Ísafold - 25.01.1899, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.01.1899, Blaðsíða 4
61 ar hún ekki um annað en bróður 8inn«. |>eir kveðja og greifinn biður hana um vönd úr hvítum lárviðarblómum, sem hún hefir á brjóstinu. En hún tekur blómvöndinn af sér og stingur honum í höndina á Barnes. Hann verður steinhissa og Danella yglist á hann. Marína verður þess vör og segir hlæjandi: »í öllum bænum farið þér mi ekki að verða afbrýðisamur. Hr. Barnes á að fara með blómin til Ajaccio, og hitti hann bróður minn, á hann að fá hon- um þau og segja honum, að Marína þrái hann og hafi enga eirð í sínum beinum fyr en hann færi henni blóm- in aftur«. þeir ríða á brott og hún stendur kyr og horfir á eftir þeim. »Aðrar eins stúlkur eru ekki á Fifth Avenue í New York !« segir Barnes. »Ó nei. Mentunin hefir lag á að draga úr þess háttar upplagi. Marína ber í hjarta sér tvær ríkar ástríður, sem einkenna þjóðflokk hennar: ætt- jarðarást og ættrækni. En hún á ekki sinu líka, ekki einu siuni á Kor- síku. Meðan bróðir hennar lifir, elsk- ar hún engan annan mann«. »Valt er tiú að reiða sig á það« tek- ur Barnes fram í hlæjandi. »Hún gerir það ekki meðan ég er á lífi!« svarar Korsíkumaðurinn og ó- viðfeldinn kippur kemur í andlitið, svo Barnes sér glögt, hvar fiskur ligg- ur undir steini. »l!n þér ætli* til Ajaccio, svo hér skilja vegir okkar«. Að kveldi næsta dags er Barnes í Ajaccio og leggur á stað í klúbbinn í þeirri von, að finna Antóníó þar og lúka við hann erindinu. Fáment var í klúbbnum og í fyrstu hélt Barnes, að þar væri ékki nokkur sál; en ekki leið á löngu áður en hann heyrði háreysti inni í hliðarherbergi einu, eins og mönnum hefði sinnast þar, og nokkur veigamikil, engilsax- nesk blótsyrði, sem enginn útlending- ur hefði getað stælt. Hann gægist inn í herbergið og sér þar tvo franska foringja og einn ensk- an; það leynir sér ekki, að hann er frá einhverju enska herskipinu á höfn- inni, því að hann er í sjóliðsbúningi. Dsilan er um egipzka málið, sem um þær mundir vakti svo mikla úlfúð milli Frakka og Englendinga, og eink- um árið 1882, áður en stórskotahríð- in var gerð á Alexandríu. Mynd nokkur í Lundúnablaðinu »Punch,« sem liggur á borðinu í klúbbnum, hefir vald- ið misklíðinni. A myndinni er afar- mikið pálmatré, hlaðið egipzkum kók- oshnotum; franskur liðsforingi, sem á að tákna Frakkland, er að hrista ávext- ina niður og þeir detta beint ofan í kokið á þrekvaxna brezka ljóninu, sem liggur letilega undir greinum trésins. Deilan stendur sem hæst, þegar Barnes rekur höfuðið inn úr dyrunum. Annar franski liðsforinginn kallar Eng- lendinginn lygara og fær roknalöðr- ung í staðinn, svo hann rýkur um koll. Sjónleikarnir. Laugardaginn 28. jan., kl. 8 síðdegis Esmeralda. Sunnudaginn 29. jan., kl. 8 síðdegis Drengurinn minn. N o k k u r ágæt herbergi fást til leigu frá 14. maí næstkomandi við Lindargötu hjá Þorsteini Þorsteinssyni skipstjóra. Leiðrétting. Undir útfararþakkarorð- um, augl. í siðasta hl., stendur Sigríður Þorsteinsdóttir, en á að vera Guðríður Þorsteinsdóttir. Og dagsetningin á að vera 17. jan. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jan. 1861 er hér með skorað á þá, sem til skuldar telja í dánarbúi Jóakims Amundasonar frá Stóru-Vatnsleysu, að tilkynna skuldir sínar og sanna þær fyrir undirrituð- um skiftaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þess- arar. Skiftaráðandinn í Kjósar- og Gullbringusýslu hinn 5. jan. 1899. Franz Siemsen. Proclaina. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jan. 1861 er hér með skorað á alla þá, sem til skulda telja í sameignarbúi þeirra dáinna hjóna, Guðmundar Jónssonar og Guðrúnar Björnsdóttur frá Brekku í Vatnsleysu- strandarhreppi, að koma fram með kröfur sínar og sauna þær fyrir undir- rituðum skiftaráðanda innan 6 mán- aða frá síðustu birtingu auglýsmgar þessarar. Skiftarráðandinn í Kjósar-og Gullbringnsýslu h. 14. jan. 1899. Franz Siemsen. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr, op. br. 4. janúar 1861 er hér með á þá, sem til skulda telja í dánarbúi Hjartar sál. Hjálmarssonar hreppstjóra á Skíðastöðum, að tilkynna kröfursín- ar og sanna þær fyrir undirrituðum innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Hvammi 9. desember 1899. Fyrir hönd ekkjunnar Sigfús Jónsson. Héraðsfundur. Samkvæmt lögum 11. desember 1891 verður miðvikudaginn hinn 22. n. m. héraðsfundur haldinn í Good- Templarhúsinu í Hafnarfiröi kl. 11. f. hádegi og þar borið upp til sarnþykt- ar frumvarp, sem samþykt hefir verið af sýslunefndinni, um kynbætur hesta f Kjósar-og Gullbringusýslu. Ennfremur verða samkvæmt lögum 14. desember 1877 þá um leið borin upp til samþyktar tvö frumvörp, sem einnig hafa verið samþykt af hinni 8ömu sýslunefnd, annað um afnám hinnar gildandi samþyktar um þorska- netalagnir i sunnanverðum Faxaflóa, en hitt um afnám samþyktar um notk- un ýsulóðar á hiúu sama svæði. J>ar sem hér er að ræða um þýð- ingarmikil mál, er óskandi, að sem flestir sæki fund þenna. Sýslumaðurinn í Kjósar-og Gullbringusýslu h. 14. jan. 1899. Franz Siemsen. í hinu aflasæla plássi Ólafsvík fást til kaups 4 ný timburhús af ýmsri stærð með tilheyrandi kálgörðum og lóðum. Lysthafendur snúi sér sem fyrst til yerzlunarstjóra Einars Mark- ússónar, Ólafsvík. Félagið „Fram“. Hina heiðruðu meðlimi félagsins »Fram«, sem eiga ógreidd tillög sín í það fyrir árið 1898, bið ég vinsamlega að athuga, að þau áttu að vera kom- in til undirskrifaðs fyrir 1. nóv. þ. á. Reykjarfirði í Isafjarðarsýslu 27. des. 1898. Jón Finnbogason. Uppboðsauglýsing. þriðjudagana hinn 31. þ. m., 14. og 28. n m. verður opinbert uppboð haldið á húseign tilheyrandi dánarbúi Sigurðar J. Jónssonar. Húsið, sem er virt á 2400 krónur, stendur í Bakka- koti á Seltjarnarnesi. Hin 2 fyrstu uppboðin fara fram hér á skrifstofunni, en hið síðasta á sjálfri húseigninni, kl. 12 áhádegi. Söluskilmálar verða lagðir fram á hinu fyrsta uppboði. Sýslumaðurinn í Kjósar- og Gullbr.s. 13. jan. 1899. Franz Siemsen. Siífui-ður Uórðarson sýslumaður í Mýra- og Borfrarfjarðarsýslu Kunngjörir: Með því að ætla má, að skuldabréf þau með veði í fast- eignum, sem talin verða hér á eftir, sé ekki lengur í gildi, þá er hverjum þeim, er hafa kann í höndum eitt- hvert eða einhvar af bréfum þessurn, hér með stefnt samkvæmt lögum 6. nóvbr. 