Ísafold - 25.01.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.01.1899, Blaðsíða 2
14 Magnús Jóhannspon, læknir á Sanðárkrók, Magnús Torfason, sýsluma'ftur, Magnús Þorsteinsson, prestur á Bergþórshv., Oddur Jónsson, læknir í Flatey, Ófeigur Yigfússon prestur í Guttormshaga, Óiafur Briem, urahoðsm. á Álfgeirsvöllum, Ólafur Helgason, prestur á Stóra-Hrauni, Páll J. Blöndal, héraðslæknir, Eichard Torfason, prestur á Kafnseyri, Sigurður Hjörleifsson, læknir i Grenivik, Sigurður Jensson, prófastur í Flatey, Sigurður Þórðarson, sýslumaður, Skúli Árnason, læknir í Ólafsvík, Skúli Skúiason, prestur í Odda, Stefán Jónsson, prestur á Staðarhrauni, Stefán P. Stephensen, próf í Yat.nsfirði, Theodór Olafsson, faktor á Borðeyri, Tómas Hallgrimsson, prestur á Völlum. Varla heyrist nokkur maður, ye-inu vandalaus, mæla því bót lengur, og má á því marka, hve nauða-óvinsælt það er og hefir verið jafnan; en é einmitt ágæt undirstaða til samkomulags í staf- setningarmálinu. Hins vegar heyrist rödd og rödd á stangli (í bréfum) andæfa lítið eitt ein- földun samhljóðanda á undan 3. sam- hlj. í sömu samstöfu, eða að minsta kosti fella sig ekki við hana í sumum orðum. Kunna t. d. ekki almennilega við að rita hygni, hrygð, hepni, hepnir m. fl.; finst það koma svo illa heim við framburðínn. En þeir gæta ekki þess eða hafa ekki athugað það, að að vilji þeir endilega fyrir framburðar sakir rita hyggni, hryggð, heppni, þá hljóta þeir einnig af sömu ástæðu að rita auggna, aggn, gaggn, eggna, geggn, geggna, maggna, lyggna, saggna -, lyggð, laggði, saggði; skeppna m. m. (fyrir augna, agn, gegn o. s. frv.; lagði, sagði, skepna); því enginn maður heyrir nokk- urn mun framburðar á g-inu eða p-inu einföldu í öllum þessum orðum. |>að verður tvöfalt í framburðinum í þeim öllum saman, öllum nýnefndum orðum, þar sem skólarithátturinn hefir áminsta stafi einfalda. Og alveg eins í hinum, svo sem flestum hlýtur að vera kunnugt, með því að fjöldi manna hefir langa ævi ritað þa einfalda (hygni, hrygð, hepni), og ekki nokkur ein einasta sál vílst á því, heldur borið viðstöðulaust fram: hyggni, hryggð, heppni. Og eigi stoðar heldur að bera fyr- ir sig, að í orðunum hygni og hepni m. m. sýni uppruninn, að fyrri samhljóðandinn eigi að vera tvöfaldur, með þvi að andmælendur báru ekki og bera ekkifyrir sig upprunann, held- ur framburð, og með því að þeir ættu þá einnig að heimta fastheldni við upp- runa í öðrum orðum, sem alveg eins er háttað, t. d. fara fram á að ritað sé sendt, en ekki sent; löggildt, en ekki liiggilt, o. s. frv. Auk þess er og á það að líta, að því er kemur til hinnar óþörfu og ó- fögru samhljóðendatvöföldunar, að það hefir þótt og mun jafnan þykja kostur á hverju ritmáli, að ekki só hafður meiri stafafjöldi í hverju orði eða hverri samstöfu en nokkur þörf er á, hvort heldur er vegna framburðar eða uppruna. Menn hafa í öðrum málum útrýrnt fjölda hljóðlausra stafa í ýms- um orðum og halda þeirri viðleitni á- fram. Hví skyldi þá eigi mega gera það eins í íslenzku? Hvað á að gera með að vera að rita hrennt, úr því annað w-ið er alveg hljóðlaust? Líkt má segja um je fyrir é. Er það ekki kostur á íslenzkunni, að hún hefir þar til einn staf fyrir tvo < öðr- um málum (fyrir je)l Eða ber nokk- ur maður á móti því, aS það sé kost- ur á íslenzku ritmáli, að það hefir staf- ina á, i, 6, ú, ý til að tákna hljóð, sem önnur mál sum þurfa tvo og þrjá stafi til? Hví skyldi þá eigi é mega njóta sama sannmælis? |>@ir, sem vilja útrýma é, eiga þá einnig að heimta á, í, 6, ú og ý útrýmt, og láta fara að rita á upp á dönsku: au; i