Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 5. október 1988 Sr. Heimir Steinsson, sóknarprestur og þjóðgarðsvördur á Þingvöllum, hefur fallist á eftirleitan vina sinna og gefur kost á sér til kjörs. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófastur og vígsiubiskup, hefur ákveðið að skorast ekki undan kjörí. Tímamynd Pjelur Búist við ákvörðun um starfslok fráfarandi biskups á kirkjuþingi í lok þessa mánaðar: Þrýst er á biskups- efnin Heimi og Olaf Á næsta ári mun herra Pétur Sigurgeirsson, biskup yfir íslandi, láta af störfum í síðasta lagi sökum aldurs, en búist er við að hann gefi yfirlýsingu þess efnis á kirkjuþingi sem hefst 25. október nk. Af þeim sökum hafa prestar þjóðkirkjunnar og leikir menn rætt sín á milli um hver gæti hugsanlega tekið við því háa embætti. Samkvæmt heimild- um Tímans hafa nú þegar myndast tveir hópar atkvæðisbærra manna þar sem hvor um sig hefur ákveðið biskupsefni fyrir sitt leyti. Annar hópurinn hefurþjappast um núver- andi vígslubiskup Skálholtsstiftis og dómprófast, sr. Ólaf Skúlason. Hinn um sr. Heimi Steinsson, sóknarprest og þjóðgarðsvörð á Þingvöllum. í viðtali við Tímann sagði sr. Ólafur Skúlason að það hafi verið leitað til sín víðs vegar að af landinu og hann beðinn að taka að sér þetta embætti. „Ég hef ákveðið að skorast ekki undan kjöri en þess má reyndar geta að allir prestar og guðfræðingar eru í kjöri til biskups," sagði sr. Ólafur. Sr. Heimir Steinsson, segir að málið snúist ekki um sig heldur þann hóp sem komið hafi að máli við sig og óskað eftir því að hann gefi kost á sér til kjörs. „Það væri gikksháttur að banna góðum mönnum að velta þessum mögu- leika fyrir sér og því hef ég fallist á eftirleitan vina minna. Þó er rétt að benda á að guðfræðingar upp til hópa eru kjörgengir,“ sagði sr. Heimir. Leikir og lærðir kjósa Eftir því sem Tíminn kemst næst getur ýmislegt komið á óvart þegar farið verður að hreyfa þessu á lokatafli. Atkvæðagreiðslan er leynileg og skrifleg og tekur nokkr- ar vikur að framkvæma hana. Þeir sem kjósa mega næsta biskup eru um 130guðfræðingarsemerustarf- andi sóknarprestar og kennarar við guðfræðideild H.í. auk bisk- upsritara sé hann guðfræðingur. Úr 15 prófastsdæmum koma svo 16 leikmenn til að kjósa og einnig eru allir leikmenn sem sitja kirkjuþing, níu að tölu, í hóp kjósenda. Kjör- menn eru því um 155 að tölu. Hr. Pétur sjötugur í júní Óvissunni með dagsetningar á því hvenær núverandi biskup segir af sér embætti, verður trúlega eytt á kirkjuþingi sem hefst 25. október nk. Þar flytur biskup setningar- ræðu sína og getur fjallað um mál eins og þessi á opinberan hátt. Það sem þó liggur fyrir er að herra Pétur Sigurgeirsson verður sjötugur þann 2. júní 1989. Fram- kvæmd laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna um starfslok, hefur verið nokkuð á reiki undanfarin ár, en oftast er miðað við afmælisdag embættis- mannsins, og þá í flestum tilfellum þegar hann verðursjötugur. Stund- um er þó vikið út af þeirri reglu og miðað við þann mánuð sem emb- ættismaðurinn nær sjötugsaldri, en í einstaka tilfellum að honum eru gefnar nokkuð frjálsar hendur að hætta störfum hvenær sem er á 70. aldursári. Prestastefna og páfaheimsókn Aðstæður í kirkjunni eru þannig að biskup gæti ákveðið að stýra sjálfur prestastefnu