1897 til þess að gefa sig fram með þau í aukarótti Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, er haldinn mun verða á skrifstofu sýslunnar 12. laugardag í sumri ár 1900. Um bréf þau, er eng- inn gefur sig fram með til að halda þeim í gildi, mun verða ákveðið með dómi, að þau megi afmá úr veðmála- bókunum. Skuldabréfin eru þessi (og er fyrst tilgreind hin veðsetta fasreign, þá skuldunautur, þá veðhafi, þá dagsetn- ing bréfsns, þá fjárhæð skuldar, þá þinglýsingardagur): Bakkakot (hálft) í Skorradal: Guð- mundur Ólafsson; Björn Eyvindsson; f 1875, 133 kr. 33 a., 1876. — Efstibœr á Akranesi: Guðmundur Björnsson; M. Smith; 1875, upp- hæð ótiltekin, 1879. — Fljótstunga (5 hndr.): Guðmundur Pálsson; Kald- aðarnesspítalasjóður; 1861, 200 rdl., 3J 1862. — Gerði (ásamt Kjalardal): þórunn M. Stephensen; Hörgslands- spítalasjóður; f 1865, 500 rdl., 2T2 1866. — Glitstaðir (2 hndr.); Jón Sigurðs- son; yfir-fjárráðandi Mýrasýslu; -J 1875, 40 rdl., 1875. — Gullberastaðir (19 hndr.): Jón Jónsson; Arni Hildi- brandsson; Y 1876, 600 kr., 2¥9 1878. — Eóll í Lundarreykjadal (9 hnd. 66 al.); Lárus Bjarnarson; sparisjóður Reykjavíkur; f 1875, 600 kr., f 1876. — Hvítárvellir: Andrés Féldsted; við- Iagasjóður; 1877, 1600 kr., 1878. — Indriðastaðir (5 hndr.): Ólafur Helga- son; Thorchilliisjóður; 1877, 200 kr., y- 1878. — Rlettur: Siggeir f>órð- arson; sparisjóður Reykjavíkur; a¥91875, 400 kr., I 1876. — Kross í Lundar- reykjadal (12 hndr.): þórður J>. Jón- assen; læknasjóður; \2 1875, 600 kr., f 1876. — Litlabrekka á Akranesi: Ólafur Magnússon; Th. Gudmundsen; f 1877, upphæð ótiltekin, \5 1878. — Litlisandur: Helgi Guðmundsson; sparisjóður Reykjavíkur; 2T2 1875, 300 kr., l¥9 1876. — Melshús: Jón Magn- ússon; sparisjóður Reykjavíkur; f 1875, 200 kr., l® 1876. — Melshús: Jón As- björnsson; Th. Gudmundsen; f 1877, upphæðin ótiltekin, \5 1878. — Mið- fell eystra (20 hndr. f. m.): Stefán P. Ottesen ; Hörgslandsspítalasjóður ; 1860, 200 rdl., « 1861. — (')s: Einar Oddsson; læknasjóður; 1875, 800 kr., 1875. — Os: Einar Oddsson; viðlagasjóður; 1877, 600 kr., ffr. innritað 1877. — Skarðskot: Ó. M. Stephensen; Kaldaðarnesspítala- sjóður; V 1865, 500 rdl., 2VP 1866. — Skeljabrckka ytri: Asgeir Finnboga- son; Thorchilliisjóður; 1876, 200 + 300 kr., f 1877. — Spóamýr (2 hndr.): ■ Jón Sigurðsson; E. Th. Jónassen; f 1878, 100 kr., \e 1878. — Steinsholt: Hinrik Gíslason; Thorchilliisjóður; \s 1862, 60 rdl., 3f> 1863. — Stóruskógar: Jón Pétursson; bún.fél. Suðuramtsins; V 1876, 100 kr., V 1877. — Teiga- kot: Erlendur Erlendsson; M. Smith; 25 1876, 200 kr., \9 1876. _ yais. hamar (hálfur): Jónatan Salómonsson; Thorchilliisjóður 1876, 600 kr., 2/ 1877. — Vatnshamrar : jpórður þor- steinsson; ómyndugir; T\ 1875, 800 kr., f 1876. — Olvaldsstaðir (10 hndr.): Jóhann Jónsson; Guðrún þórðardóttir; 1877, 400 kr., V 1877. