Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 76
40 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1879 Jón Sigurðsson forseti andast í Kaupmannahöfn, 68 ára að aldri. 1881 Minnisvarði um Jón Sig- urðsson forseta er afhjúp- aður á gröf hans í Hóla- vallakirkjugarði í Reykja- vík. 1936 Í Bjarneyjum á Breiða- firði rignir skyndilega síld og var talið að skýstrókur hefði náð að sjúga upp síldina er hann átti leið yfir sjó. 1982 Charles Brooks Jr. er fyrsti maðurinn sem tekinn er af lífi með banvænni sprautu í Bandaríkjunum. 1995 Geimferjan Galileo lendir á Júpiter rúmlega sex árum eftir að henni var skotið á loft. NOAM CHOMSKY MÁLVÍSINDA- MAÐUR, HEIMSPEKINGUR OG RITHÖFUNDUR ER 79 ÁRA Í DAG. „Ef við trúum ekki á mál- frelsi þeirra sem við fyrir- lítum, trúum við ekki á það yfirleitt.“ Chomsky er afkastamik- ill rithöfundur og fræðimað- ur. Af þekktustu ritum hans má nefna; Syntactic Struct- ure, Deterring Demcracy og Manufactoring Consent. Þennan dag árið 1972 hélt Apollo 17-geimferjan til tunglsins en það var síðasti Apollo-leiðangur- inn af sex sem farnir voru. Þetta er jafnframt í síðasta skipti menn hafa lent á tunglinu. Næsta mannaða ferð til tunglsins er ekki áætluð fyrr en árið 2019. Á leið sinni frá jörðu tók áhöfnin á Apollo 17 fræga mynd af jörðinni sem er kölluð „The Blue Marble“, bláa marmarakúlan. Apollo-leiðangrarnir voru farnir á árunum 1961- 1975 á vegum geimferðastofnunarinnar NASA og var markmið þeirra að koma mönnuðum geim- förum á tunglið. Það markmið náðist í fyrsta skipti árið 1969 þegar þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu þar fæti en geimferja þeirra bar nafnið Apollo 11. Tvö afdrifarík mistök urðu í Ap- ollo-leiðöngrunum. Hið fyrra leiddi til þess að þrír geimfarar fórust með Apollo 1 og í Apollo 13 leiddu sprengingar innanborðs til mikilla skemmda en þó ekki manntjóns. ÞETTA GERÐIST: 7. DESEMBER 1972 Síðasta mannaða geimferðin til tunglsins Grunnskólinn á Þingeyri fagnaði 110 ára afmæli sínu í lok síðasta mánaðar. Af því tilefni efndu nemendur skól- ans til þemadaga þar sem þeir viðuðu að sér upplýsingum um sögu skólans og buðu svo bæjarbúum til afmælis- veislu. Borgný Gunnarsdóttir hefur lengst- an starfsaldur við skólann, en hún hóf þar kennslu árið 1974. Hún gekk sjálf í skólann frá árinu 1960 og þekkir því starfsemi hans og sögu býsna vel. „Ég er búin að fylgjast með ýmsum breytingum á mínum ferli og má þar nefna lengda skólaskyldu í báða enda, einsetningu skóla, samræmd próf og samkennslu,“ segir Borgný, sem kennir handmennt ásamt því að vera bekkjarkennari og hefur einnig fylgst með talsverðum breytingum á skóla- húsnæðinu hin síðari ár. Skólastarfið hófst árið 1897 og voru það foreldrar í hreppnum ásamt hrepp- stjóranum Jóhannesi Ólafssyni, sem ákváðu að stofna skóla. Þá var ekkert skólahúsnæði og fór kennslan fyrsta árið fram í nýbyggðu heimahúsi. Svo var kennt í stúkuhúsi í nokkur ár en árið 1908 var ráðist í nýbyggingu. „Lítið skólahús reis á einu sumri. Það er enn í notkun og köllum við það þinghúsið,“ segir Borgný og heldur áfram: „Þá erum við að kenna í við- byggingu við það hús sem upphaflega var leikfimissalur. Árið 1980 var svo mikið byggt við skólann“. Í þemaviku í tilefni tímamótanna unnu nemendurnir, sem í dag eru sex- tíu og þrír talsins,ýmis verkefni tengd sögu skólans. „Nemendurnir settu upp tímaás þar sem meðal annars kom fram hvenær húsið var byggt og í hvaða húsum var kennt. Þá unnu þau ýmsar tölfræði- upplýsingar um nemendafjölda og gerðu sér í hugarlund hvernig fram- tíðar kennsluhættir yrðu. Svo hringdu þau í eldri nemendur sem höfðu út- skrifast með ákveðnu árabili til að at- huga hvað þeir væru að gera í dag. Þau könnuðu hvort nemendurnir hefðu farið í framhaldsskóla og hvaða störf- um þeir gegndu í dag,“ útskýrir Borg- ný, sem segir að allir hafi haft