Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 36
● heimili&hönnun „Ég segi oft að ég sé að vinna fyrir Evrópu. Homo Urbanus European- us, eða HUE eins og ég kalla verkefn- ið líka, er rammað inn í Evrópu og þá einna helst evrópskar höfuðborgir,“ út- skýrir Jean-Marc Caracci, sem sagði starfi sínu lausu fyrir tveimur árum til að hella sér út í eigin verkefni. „Ég var einhleypur, barnlaus og 47 ára og fannst ég þurfa að sinna listinni betur. Þegar listamenn eru að vinna venjulegt starf gefst sjaldnast tími fyrir stór verkefni og því ákvað ég að hætta og snúa mér að þessu verkefni,“ útskýrir hann. „Ég fjármagna þetta sjálfur en í fyrsta sinn á ævinni er ég að gera stórt verkefni og ég trúi því að önnur fylgi í kjölfarið. Ég er reyndar alltaf með augun opin fyrir styrktar- aðilum þannig að þeim er velkomið að hafa samband,“ segir Caracci og hlær. Hugmyndin að verkefninu kviknaði í Chicago fyrir tveimur árum þegar Caracci sá stórar byggingar, breið stræti og fjöldann allan af „litlu“ fólki sem hreyfðist líkt og maurar um göt- urnar. „Fyrst tók ég myndir af ein- staklingum sem voru í eigin heimi og sínu náttúrulega umhverfi, borginni. HUE-verkefnið fjallar að vissu leyti um einmanaleikann í borginni. Þegar myndirnar mínar eru skoðaðar fær áhorfandinn á tilfinninguna að hann sé þátttakandi í mjög persónulegu augnabliki í lífi einhvers sem er ætlað honum einum, þó svo að myndirnar séu teknar á almannafæri,“ útskýrir hann. Skammstöfun verkefnisins, HUE, á vel við þar sem „hue“ þýðir litblær eða blæbrigði á ensku en Caracci fæst við hin ýmsu blæbrigði mannlífsins. „Það skiptir ekki öllu hvort lönd- in eru í Evrópusambandinu eða ekki. HUE er leið til að sýna fram á að við erum meira lík en ólík. Ég vona að myndirnar verði okkur hvatning til að sameina Evrópu enn frekar og styrkja samhygð og samábyrgð,“ segir Caracci dreyminn. Hann bætir við að hann forðist að afla sér dæmigerðra upp- lýsinga fyrir ferðamenn áður en hann heimsæki borgir. „Ég vil vera alveg „hreinn“ þegar ég byrja að mynda. Ég geng bara og geng þar til ég gleymi mér í borginni líkt og veiðimaður sem gleymir sér í skóginum.“ Ekki hefur enn verið ákveðin sýning á verkum Caraccis á Íslandi en hann segir að það væri sér mikill heiður að sýna verk sín hér einhvern tímann. - hs Veiðimaður í borginni ● Ljósmyndaverkefnið Homo Urbanus Europeanus er hugarfóstur franska ljósmyndarans Jean-Marc Caracci sem ferðast um Evrópu til að mynda fólk og borgir. Hann er nú kominn til Reykjavíkur þar sem hann ætlar að viða að sér myndum úr mannlífi borgarinnar. Ljósmyndarinn Jean-Marc Caracci spáir mikið í fólk og hefur á ferðum sínum kynnst fjölbreyttu mannlífi. Hann gistir oft hjá heimamönnum og segir það afar lærdómsríkt. Ríga í ágúst 2007. Tallinn í júní 2008. Sofía í nóvember 2007. Vilníus í september 2007. Á vefsíðunum http://homo.urbanus.free.fr/portfolio/index.html og http://homo.urbanus.free.fr/europeanus má skoða verk Caraccis. MYND/JEAN-MARC CARACCI 5. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.