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu 21. desbr. 1898. Til staðfestu er nafn mitt og em- bættisinnsigli. Sigurður Uórðarson (L. S.) er til sölu. Ritstj. vísar á. Vottorð. I rúm 8 ár hefir kona mín þjáðst mjög af brjóstveiki, taujaveiklun og slæmri meltingu, og hafði hún þess- vegna reynt ýmisleg meðul, en árang- urslaust. Ég tók því að reyna hinn heimsfræga Kínalífselixír hr. Valdemars Petersens í Friðrikshöfn og keypti ég því nokkrar flöskur hjá J. R. B. Lefolii á Eyrarbakka. Og þegar hún hafði brúkað tvær flöskur, tók henni að batna, meltingin skánaði og taugarnar styrktust. Ég get því af eigin reynslu mælt með bitter þess- um og er viss um, ef hún heldur á- fram að brúka j þetta ágæta meðal, nær hún með tímanum fullri heilsu. Kollabæ f Fljótshlíð, 26. jan. 1897. Loftur Loftsson. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á Íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaup- endur beðnir að líta vel eftir því, að y~L standi á flöskunum í grænu lakki og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum : Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Peter- sen, Frederikshavn, Danmark. Hálf jörðin AKBAKOT í Bessa- staðahreppi fæst til ábúðar í næstk. fardögum — og til kaups, ef svo semst. Um byggingar- eða söluskílmála má semja við Arna Filippusson í Hafnar- firði. 01 á flöskum. Við undirskrifaðir gjörum hér með vitanlegt almenningi, að við framveg- is seljum alt öl á flöskum þannig, að fiöskurnar séu borgaðar ásamt innihaldinu, en tökum aftur við flöskunum fyrir sama verð og þær seljast. þetta nær ekki til fastra viðskiítavina okkar, sem við íþessu efni munum skifta við að öllu leyti eins og áður. Reykjavík 10. jaiþ 1899. J. G. Halberg. Th.Thorsteinsson. C. Zimsen. Fyrri ársfundur BúnaðarfélagS suðuramtsins verður haldinn laug- ardaginn 28. þ. m. í Good-Templara- búsinu hér í Reykjavík, kl. 5. e. m. Verður þá lagður fram reikningur fé- lagsins fyrir árið 1898 og skýrt frá að- gjörðum þess hið síðasta ár, og rædd ýms önnur málefni, sem félagið snert- ir. Reykjavík 12. dag janúarm. 1899. H. Kr. Friðriksson. Hangikjöt ágætlega gott fæst í verzlun W. Fischers. Tómar steinoSíutunnur kaupir verzlun W. Fischers. Bjarni Jónsson snikkari Grjótagötu 5 hefir fleiri en eitt hús til leigu. Þakkarorð. Fyrir fjórum árum veiktist ég þannig, að hryggurinn gekk útummiðju, og niður þaðan dró máttinnúr. Leitaði ég á- rangurslaust margra lækna hér og erlendis. Mér siversnaði, unz ég fekk ráð og meðul hr. LárusarPálssonarhomöopatha. Þabrá tilbata eftir fimm vikur; þann tíma sagði Lárus fyr- irfram Upp frá því fór mér batnandi, og er húin að fá allgóða heilsu. Þakka ég það Lár- usi, næst guði, og finn mér skylt að votta það opinberlega. Eyrarbakka 20. janúar 1899. Olafía Ebenezersdóttir. Utgef. og ábyrgðarm. Björn Jónsson. Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson. Tsafoldarprentsmiðja.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.