upp á ensku: ea; 6 upp á írönsku: eau, o. s. frv.; annars eru þeir ekki sjálfum sér sam- kvæmir. |>að væri framför í því, eða hitt þó heldur! Svo grandvart er um það, að nokk- ur maður, sem á þetta mál minnist, munnlega eða bréflega, treystí sér til að koma með aðra líklegri tillögu til samkomulags heldur en Blaðamannafé- lags-samþyktina, að þeir bera ekki við að brjóta Upp á neinu öðru; þeir geta ekki nefnt eitt einasta atriði í sam- þyktinni, er þeir treysti sér til að segja um, að betur mundi hafa geng- íð að fá alment fylgi eða fullkomið samkomulag, ef það hefði verið haft öðru vísi. þeir vita, að svo er ekki. Frumkvöðlar og höfundar samþykt- arinnar gœtu auðvitað virt þetta sér til metnaðar; en orsökin er ekki speki þeirra eða glöggsæi, heldur sú forsjálni, að taka ekki upp neinar nýbreytnis- firrur, heldur halda sér við áóur al- tíðkaðan rithátt ýmissa hinna beztu rithöfunda vorra, koma að eins meiri samræmi í hann, og sníðaburt nokkrar ósnotrar og illa þokkaðar firrur í skóla- rithættinum. Nei, þeir segjaeAtó: »Ef þið hefðuð haft þetta eða þetta atriði öðru vísi, t. d. haldið je, eða haldið samhljóðendatvö- földuninni, eða rýmt alveg burtu y og ý og z, og tekið upp i, í og s í stað- inn, þá hefði verið hægra að fá al- ment samkomulag«; (en samkomulag- ið er aðalatriðið í þessu máli og aðal- tilgangur samþyktarfrumkvöðlanna). pað segja þeir ekki, af því þeir vita, að það er ekki satt. f>eir vita, að mikill fjöldi mentamanna og rithöfunda vorra hefir aldrei fengist til að þýðast je, þó að mentamannakynslóðin hafi verið upp fædd við það í hálfa öld, og þá hitt, að ekki hefir tilraunin að út- rýma y og ý og z gengið betur að sínu leyti, nema mjklu miður sé. f>eir bera ekkert af þessu fyrir sig, heldur hitt, »hvað þeim sjálfum finnist fyrir sitt leyti«. f>eir eru þá sem sé alveg búnir að gleyma tilganginum, samkomulagmu, og athuga ekki það, að það er bein leið frá samkomulagi, en ekki að því, ef hver um sig rígbindur sig við, hvað honum »finst« um þetta eða hitt nauða-smávægilegt atriði, og bera ef til vill fyrir sig, að hann hafi alt eins vel vit á þessu máli eins og samþyktarhöfundarnir (sem getur verið meira en satt; en — horfir jafnt sem áður til sundrungar). f>að er samkomulag eða sundrung, sem hér er um að ræða. Annað ekki. f>að er eins og um leiðangurinn gríska norður í fæssalíu í hitt eð fyrra, þótt ólíku sé saman að jafna að öðru leyti. Má vel vera, að sumir liðs- mennirnir, sem hver hafði sinn lands- uppdrátt í vasanum, og sögðu, að sér »fyndist« nú miklu réttara að haga förinni svona og svona, öðru vísi en ráð var fyrir gert og nauðsyn krafði, ef ekki átti alt að fara á tvíst og bast, — má vel vera, að það hafi alls ekki verið neitt vitlaust í sjálfu sér, sem þeim »fanst«, sumum hverjum. En allir sjá, að óðs manns æði hefði ver- ið fyrir þá að fara eftir því, sem sam- heldi og samvinnu áttu að gæta í leið- angrinum. f>að skal tekið fram, að gefnu tilefni, að áskorun Blaðam.félagsins um, a,ð að- hyllast stafsetningarreglur þess, þýddi ekki og þýðir ekki það, að fá menn til að heita því skilmálalaust, að ríta enga línu upp frá þessu öðru vísí en samkvæmt þeim reglum, heldur hitt aðallega, að þeir birti ekki neitt á prenti eftir sig með annari stafsetningu. f>ví það er, eins og hver maður sér, aðalatriðið, aðprentað mál íslenzkt sé alt með sömu stafsetningu. Auðvitað er jafnframt gert ráð fyrir, að hver sá, sem aðhyllist þessar reglur að því leyti til, þ. e. í því sem mest á ríður, í því sem á prenti birtist, muni vera sama máli fylgjandi ella. En hitt er alls ekki hugsunin, að