Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 74
 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR Loksins á íslensku! Sjónvarpsmyndin Skólasöngleikurinn - High School Musical - hefur slegið í gegn um allan heim og nú geta íslenskir aðdáendur loks lesið um ævintýri Troys, Gabriellu og hinna krakkanna í East High skólanum. Galdrastelpur í vanda Grænir töfrar er fjórða bókin í bókaflokknum eftir Lene Kaaberbøl um Galdrastelpurnar. Þessi bók fjallar um Cornelíu og dularfullar aðstæður sem hún lendir í. Er hún búin að missa tökin á sambandi sínu við jörðina? Hvaða hræðslulega rödd berg- málar í höfði hennar? Þrettán nýjar jólasögur! Spennandi textabók um galdrastelpur! Jack Sparrow og félagar enn á ferð! Byggð á sjón- varpsmyndinni vinsælu! Syrpa í innbundinni hátíðarútgáfu! Nýjar, spennandi og bráðfyndnar myndasögur sem koma öllum í gott jólaskap. Vinir okkar í Andabæ undirbúa jólin af kappi og lenda í ýmsum óvæntum og skemmti- legum ævintýrum. Ævintýrið heldur áfram Á hjara veraldar segir frá nýjustu ævintýrum sjóræningja Karíbahafsins. Óborganleg saga þar sem sjóræningjar, skrímsli, hetjur og óþokkar leika lausum hala og spenna, grín og gaman skapar kostulega atburðarás! UMRÆÐAN Kynjafræði Í dag verður haldin árleg félagsvísinda- ráðstefna Háskóla Íslands, Þjóðarspegill- inn. Fjölmargir áhuga- verðir fyrirlestrar verða á dagskrá, þar með talin málstofa í kynjafræði auk þess sem kynja- fræðilegar rannsóknir verða kynntar í fleiri málstofum. Meðan félagsvísindi eru þekkt hugtak meðal almennings er kynjafræðin minna þekkt. Kynja- fræðilegt sjónarhorn er til innan flestra fræðigreina og felst í því að þverfræðilegu sjónarhorni er beitt til þess að skoða birtingar- myndir kyns í öllum sínum marg- breytileika. Gagnrýnni nálgun er beitt á söguna og samtímann, mis- munandi menningarsvæði og sam- félög, tungumál og vísindi, og ekki síst fræðasviðið sjálft. Hraustleg sjálfsgagnrýni er eitt megin- einkenni kynjafræðinnar og fræðingar takast þar á af miklum krafti. Þetta kom glögglega í ljós á ráð- stefnu Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræði 10.-11. nóvember sl. en það var glæsilegasta kynja- fræðiráðstefna hérlendis fram til þessa. Útilokun og þöggun Í upphafi snerust fræðin aðallega um útilokun kvenna og sjónarmiða þeirra frá þátttöku og hlutdeild í samfélaginu. Bríet Bjarnhéðins- dóttir var t.d. ásökuð fyrir „heimtufrekju“ þegar hún lagði til að 150 kr. yrði veitt í sundkennslu kvenna á sínum fyrsta bæjar- stjórnarfundi árið 1908 en þá var 450 kr. þegar veitt í sundkennslu karla. Svipuð viðbrögð fékk þing- frumvarp Ingibjargar H. Bjarna- son árið 1927 um að konur fengju sæti í nefndum á vegum ríkisins þar sem karlar voru einráðir. Frumvarpið var fellt og það sjónar- mið heyrðist að með tillögunni væri verið að „gera konur rétt- hærri en karla“ (!!). Þá má nefna fyrsta íslenska kvendoktorinn, Björgu C. Þorláksson, sem bjó við ævilanga útilokun og þöggun. Formlegri útilokun af þessu tagi hefur verið hnekkt í okkar heims- hluta en við hefur tekið undirskipun sem birtist í því að konur og það sem tengt er kvenleika er iðu- lega skör neðar í sam- félagsstiganum en karlar og það sem tengt er karl- mennsku. Mikilvægur hluti kynja- fræðinnar er menningar- og vísindarýni. Mörg dæmi eru um kynjaslag- síðu í vísindagreinum þótt þær líti á sig sem kynhlutlausar og styðjist við við- tekna aðferðafræði. Einn