á næsta ári, en hún er haldin síðari hluta júnímán- aðar, og skila þar afsérembættinu. Þá er ekki síður líklegt að fráfar- andi biskup taki eitthvert mið af komu páfans í byrjun sama mánað- ar, en gert er ráð fyrir að biskupinn yfir íslandi stýri þá samkirkjuiegri messu undir berum himni á Þing- völlunt. Verður það stórviðburður í kirkjusögu íslands og mun eðli- lega krefjast nokkurs undirbún- ingstíma. Er ekki ólíklegt að frá- farandi biskup ákveði biskups- skipti með tilliti til þess að næsti biskup hafi annað hvort góðan tíma til undirbúnings fyrir páfa- heimsóknina og prestastefnu, sem hvort tveggja verður í júní, eða þá að biskupsskiptin verði ekki fyrr en 1. júlí í fyrsta lagi. Heilsa núverandi biskups getur öðru fremur átt sinn þátt í að hann kjósi heldur að láta af störfum fyrr en síðar á næsta ári. Hann hefur þegar þurft að hverfa þrisvar frá störfum um nokurra vikna og mán- aða skeið vegna veikinda á síðast- liðnum 17 mánuðum og nú síðast í júlí. , Ekkert framboð Ljóst er að eftirmaður herra Péturs Sigurgeirssonar, verður ekki valinn í skyndi. Um þetta æðsta embætti þjóðkirkjunnar gilda s£rstakar reglur um biskups- kjör.'pap'Sem flestir guðfræðingar geta átt von á því að verða nefndir til starfsins. Ekkert framboð verð- ur og ekki verður heldur um það að ræða að framboð sé auglýst. Hins vegar hefur myndast sú hefð að atkvæðisbærir menn koma sér saman um ákveðna menn til að auðvelda kjörið. Síðara kjör fer síðan fram á milli þeirra þriggja sem flestir hafa tilnefnt. Fram- kvæmd kjörsins er nokkuð tíma- frek og getur tekið vel á annan mánuð að fá úr því skorið hver veröur næsti biskup, frá því kjör- gögn hafa verið útbúin. Þarf fyrst að skipa kjörnefnd og síðan að útbúa kjörskrá. Kjörskráin þarf að liggja frammi í fjórar vikur fyrir kjörið. Að lokinni kosningu þarf að líða einnar viku kærutími þar til talið er. Að því loknu þarf að kjósa aftur ef enginn einn nær hreinum meirihluta og er þá kosið á milli þriggja efstu manna. Biskupsskipti 1. júlí 1989? Þá hefur þótt rétt að niðurstaða liggi fyrir nokkru áður en eftirmað- ur á stóli á að taka við embætti þar sem hann þarf vitanlega að segja öðrum störfum lausum með eðli- legum fyrirvara. Verði biskupsskipti 1. júlí á næsta ári er ekki óeðlilegt að undirbúningur að biskupskjöri verði formlega hafinn strax í árs- byrjun í síðasta lagi. Er þá miðað við að kjörið taki um tvo mánuði og því verði lokið þannig að næsti biskup hafi um þriggja mánaða aðlögunartíma með tilliti til þeirra starfa sem hann hverfur frá. KB Hettufantarnir játuðu allir Fjórmenningarnir sem hnepptir voru í gæsluvarðhald vegna innbrots í Sævargarða 1 á Seltjarnarnesi að- faranótt sunnudagsins25. september játuðu innbrotið í fyrradag við yfir- heyrslur hjá RLR. Rannsókn máls- ins er á lokastigi og fleiri eru ekki taldir koma við sögu. Þrír mannanna brutust inn í húsið, þar sem þeir rændu tæplega 20 þúsund krónum, skartgripum og áfengi, auk þess sem þeir réðust á öldruð hjón sem þar búa, með þeim afleiðingum að flytja þurfti konuna á sjúkrahús með sprungna mjaðma- grind. Fjórði maðurinn tók ekki þátt í sjálfu innbrotinu, en hann mun hafa verið á ferð á Seltjarnarnesi ásamt einum hinna þriggja, fyrr um kVöldið, og bent á Sævargarða 1 að því er virðist vegna tilviljunar og sagt að þar