t. d. rosknir menn, er notað hafa eldri ritháttinn ef til vill daglega í hálfa öld, fari að leggja hann niður og venja sig á annan rit- hátt (þótt afbrigðin séu nú raunar hvorki margbrotin né tornumin). Slíkt væri bæði ónærgætni og auk þess tóm þarfleysa. »Landeyðan«, öðru nafni »ísland«, uppvakningur- inn, sem minst var á í síðasta blaði, skreið loks á kreik sjálfan sunnudag- inn er var, eftir langvinnar særingar og harmkvæli. Ekki leynir það sér, að svo stendur á uppvakning þessum, sem ísafold spáði: að þó að blaðið látist eiga að verða hálfs mánaðar blað, þá er hug- myndin að eins sú, að gefa út 2—3 blöð, »til þess að skamma Isafold*, og slá svo í botn; og þá líklega um leið að láta kaupendurna ímynda sér, að blaðið haldi ‘áfram, til þess að þeir verði liðugri að borga eldri skuldir. Flónska er það að vísu af hlutað- eigandi »hluthöfum«, — ef þeir eru þá nokkurir til nema í tunglinu —; því bæði hefði verið kostnaðarminna fyrir þá að biðja eitthvert annað blað fyrir »skammirnar um ísafold«; það er ekki hætt við, að þær hefðu ekki komist að ;^og ekki er hitt heldur nema misskilningur, að betur muni ganga að ná inn eldri skuldum, ef blaðið heldur áfram að nafninu; gangi »hlut- höfunuma það til, þá hafa þeir látið vélast af annara fortölum, vegna ó- kunnugleika. En svo mikil flónska, sem það er, að vera að kosta upp á nokkrar arkir af sérstöku blaði til þess að »skamma ísafold«, þá væri hitt þó hálfu heimsku- legra, að ætla að fara að stofna nýtt blað, reglulegt blað, með þeim manni fyrir ritstjóra, sem hefir ný-drepið undir sér annað blað fyrir svo megnan ónytjungsskap og óhæfileik til blaða- mensku, að fádæmum sætir. Og að byrja svo þetta blað á því, að fylla helm- ing þess hér um bil (ö dálka!) með skammabulli um einn mann saklausan, mann, sem hefir ekki gert þeim og ritstjóranefnu þeirra annað en greiða, hvern greiðann á fætur öðrum (sbr. greinina í »Leynihlutafélag« í síð. bl.)! Geta þeir búist við miklu trausti og áliti almennings á blaði með öðrum eins ritstjóra, manni, sem auk þess byrjar sína nýju ritstjórn á því, að láta kúga sig til að taka upp staf- setningu, sem hann hefir marg-skuld- bundið sig til að hafna, og verið að myndast við aðberjast á móti undan- farið missiri? Ætli mörgum manni muni ekki fljúga í hug, að ekki mundi mjög torvelt að láta slíkan ritscjóra gera fleira móti sannfæringu sinni? þá hefði verið mun hyggilegra fyrir þá, að Iáta einhvern annan standa á blaðinu sem ritstjóra, — jafnvel hinn ónafngreinda yfirritstjóra, guðsmanns- efnið áttræða, sem á að »passa upp á réttritunina og — velsæmið«! (svo fagur- lega sem þess er gætt í 1. blaðinu!). Húnavatnssýslu 3. janúar 1899: HéÖan er fátt fréttnæmt að skrifa. Tíð- in kefir verið ákaflega umlileypingasöm síðan fyrir miðjan nóvember, ýmist rignt eða snjóað með aftaka livassviðrum af öll- um áttum. I sumum sveitum hér voru snjóþyngsiin orðin svo mikil, að óvenjulegt er, jafnsnemma vetrar; en þar sem snjólétt- ara var, var mjög vont á jörð af áfreðum. Um sólstöðurnar gerði góða hláku, svo að nú er alstaðar góð jörð, sumstaðar ágæt og núna um hátiðirnar hefir veðrátta ver- ið stilt og góð. Heilsufar er gott. Engir nafnkendir hafa dáið. Good-Templara-stíikur eru hér 2 eða 3, og eru 2 þeirra að minsta kosti í rniklum blóma, eftir aldri. Halda þær fundi sina furðanlega fjöruga og reglulega, og v-era í sveit. Annars hafa engar skemtisamkomur verið haldnar hér í vetur og verða að líkindum ekki. Sjónleikafélag það, er myndaðist á Blönduósi í fyrra vetur, og lék þá sjón- leiki, ætlar að sögn ekki að leika í vetur. Og er