um það, hve mikill útflutningurinn varð á siðasta ári. En hann er mikill og fer sivaxandi. Hraður vöxtur sliks verksmiðjuiðnaðar krefst aukinna markaða erlend- is, og ég er nú einmitt á förum lil Ungverjalands til þess að vinna að viðskiptasamningi við ungverska samvinnusamband- ið. Um nokkurtskeið höfum við haft mikil og góð viðskipti við sovézka samvinnusambandið, og nú viljum við reyna að vinna okkur nýjan markað i Austur-Evrópu. Sendimenn lrá Ungverjum hafa verið hér að undirbúa þessa samninga. og auk verksmiðjuvarnings hafa Ungverjar hug á að kaupa nokk- uðaf loðnumjöli og fleiri sjávar- afurðir og litið eitt af kaseini. I staðinn kemur til greina að við kaupum ávexti og vefnaðarvöru til fataframleiðslu i Heklu. — Eru orkukaup ekki mikill kostnaðarliður hjá verksmiðj- um Sambandsins? — Stærstu verksmiðjurnar eru ullarverksm iðjan Gefjun fataverksm iðjan Hekla og skinnaverksmiðjan Iðunn. --------------*■ O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.