væru mikil verðmæti. Síðan fara þeir til Reykjavíkur og leiðir skilja. Síðar um kvöldið fara síðan þre- menningarnir út á Seltjarnarnes, brjótast inn húsið og ráðast að íbúunum og hafa á brott með sér' verðmæti. Daginn eftir koma þeir saman á nýjan leik og þá fjórði maðurinn einnig og neyta þeir áfengisins. Þýfið hefur ekki komið í leitirnar. Mennirnir hafa allir komið við sögu lögreglu áður og verða þrír þeirra í gæsluvarðhaldi til 12. októ- ber. Fjórði maðurinn varúrskurðað- ur í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en hann mun hefja afplánun eldri dóms í dag. -ABÓ GuðmundurJ. hættir í ASÍ Guðmundur J. Guðmundsson for- maður Dagsbrúnar og Verkamanna- sambandsins hefur ákveðið að hætta í miðstjórn Alþýðusambands íslands á þingi ASÍ sem haldið verður um miðjan nóvember nk. Þetta kemur fram í tímaritinu Mannlífi sem út kemur á föstudag. Ástæðuna segir Guðmundur vera þá að ætli menn að halda áfram eftir sextugt verði þeir að vera haldnir óseðjandi metnaðargirnd og vera með fádæmum heilsuhraustir, sem hann sé hvorugt. Þá hefur Guðmundur einnig ákveðið að hætta sem formaður Verkamannasambandsins á þingi þess sem haldið verður eftir tæpt ár. Hins vegar hefur hann hug á að starfa áfram hjá Dagsbrún. Átökin viö Bifreiðastöð Hafnarfjarðar: Úrskurðaður í varðhald 47 ára gamall maður búsettur í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 26. október nk. vegna gruns um að hafa lent í átökum við 37 ára gamlan Reykvík- ing við Bifreiðastöð Hafnarfjarðar aðfaranótt sunnudags og veitt hon- um áverka á höfði. Maðurinn var fluttur á Borgarspít- alann þar sem gerð var höfuðaðgerð á honum. Hann er ekki kominn til meðvitundar, og er talinn í bráðri lífshættu. -ABÓ Hækkun bóta almanna- trygginga í yfirlýsingu ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar um fyrstu að- gerðir í efnahagsmálum er gert ráð fyrir sérstökum aðgerðum til að jafna kjör og bæta afkomu lífeyris- þega. Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, Guðmundur Bjarnason, gaf út 28. september sl. reglugerð um 3% hækkun bóta almannatrygginga frá 1. október sl. Hækkun þessi nær til tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. Eftir þessa hækkun ergrunnlífeyr- irinn kr. 9.577, tekjutryggingin kr. 17.620, heimilisuppbótin kr. 5.990 og sérstaka heimilisuppbótin kr. 4.120. Sú breyting var gerð á bótaflokk- um almannatrygginga 1. september 1987 að bætt var við nýjum bóta- flokki, sérstakri heimilisuppbót, sem tryggja á að bætur einstaklings séu aldrei undir lágmarkslaunum. Eftir bótahækkunina nú eru bætur ein- staklings kr. 37.303 en lágmarkslaun kr. 33.040. Bætur almannatrygginga eru því orðnar í dag 13% hærri en lágmarkslaun. Leiðrétting Tíminn greindi frá því í gær að stúlka hefði slasast á Miðafrétti og sagt frá þrekraun hennar í framhaldi af því slysi er hún reið til byggða, mjaðmagrindarbrotin. Af gefnu ti- lefni vill Tíminn taka fram að það voru ekki gangnamenn af Miðafrétti er voru í för með stúlkunni, eins og ranglega var hermt í fréttinni. Það voru gangnamenn sem ætluðu til smalamennsku á Landbrotsaf- rétti, og voru þeir á leið í gangna- mannakofa f Hrossatungu, þegar slysið varð á Miðafrétti. Landbrots- afrétt smala bændur úr Landbroti. Ritstj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.