skaðinn . hættur fyrir því. Miklu þjóðlegri skemtun væri, að hinir góðu söngmenn, sem eru á Blönduósi og í grend við hann, héldu einhvern tíma »samsöng fyrir fólkið*. Það gæti tekist. Sjónleikir varla. í vor eigum vér austur-sýslungar að sjá af einum okkar hezta manni, Sigurði lækni Pálssyni, sem nú er orðinn héraðslæknir Skagfirðinga. Er hans af öllum, er honum hafa að nokkru kynst, sárt saknað, ekki einungis sem góðs og heppins læknis, held- ur sem ljúfasta og viðkynningarbezta manns. En fögnuður má kunningjum hans vera það, að Skagfirðingar taka honum tveim hönd- um, því þar hefir hann áður verið sem settur læknir. Sem nýnæmi fyrir fólkið að tala um má nefna það, að einn hreppsnefndaroddviti hér i sýslu fór svo hörðum orðum um sýslumann okkar, i hréfi til amtsins, út úr úrskurði, er sýslumaður hafði felt um sveitfesti þurfalings, að amtmaður lét höfða mál á móti oddvitanum. Rannsakaði það og dæmdi Þorleifur Jónsson alþm. Dæmdi hann oddvitann í 200 króna sekt eða OO daga einfalt fangelsi. Dómi þessum verð- ur að sögn áfrýjað t>l landsyfirréttar. Enginn heyrist tala hér um »pólitik«, ekki einu sinni þingmennirnir. Það er hvorttveggja, að þeir húa á afskektum dala- jörðum, enda verður ekki með sanni sagt, að þeir vinni mikið fyrir þann málstað, er þeir fylgdu í stjórnarskrármálinu á sið- asta þingi; og er þeim það þó ekki alveg vanvirðulanst, að láta jafnvel sum lítt merk blöð vera ein um }>að að fræða fá- fróða kjósendur sína um það mál; þvífáir lesa hér þingtiðindin, og |umir ekki nema þau hlöðfn, sem sá eða sá útsölumaðurinn hefir tróðið npp á þá Það er því ekki við miklu sjálfstæði að húast hjá æði- mörgum manninuin í því máli. Því gam- an væri að heyra menn gera sig vel skilj- anlega um stjórnarbótarmálið og hafa ekki annað fyrir sér -im það mál en ritstjórnar- greinarnar í »Islandi« og »Dagskrá«. Þó vant sé að segja, hvað fram kann að koma, þá trúi ég naumast öðru en því, að »valtýskan« verði ofan á í þessu kjördæmi; þvi hún er að mörgu leyti i samræmi við það, sem fram hefir komið á nokkurum sið- ustn þingmálafundum okkar. Siðan 1887 hefir oft verið hik á flestum hinum gætnari mönnum í þessari sýslu með að fyigja landstjórnar-frumvarpinu gamla. Hafa þeir þózt sjá fram á, að það mundi seint ná staðfestingu konungs, og þar að auki haft ýmislegt. við ]>að að athuga, og þegar það frumvarp hefir haft fylgi hér, hefir það verið af þvi, að þetta kjördæmi hefir ekki viljað einangra sig frá öðrum sýslum landsins, en séð, hvert aldan stefndi þar. Þó gátum vér ekki lengur danzað með í því að fylgja Benidiktsfrumvarpinu en þangað til 1895. Þá voru menn orðnir svo leiðir á því þófi, að þingmönnum var falið á þingmálafundi á Þingeyrum, að fara þingsályktunartillóguleiðina i málinu. Yar hún þó orðið lítið rædd í blöðunum, og ekki vissu menn þá, að hún hefði fylgi ann- arsstaðar á landinu, eins og t. d. í Yest- ur-Skaptaf.sýslu. Á þingmálafnndi 1897 var allur meiri hlnti fundarmanna með því, að þiggja stjórnarbótartilboð, ef það kæmi frá stjórninni og nokkur réttarbót væri i. Benidiktsfrumv. vildu menn með engu móti taka upp aftur, og var þingmönnnn- um þakkað af mörgum fyrir að hafa reynt þingsáiyktunartillöguna. Það væri því meira en undarlegt, ef Húnvetningar færu nú að taka að sér lands- stjórafrumvarpsúrþvættið gamla, sem þeir hafa (engi verið súróánægðir með, en þiggja ekki þá stjórnarbót, sem nú eru lík- ur til að fáist. Hagur almennings í þessu héraði yfir höfuð ekki góður. Gjöld til landssjóðs, sveita og verkafólks fara alt af hækkandi,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.