Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 22. desember 1988 Tíminn 5 Tveir af þingmönnum Borgaraflokks, Óli Þ.GuðbjartssonogAðalheiður Bjarnfreðsdóttir, styðja ríkisstjórnina: Meirihluti tryggður Nú er ljóst að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur meirihluta fyrir öllum tekjuöflunarfrumvörpum sínum og bráðabirgðalögunum í báðum deildum Alþingis. Þá er einnig talið víst að ekki verði þinghald á milli jóla og nýárs. Frumvörp um tekju- og eignaskatt og frumvarp um vörugjald verða afgreidd sem lög frá þinginu í dag og fjárlög verða afgreidd á fyrstu dögum næsta árs. Atkvæðagreiðsla um lög til stað- festingar bráðabirgðalögunum fór fram í neðri deild í gærmorgun og ríkti mikil spenna um úrslit hennar, en hún skar úr um hvort ríkisstjórnin hefði meirihluta á þingi. Greidd voru atkvæði um frumvörpin eftir aðra umræðu og eftir það var þeim vísað til þriðju umræðu í deildinni. í stuttu máli fóru leikar svo að allar breytingartillögur við frumvörpin voru felldar eða dregnar til baka. Tveir af þingmönnum Borgara- flokksins, þau Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir og Óli Þ. Guðbjartsson, gengu til liðs við stjórnina og studdu hana, ýmistmeð hjásetu eðagreiddu atkvæði með henni. Óli Þ. Guð- bjartsson gerði grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði það ábyrgð- arhluta að fella stjórnina á þeim óvissutímum er nú ríktu í efnahags- lífi þjóðarinnar og í ljósi þeirrar yfirlýsingar forsætisráðherra um að hann mundi hefja viðræður við A.S.Í. og B.S.R.B. styddi hann stjórnina. Haildór hættir að þæfa Sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að þar sem meirihluti ríkisstjórnar- innar sé kominn í ljós muni þeir ekki koma í veg fyrir að afgreiðsla mála verði með eðlilegunt hætti hér eftir. Það mun hafa náðst samkomulag á fundi sem haldinn var með formönn- um þingflokka og forsetum þingsins um að tekjuöflunarfrumvörpin verði afgreidd fyrir jól en annað verði látið bíða. Á þetta hefur stjórnar- andstaðan fallist. Halldór Blöndal sem er ókrýndur leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í efri deild þingsins hefur þrátt fyrir að meirihluti ríkis- stjórnarinnar sé kominn í Ijós haldið uppteknum hætti og var hann tíður gestur í ræðustól deildarinnar í gær. Samt er talið líklegt að hann muni lúta vilja meirihlutans innan þing- flokksins og halda ekki uppi málþófi, þó svo að haft hafi verið eftir einum af samflokksmönnum hans í gær að samkomulag væri um skipan þing- starfa í neðri deild en ekki í þeirri efri. Fruinvörpin um tekju- og eigna- skatt og vörugjald voru rædd í neðri deild þingsins í gær en þau verða send til efri deildar aftur í dag vegna þeirra breytinga sem á þeim hafa orðið í meðförum fjárhags- og við- skiptanefndar deildarinnar. Það eina sem gæti komið í veg fyrir að þessi frumvörp verði afgreidd fyrir jól væri að Halldór Blöndal tæki þá ákvörðun að halda uppi málþófi. Það má segja að visst spennufall hafi orðið á Alþingi í gær er meiri- hlutinn kom í Ijós og hlutirnir fóru að skýrast. Þó að stuðningur hluta Borgaraflokksins hafi ef til vill ekki komið mjög á óvart voru sumir óhressir með úrslitin. Albert Guðm- undsson fráfarandi formaður Bor- garaflokksins var þungur á brúnina enda þessi hjáseta alls ekki með hans samþykki og ekki honum að skapi. Menn spyrja sig nú þeirrar spurningar hvort flokkurinn sé að klofna í höndunum á honum og að þeir sitji einir eftir hann, Ingi Björn og Hreggviður Jónsson en aðrir gangi til liðs við stjórnina. Það lá ekki heldur neitt sérstaklega vel á sumum af þingmönnúm Sjálfstæðis- flokksins. Geir H. Haarde var þung- orður í umræðum um vörugjalds- frumvarpið sem fóru fram á eftir atkvæðagreiðslunni um bráða- birgðalögin og sagði m.a. að sér þætti hart að hæstvirtur