sérstak- lega gaman af einum fyrrverandi nem- enda sem fannst í þessu grúski. „Krakkarnir komust að því að for- seti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson, byrjaði sína skólagöngu í skólanum tíu ára gamall. Þetta fannst þeim mjög merkilegt,“ segir Borg- ný og nefnir einnig sundkennsli fyrri ára. „Þeim fannst líka mjög áhugavert að komast að því að nemendum hefði verið kennt að synda í sjónum hér í kring. Þau fundu myndir af brosandi börnum með kollana upp úr ísköldum sjónum og fannst þau heldur hugrökk en hér er nú komin fínasta sundlaug og íþróttaaðstaða,“ segir hún. Daginn sem haldið var upp á afmæl- ið gerði vonskuveður í bænum en þó kom mikill fjöldi gesta. „Þau voru öll mjög fræðandi og skemmtileg enda eru þetta yndislegir krakkar. Og ég held að þau séu bara ánægð með skól- ann sinn,“ segir Borgný. vera@frettabladid.is GRUNNSKÓLINN Á ÞINGEYRI: 110 ÁRA AFMÆLI FAGNAÐ Í VONSKUVEÐRI Fyrsti skólabekkur forsetans ÞEMAVIKA Á TÍMAMÓTUM „Krakkarnir unnu söguverkefni í tilefni afmælisins og eitt það sem kom mest á óvart var að sundkennslan fór fram í sjónum fyrr á árum,“ segir Borgný Gunnarsdóttir, sem hefur lengstan starfsaldur við skólann. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON BB Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Gunnars Páls Ívarssonar, Norðurfelli 7. Jónína Ragnarsdóttir Andrea Margrét Gunnarsdóttir Katrín Sylvía Gunnarsdóttir Gunnþór Jónsson Gunnar Páll Torfason Heimir Páll Ragnarsson Ástkær systir okkar, Margrét K. Bjarnadóttir, Egerisvej 41, Skive, Danmörku, lést 19. nóvember sl. á líknardeild sjúkrahússins í Skive. Útför hennar var gerð frá Egeriskirkju, Skive, 24. nóvember. Halldóra Bjarnadóttir Svandís Bjarnadóttir Guðrún Bjarnadóttir Ingimar Bjarnason AFMÆLISBÖRN JÓHANNA VILHJÁLMS- DÓTTIR sjónvarps- kona er 37 ára í dag. ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR leikkona er 45 ára í dag. JÓHANN ÁRSÆLSSON, fyrrverandi alþingis- maður, er 64 ára í dag. GUÐMUND- UR HALL- VARÐSSON, fyrrverandi alþingis- maður, er 65 ára í dag. Síðastliðið sumar var gerð samnorræn könnun þar sem erlendir ferðamenn voru spurðir um væntingar sínar til borganna sem þeir heimsóttu auk hreinleika. Reykjavík mældist hreinust þeirra borga sem tóku þátt og í ljós kom að bæði væntu ferðamenn þess að Reykja- vík væri hrein borg og að- spurðir eftir að heim var komið reyndist borgin hafa verið enn hreinni en þeir höfðu gert sér hugmyndir um. Hins vegar reyndist Kaup- mannahöfn vera óhreinust að mati aðspurðra. Auk Reykjavíkur og Kaupmannahafnar tóku þátt Stokkhólmur, Osló, Hels- inki, Tallinn, Riga, Vilnius, Århus, Malmö, Uppsalir, Bergen, Tampere og Turku. Höfuðborgarstofa er full- trúi Reykjavíkurborgar í verkefninu og hefur kynnt Reykjavík undir yfirskrift- inni Pure Energy. Sjá nánari upplýsingar www.reykjavik.is Reykjavík hreinust HREIN OG FÍN Að mati aðspurðra erlendra ferðamanna er Reykjavík einstaklega hreinleg og aðlaðandi borg. Skíðavertíðin er hafin af fullum krafti í Hlíðarfjalli á Akureyri. Fjallið var opnað í fyrsta sinn í vetur fyrir al- menningi í gær klukkan 17 og þá var boðið upp á lyfturnar Fjarkann, Auði og Stromp- lyftu. Aðrar lyftur verða opn- aðar á næstu dögum eftir því sem snjóalög leyfa. Opnunin er að öllu leyti að þakka hinu öfluga snjó- framleiðslukerfi í fjall- inu. Það er rekið með stuðn- ingi Vina Hlíðarfjalls, sem er hópur fyrirtækja sem vilja með starfssamningn- um renna styrkum stoðum undir rekstur skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Um helgina og næstu daga verður hefðbundinn opnun- artími og gert er ráð fyrir góðu skíðatímabili yfir hátíð- arnar. Sjá allar nánari upp- lýsingar: www.hlidarfjall.is Hlíðarfjall opið SKÍÐAVERTÍÐIN HAFIN Norðan- menn og aðrir gestir geta komist á skíði í Hlíðarfjalli um jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.