Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 13
Fjórar forláta byssur voru happdrættisvinningar Skömmu fyrir nýafstaðnar hátíðir, þegar menn reyndu að borða sem hversdagslegastan mat, vegna veisluhalda sem í uppsiglingu voru, gerðu skotveiðimenn sér glaðan dag. Það voru Skotveiðifélögin Skotvís og Skotreyn, sem útleggst leikmenn Skotveiðifélags íslands og Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. „PLO-sveitin“ gæðir sér á kunnuglegum réttum. Veislustjóri af stakri snilld var Stefán Jónsson. Hér sést hann gæða sér á háloftasteik. Byssurnar fjórar ásamt öðrum vinningum. Egill Bergmann gjaldkeri Skotvís svíður gæs fyrir veisluna. Myndir Sverrir Reytingarvélin góða í notkun. Eins og sést á myndinni er gæsinni þrýst að tromlunni og er þá hægt að grófreyta fuglinn. Mjög hentugt þegar um marga fugla er að ræða. Hráefni lögðu meðlimir félaganna til og var þar boðið svo að segja upp á sýnishorn af öllu því sem veiðimenn glíma við í íþrótt sinni, hvort sem er á landi eða sjó. Ríflega tvö hundr- uð manns sóttu skemmtunina sem haldin var í veitingahúsinu Ártúni. Ofan í þessi tvö hundruð eintök af skotveiðimönnum og mökum þeirra var eftirfarandi matreitt: Eitt hreindýr, 110 rjúpur, 73 lundar, 71 gæs, 40 endur, 23 skarfar, 20 svartfugl- ar, 15 lambalæri og tíu laxar. Veislugestir tóku vægast sagt hraustlega til matar síns, enda vanir menn sem sáu til þess að maturinn og meðlætið rynni ljúf- lega og í réttum hlutföllum niður. Sigmar B. Hauksson stjórnaði matreiðslunni. Það er haft fyrir satt að sumir skotvéiðimenn fái vatn í munninn þegar þeir heyra nafnið nefnt og sögðu sumir að allir ættu að eiga einn slíkan. Veislustjóri af stakri snilld var Stefán Jónsson. Gífurlegur undirbúningur Það er meira en að segja það að undirbúa slíka veislu, og þá sem hér er rætt um. Þessir heiðursmenn fara ekki í næstu verslun og kaupa það sem til þarf. Öll bráðin sem notuð var í hófinu var veidd af félagsmönn- um og þeir sáu um að gera að. Svíða, reyta, hamfletta og allt sem nauðsynlegt var að gera. Sérstök reytingarvél var notuð á gæsirnar og er hún ein fárra slíkra á landinu. Tímanum er kunnugt um eina sem til er í Borgarfirði. Reytingarvél er til- tölulega einföld og er uppistað- an tromla sem þakin er með gúmmí lagi. Tromlunni er snúið og gæsinni þrýst að og sér hún um að grófreyta. Fjórar byssur í verðlaun Veglegt happdrætti var haldið á villibráðarkvöldinu. Tíu vinn- ingar voru og var andrúmsloftið rafmagnað þegar dregið var úr miðunum. Fjórar byssur voru í verðlaun. Þrjár haglabyssur og þar af ein ekki ómerkari en af gerðinni BRNO. Winchester riffill cal. 22 Magnum, Lever action var í þriðju verðlaun. Meðal annarra vinninga má nefna ferðabar, gervigæsir, byssutaska og fleira. Marrocchi tvíhleypa var í önnur verðlaun og fiórða byssan var veitt í aukaverðlaun. Gátu ekki klárað Þrátt fyrir góða mætingu, ágætis matargerð og gott hráefni gátu gestir ekki sporðrennt öllu því sem var á boðstólum. Var mikið af matnum notað sem miðnætursnarl en annað var geymt fyrir fund stjórnar. -ES SunnudacLir 18. janúar 1987 Tíminn 13 ^_Villibráðarkvöld skotveiðimanna: Sporðrenndu hreindýri og ríflega 200 fuglum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.