iðnaðarráð- herra gæti ekki hundskast til að vera viðstaddur umræðuna, en Jón Sig- urðsson hafði þá brugðið sér úr salnum. Þess má svo að lokum geta að nú þegar allir hnútar eru leystir eru þingmenn ekki að stressa sig yfir framvindu mála fyrir jól og munu sumir landsbyggðarþingmenn leggja af stað heimleiðis í dag. - ág Rætt við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um opinbera heimsókn hans til Póllands: Valdhafarnir vilja bætt samskipti við Norðurlönd Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er nýkom- inn heim úr opinberri heimsókn til Póllands, þar sem hann átti viðræður við helstu ráðamenn pólsku þjóðarinnar. Heimsóknin stóð í fjóra daga, frá 12. til 16. þessa mánaðar. Utanríkisráðherra átti viðræður við fjóra af helstu valdhöfum nú- verandi ríkisstjórnar í Póllandi, utan ríkisráðherrann Olevchowski, utanríkisviðskiptaráðherrann Jas- trzebski, forsætisráðherrann Ra- kowsky og Jaruzelski æðsta valda- mann Póllands sem ber titilinn formaðurráðherraráðs. „Mérþótti talsvert til Jaruzelski koma og fann á viðtölum við pólska borgara að hann er talsvert metinn," sagði Jón Baldvin. Að auki ræddi hann við fulltrúa kaþólsku kirkjunnar, erki- biskupinn yfir Varsjá, Aljozy Orzulik og annan af tveim nánustu ráðgjöfum Walesa sem heitir Ma- zowiecki og er úr hinum kaþólska armi Samstöðu. Þá gafst ráðherra einnig kostur á að ræða við ýmsa óbreytta borgara, sem gegna ýms- um störfum í Póllandi. Aðalumræðuefnin voru sam- skipti austurs og vesturs, ákvörðun Gorbatsjovs um fækkun í herafla og fækkun venjulegra vopna í A.- Evrópu. Tillögur Atlantshafs- bandalagsins um niðurskurð her- afla og fækkun venjulegra vopna í Evrópu, Perestrojka Gorbatsjovs, endurnýjunaráætlun hinnar nýju ríkisstjórnar Póllands, samskipti Póllands og Norðurlanda og tví- hliða samskipti íslands og Póllands. Jón Baldvin sagði að auk þess hafi umræðan beinst mjög að fyrirhuguðum viðræðum stjórn- valda og andstöðuafla í Póllandi, sem ýmsum finnst að muni skera úr um hvort umbótaáætlun ríkis- stjórnarinnar nái fram að ganga, eða öllu heldur hvort hún skili einhverjum raunverulegum ár- angri þegar til framkvæmdanna kemur. „Menn þurfa ekki lengi að dvelja í Póllandi til að sjá að þeir búa við efnahagslegt neyðarástand,“ sagði utanríkisráðherra. Hann sagði áð menn mættu ekki gleyma því að á síðasta áratug réðust Pólverjar í gríðarlegar fjárfestingaráætlanir sem fjármagnaðar voru með er- lendum lánum. Endurbæturnar sem þetta átti að leiða af sér mistókust gersamlega, m.a. vegna þess að stjórnkerfið bauð ekki upp á að rekstur verksmiðja væri sam- keppnishæfur um verð og gæði. Vegna þessa hafa lífskjör hrunið í landinu, en voru þó ekki beysin fyrir. Það er orkuskortur, vöru- skortur, matarskortur og það er ríkjandi vonleysi almennt í þjóðlíf- inu. „Miðað við fyrri veru.mína þar, þó langt sé um liðið, duldist mér ekki að það hefur orðið um verulega afturför að ræða í land- inu,“ sagði Jón Baldvin. Hin svokallaða endurnýjunar- áætlun Rakowsky er við fyrstu sýn mjög róttæk umbótaáætlun, að sögn utanríkisráðherra. Aðalatriði hennar eru: Skilyrðislaus heimild til að starfrækja einkafyrirtæki, í öðru lagi skilyrðislaus heimild fyrir erlenda aðila til að eiga og starf- rækja fyrirtæki í Póllandi með 100% eignaraðild útlendinga, jafn- vel þótt fyrirtækin séu alfarið undir stjórn erlendra aðila. Þá er í þriðja lagi gjaldeyrisfrelsi, heimiíd án íhlutunar stjórnvalda til að eiga og skipta pólskum gjaldmiðli í erlend- an gjaldmiðil, í fjórða lagi skatta- ívilnanir til fyrirtækja sem skila ákveðnu hlutfalli af tekjum sínum af útflutningi og í fimmta lagi opnun í milliríkjaviðskiptum, í þeim skilningi að fyrirtæki semji beint við einkafyrirtæki erlendis um útflutning og viðskipti. „Þetta hefði í gamla daga verið kallað prívatísering og kapítalismi, en samkvæmt hugmyndum ráða- manna segja þeir lýðræðisleg jafn- aðarstefna, þ.e. blandað hagkerfi, markaðsbúskapur undir opinberri stjóm og viðurkenna þar með að gamli formúlukommúnisminn, að öll framleiðslutæki skuli vera í höndum ríkisins og afnám sam- keppni og frjáls markaðsbúskapar, að það kerfi hafi gersamlega brugð- ist á þeim 40 árum sem Sovétmenn hafa þröngvað því hagkerfi upp á Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra. 2! 