partur af því er myndmál og líkingar og þekktasta dæmið er líklega rann- sóknir mannfræðingsins Emily Martin á orðræðunni um sæðið og eggið. Hún lýsti hvernig fjallað er skáldlega um æxlunarkerfi karla með tungutaki eins og reðurhúfa, kóngur og þensluhólf, og mikið gert úr fjölda sæðisfruma, nýsköp- un þeirra og framleiðslu. Æxlunar- kerfi kvenna er hins vegar lýst sem náttúrugerðu og óvirku, engin upphafning aðeins slím, vessar, hrörnun og upplausn. Hjá konun- um er heldur engin drottning, bara snípur og húðfellingar. Gagnrýnin skoðun Annað stef í fræðunum er gagn- rýnin skoðun á forsendum vís- indanna og hugtakinu hlutlægni (í hversdagsmáli kallað „hlutleysi“). Skilgreining hefðbundinna vís- inda er að sjónarhorn sem er félagslega staðsett sé „skoðun“ en til þess að verða „þekking“ verði sjónarhornið að vera óháð stað og stund, ómengað af hagsmunum og gildum. Róttæk fræði hafa bent á að þetta meinta „hlutlausa“ sjónar- horn byggi á hugmyndinni um hið alsjáandi auga en það sjónarhorn er vandfundið því enginn einstakl- ingur er hafinn yfir stund og stað. Þessu ætti ekki að afneita heldur skoða eigin staðsetningu gagnrýn- um augum og takast á við slagsíð- una. Þetta gildir um vísindamenn en ekki síður um fjölmiðlamenn sem hafa það mikilvæga verkefni að upplýsa og fræða. Ráðandi hópar hafa löngum haft vald til að skilgreina sitt eigið sjónar horn sem hina sönnu þekk- ingu en verið ómeðvitaðir um eigin slagsíðu og gildi. Þannig er saga stríðsátaka alla jafna saga sigur- vegaranna. Hóparnir með skil- greiningarvaldið hafa gjarnan verið hvítir, vestrænir, gagnkyn- hneigðir, ófatlaðir einstaklingar – karlar oftar en konur. Hversdags- legt tungutak sýnir þetta vel og gefur oft til kynna ómeðvitaða for- réttindastöðu og aðgreiningu. Til dæmis þýðir hugtakið „litað fólk” í daglegu tali hörundsdökkir, rétt eins og hvítt sé ekki litur. Orðið „maður“ á að ná til beggja kynja en útilokar oft konur, til dæmis er ekki hægt að segja „þarna gengur óléttur maður eftir Tjarnarbakkan- um“. Enginn tekur eftir kyni guðs fyrr en einhverjum dettur í hug að guð sé kona og fleira mætti telja. Að víkka sjóndeildarhringinn Kynjafræði er hluti af fræðum margbreytileikans eins og fjöl- menningarfræði, hinseginfræði, fötlunarfræði, o.fl. Sú afstaða byggist á því að hópar sem eru á jaðrinum í einhverri merkingu, vegna uppruna, fötlunar, kyn- hneigðar, aldurs eða annarra þátta, hafi annað sjónarhorn en þeir sem eru staðsettir í „miðju alheimsins“ með vald til að skil- greina og túlka heiminn. Leitast er við að skoða heiminn frá sjónar- horni jaðarhópa til þess að afbyggja valdakerfi og ryðja braut fyrir lýðræðislegra sam- félag. Þetta kallast á við nýjustu hugmyndir í hagnýtu jafnréttis- starfi sem ganga út á jafnrétti í víðum skilningi, jafnrétti allra. Kynjafræði er því ekki stunduð í eiginhagsmunaskyni fyrir konur eins og sumir virðast halda. Þeir sem vilja kynna sér kynjafræði ættu endilega að koma á Þjóðar- spegilinn í Háskóla Íslands á föstudag. Aldrei of seint að víkka sjóndeildarhringinn. Höfundur er doktor í félagsfræði og dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Kynjafræði í Þjóðarspegli ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR Ráðandi hópar hafa löngum haft vald til að skilgreina sitt eigið sjónarhorn sem hina sönnu þekkingu en verið ómeðvitaðir um eigin slagsíðu og gildi. Þannig er saga stríðs- átaka alla