Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 5. október 1988 Auglýsing frá iðnaðarráðuneytinu Ráðuneytið vekur athygli á eftirfarandi atriði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um fyrstu aðgerðir og stefnu í ríkisfjármálum, með vísan til bráðabirgða- laga nr. 83, 28. september 1988: „Gjaldskrár fyrirtækja á vegum ríkis og sveitarfé- laga, og gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræð- inga, verða óbreyttar til 28. febrúar 1989, að öðru leyti en því, að heimilt verður að taka tillit til hækkana á erlendu innkaupsverði aðfanga. Sama gildir um hvers kyns útselda vinnu og þjónustu“. Þannig munu gjaldskrár hitaveitna og rafveitna yfirleitt haldast óbreyttar til 1. mars á næsta ári. Þá er einnig vakin athygli á því, að útseld vinna sérfræðinga rannsóknastofnana ríkisins mun haldast óbreytt til 1. mars á næsta ári, sem og annarra sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Ávana- og fíkniefnamál Upplýsingafundur Samstarfsnefnd dómsmálaráðuneytis, félags- málaráðuneytis, fjármálaráðuneytis, menntamála- ráðuneytis og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis um ávana- og fíkniefnamál hefur ákveðið að boða til fundar með fulltrúum þeirra félaga, samtaka og stofnana, er fást við meðferð og afskipti af þessum málaflokki, í Borgartúni 6, þriðjudaginn 11. október 1988 kl. 12.00. Gert er ráð fyrir tveimur fulltrúum frá hverjum samtökum. Markmiðið með fundinum er að gefa fulltrúum stjórnvalda innsýn í starfsemi félaga og samtaka, er fást við ávana- og fíkniefnamál, og jafnframt að vera vettvangur skoðanaskipta þessara aðila um sömu mál. Þátttaka tilkynnist í síma 91-25000 fyrir 8. október nk. Allsherjar- & ooo atkvæða- greiðsla Félag starfsfólks í veitingahúsum hefurákveðið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 36. þing Alþýðusambands íslands. Tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12 miðvikudag 12. október 1988. Kjörstjórn Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig á áttræðisaf- mælinu. Guð blessi ykkur öll. Vigdís Óiafsdóttir, Brekku t Útför Bjargar Árnadóttur Seljalandi 7, fyrrum húsfreyju að Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi fer fram frá Bústaðakirkju föstudaainn 7. október kl. 13.30. Ferð verður frá Félagsheimilinu Árnesi kl. 11.30 og frá Fossnesti, Selfossi kl. 12.00. Börn, tengdabörn og barnabörn Súlnasalur 25 ára 25 ára afmælishátíð Súlnasalar, nefnist skemmtidagskrá á Hótels Sögu, þar sem fram koma allir helstu skemmtikraftar frá þeim tíma þegar salurinn var tekinn í notkun, þar á meðal Ragnar Bjarnason, Þuríður Sigurðardóttir og Ellý Vilhjálms, en undir borðhaldi leikur Grettir Björnsson. Pá verður maturinn einnig í anda þessa tíma og er boðið upp á tvo til þrjá rétti af matseðli. Einsog tíðkað- ist á þessum tíma er tekið á móti fólki með fordrykk, Asna, við inn- ganginn og því vísað til sætis. Tíminn brá sér á frumsýninguna á síðasta laugardag og tók nokkrar myndir af skemmtikröftum og veislugestum. -ABO Eilý Vilhjálms var í essinu sínu og tók hvert lagið á fætur öðru. Þuríður Sigurðardóttir virtist engu hafa gleymt frá fyrri tímum, og kynti undir endurminningum fólks í salnum. „Svífur yfir Esjunni... “ syngur Ragnar Bjamason af mikilli innlifun. Páll Þorsteinsson útvarpsstjóri Bylgjunnar og Ragna Pálsdóttir „á réttrí bylgjulengd". Tímamyndir: Gunnar Valgeir Guðjónsson Stuðmaður og Ásta Ragnarsdóttir vora hugfangin af danssporum Ragga Bjarna. Ólafur Gaukur og Unnur Arngrímsdóttir danskennarí voru meðal gesta á frumsýningarkvöldinu og kunnu svo sannarlega að meta skemmtunina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.