Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1987, Blaðsíða 5
Tíminn 5 Sunnudagur 18. janúar 1987 Umsjón: GULUBETRh Hjördís Árnadóttir Wasmeier kom fyrst á óvart þeg- ar hann sigraði í risastórsvigi i Bormio á Ítalíu 7. febrúar 1985. Hér á hann skammt ófarið í mark í þeirri keppni. Allt bendir til að keppni á stórmótum skíðamanna í vetur verði meira spenn- andi en hún hefur verið undan- farin 20 ár. Svisslendingurinn Pirmin Zurbriggen hefur eignast verðugan keppinaut, Vestur- Þjóðverjann Markus Wasmeier. Fróðir menn segja að allt frá því Frakkinn Jean- Claude Killy og Austurríkismaðurinn Karl Schranz áttust við í skíðabrekk- unum á 7. áratugnum hafi ekki verið von á annarri eins spennu og nú, milli tveggja manna sem báðir geti sigrað í hvaða grein sem er, allt frá svigi yfir í brun. Zurbriggen og Wasmeier voru í sviðsljósinu í Garmisch-Par- tenkirchen um síðustu helgi, Zurbriggen vann góðan sigur í bruninu þar sem Wasmeier varð fjórði. Ekki var sá þýski á því að láta fara mjög illa með sig svo hann var fljótastur niður brekk- una í risastórsviginu, næstur á undan Zurbriggen. Wasmeier kom fyrst frant í sviðsljósið af alvöru fyrir tveim- ur árum þegar hann öllum að óvörum vann bæði Zurbriggen og Mark Girardelli í risastór- sviginu á heimsmeistaramótinu í Bormio á Ítalíu. Hann sýndi og sannaði í fyrra að það var engin tilviljun, hann endaði í 3. sæti samanlagt í heimsbikarnum, þar af efstur í risastórsvigi og í ár hefur hann sigrað í báðum risa- stórsvigskeppnunum til þessa. Hann á enn eftir að ná sér í sigur í bruni. Zurbriggen er sterkur á svellinu þar en Wasmeier nálg- ast hann óðfluga og er þess væntanlega ekki langt að bíða að fyrsti sigurinn þar líti dagsins ljós. Svigið er aftur á móti ekki hans sérgrein, hann hefur hing- að til látið sér nægja að ná aðeins í stig þar. Næstu tvær helgar verður keppt bæði í bruni og svigi og er ekki ólíklegt að þá skýrist línur örlítið. Zurbriggen hefur átt við meiðsl að stríða undanfarin tvö ár en fari svo að hann haldi því formi sem hann Heimsbikarkeppnin á skíðum: Stefnir í ein- vígi milli ZURBRIGGE og WASMEIER Jean-Claude Killy (t.h.) átti í svipuðu einvígi og Zurbriggen og Wasmeier fyrir 20 árum. Hér óskar hann Wasmeier til hamingju með sigurinn í risastórsviginu í Val d'lsere fyrr í haust. er nú kominn í og Wasmeier einnig er ekki ólíklegt að þeir sigri í fjórum ef ekki öllum þeim fimm stórmótum sem skíða- menn frá öllum heiminum keppa í í ár. Zurbriggen á fullri ferð í brun- inu, þar hefur Wasmeier ekki tekist að sigra hann enn. Sex björtustu vonir V-Þjóðverja á skíðum fyrir þetta keppnistím- abil. Fremstur er að sjálfsögðu Markus Wasmeier en síðan koma þeir Roth, Stuffer, Namberger, Eder og Schick. Hef látið prenta eintök af teikningu minni „Bóndinn“. Hafið samband í síma 91-12696. Álfhildur Ólafsdóttir MP ÞJONUSTA FYRIR PERKINS I OG MASSEY FERGUSON ESI VARAHLUTIR FRA MASSEY_ FERGUSON OG PERKINS STERKARI .. • O RUGGARI ODYRARI SIGURÐUR SKARPHEÐINSSON Grænumýri 5, Mosfellssveit, 270 Varmá, Sími 91-667217 Skólasafnvörður Barnaskólinn á Selfossi vill ráöa skólasafnvörð í fullt starf (aldur nemenda er 6 til 12 ára). Upplýsingar gefur formaöur skólanefndar í síma 99-1467 eöa skólastjóri í síma 99-1500 eöa 99-1498. Skólanefnd Loðdýrabændur - Graskögglanotendur Til sölu nokkur lítið gölluð fiskikör, meðal annars útlitsgölluð. Henta fyrir loðdýrafóður, grasköggla, matvæli o.fl. Stærðir 660 og 1000 lítra. Seljast með góðum afslætti. Borgarplast hf. Vesturvör 27, Kópavogi Sími: (91)46966

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.