jafna saga sigur- vegaranna. Gleðileg jól? UMRÆÐAN Skerðing á lífeyri Það var í skyndi sem ég tók ákvörðun um að senda grein til Fréttablaðsins, í kjölfar greinar í 24 stundum miðvikudag- inn 4. desember. Með þessari grein vil ég allra fremst vekja umræðu á skertum lífeyristekjum öryrkja þessi mánaðamót- in. Málin standa nú þannig að móðir mín er í þeirri stöðu að vera 75% öryrki og hefur verið það frá því ég var kornung. Tókst henni, með miklu fjárhagslegu erfiði, að koma upp þremur heilbrigðum þjóðfélagsþegnum sem einstæð móðir, og ofan á allt öryrki. Það tel ég vera aðdáunarvert. Æskan mín einkenndist ekki af hljóðfærakennslu né mikilli íþróttaiðkun, þar sem allt slíkt krefst fjárútláta en í dag lítur út fyrir að þetta sé eitthvað sem allar fjölskyldur geti leyft sér. Hún hafði mikið fyrir að ná endum saman hver mánaðamót og jafnframt að láta okkur ekki finna fyrir að erfiðleikar voru til staðar. Jólin voru nú jafnframt haldin ár hvert, góður matur á borðum og pakkar undir trjánum, en alltaf eftir jólin féll maður í skuggann af vinum sínum þegar talið var upp hverjar jólagjafirnar voru. Þó svo að nýlega hafi móður minni verið tilkynnt að henni hafi verið ofgreiddar 3.000 krónur á mánuði í fleiri ár var samt alltaf þörf til að leita hjálpar mæðrastofnunar og kirkjunnar fyrir hver jól. Í dag er staðan allt önnur. Við dætur hennar þrjár erum allar uppkomnar, ein búsett í Danmörku, ein nýútskrifaður kennari og sú þriðja, ég, stundar nám í sjúkraþjálfun í Háskóla Íslands. Og það tekur mikið á hana móður mína að hafa ekkert getað stutt okkur fjárhagslega á lífsleið okkar, heldur eingöngu getað verið okkur stoð og stytta þegar mikið reynir á tilfinningalega. Ég er að öllu þakklát fyrir að hafa átt svona góða manneskju að. Hún hefur staðið í endalausri baráttu við þjóðfélagið og látið vel í sér heyra, en þó virðist sem aldrei sé hlustað á þessar fáu raddir. En í dag horfi ég upp á hana niðurdregna og orkusnauða af endalausri baráttu um peningana, svo uppgefna á endalausum heimsóknum til hjálparstofnana og hefur í dag endanlega gefist upp, gráti næst. Ég fyllist heiftarlegri reiði að sjá þjóðfélagið umbuna þegnum sínum með eilífum tekjuskerðingum og þó sérstaklega núna, mánaða- mótin fyrir jól. Flestir innan þessa þjóðfélagshóps sjá sér ekki fært að geta borið jólamat á borðin. Ég get bara hlegið að því hve kaldhæðnislegt það er þegar sagt er frá í fréttum að við höfum unnið Norðmenn í lífsgæðabaráttunni meðan ég veit, eins og eflaust fleiri, að staðan hjá sumum í þjóðfélag- inu er ekki betri en þetta. Í dag get ég ekki lengur á mér setið og hef ekki hjarta í mér að sitja bara og horfa á. Ég veit að til er fólk sem hugsar það sama og ég, en hvernig væri nú að gera eitthvað í málunum þannig að við getum með réttu átt fyrsta sætið á lífsgæðalista ríkjanna. Ég óska engum því lífi sem ég hef í stuttu lýst, en væri þó til í að leyfa þeim sem ákvarða grunn- laun og tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega, að lifa í hálft ár á þessum tekjum og sjá hvort þeim fyndist lífið ekki örlítið súrt. Höfundur er háskólanemi. GYÐA RÁN ÁRNADÓTTIR Ég fyllist heiftarlegri reiði að sjá þjóðfélagið umbuna þegnum sínum með eilífum tekju- skerðingum og þó sérstaklega núna, mánaða- mótin fyrir jól. Flestir innan þessa þjóðfélags- hóps sjá sér ekki fært að geta borið jólamat á borðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.