1 - 3 # i f Tveir af valdamestu mönnun Samstöðu, JLech Walesa og Tadeus Maco- wicki. Jaruzelski formaður ráðherraráðs Póllands. Pólverja," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þetta væri út af fyrir sig neyðaráætlun og staðfesting á hruni hins svokallaða sósíalíska hagkerfis og er að því leyti skyld perestrojku Gorbatsjovs. Þessar áætlanir Pólverja eru ekki farnar af stað þar sem ný ríkisstjórn tók við í september. Frumvörpin Iiggja nú fyrir pólska þinginu og eiga að taka gildi frá árslokum og fram í mars, apríl á næsta ári. Jón Baldvin sagði að Pólverjarn- ir hefðu lagt mikla áherslu á að kynna þessar áætlanir sínar og töluðu mjög opinskátt um mistök fortíðar og viðurkenndu að þeim væri lífsnauðsyn að virkja frum- kvæði og dugnað einstaklinga sem hefðu verið drepin í dróma áratug- um saman. Þeir töldu hins vegar að viðbrögð Vesturlanda skæru úr um árangurinn. Jón sagði að hann túlkaði viðræður Jaruzelski á þann veg að Jaruzelski teldi að stefna þyrfti að auknu félagafrelsi í áföng- um. Byrja þurfi á umbótaáætlun til að bæta lífskjörin og vona að alþjóðlega umhverfið stuðli að því að umbætur heima fyrir komi hönd í hönd með friðsamlegri samskipt- um. Utanríkisráðherra sagði að þeg- ar rætt hefði verið við fulltrúa Samstöðu um þessi mál, þá sögðu þeir að þessi ríkisstjórn væri sama ríkisstjórnin og hefði komið Pól- landi á kaldan klaka á undanförn- um áratugum. Þetta er sami flokk- urinn og sömu forystumennirnir, sama valdastéttin, sama valdakerf- ið, sem aldrei hefur notið trúnaðar þjóðarinnar, heldur tekið sér völd með valdi. Þess vegna segir Sam- staða: Við erum vissulega viðbúin til að ræða þessa umbótaáætlun og teljum hana í höfuðatriðum rétta, en við setjum það skilyrði að fyrst verði komið á félagafrelsi í landinu og þá ekki eingöngu viðurkenningu á frjálsum verkalýðsfélögum, held- ur félagafrelsi í merkingunni marg- flokkakerfi og lýðræðislegar kosn- ingar þar sem pólska þjóðin fengi að velja sér menn sem hún treysti til að fara með framkvæmdina. „Þarna stendur hnífurinn í kúnni," sagði utanríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að það hefði komið fram bæði í máli stjórnvalda og almennings að menn telja mikið skorta á skilning Vesturlandabúa á hlutskipti og örlögum Austurevr- ópuþjóða. Pólverjar vilja ekki að þeim sé ruglað saman við pere- strojku, því menn verði að átta sig á því að Pólland er vestrænt ríki, sem fer fram á lýðræði, frelsi og sjálfstæði. „Það sem mér þótti athyglisverð- ast og gekk eins og rauður þráður í gegnum málflutning valdhafanna var sá mikli áhugi á því að ná bættum samskiptum og tengslum við Norðurlönd," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að Pólverjar litu svo á að Norðurlöndin hefðu miklu að miðla þeim. Norðurlönd- in eru ekki stórveldi og verða ekki grunuð um græsku fyrir yfirráða- hneigð, en þau eru tæknilega sterk. Jón sagði að þarna gætu Norður- lönd lagt fram mikinn skerf ef þau hættu að bíða átekta og réttu fram hjálparhönd. „Þessu mun ég koma á framfæri við ríkisstjórnir Norður- landa og sér í lagi kollega mína sosíaldemokrata, því ég tel þetta mjög athyglisverðan hlut,“ sagði utanríkisráðherra. Viðskipti íslands og Póllands komu til umræðu á þessum fundum Jóns með ráðamönnum í Póllandi. Viðskiptin síðustu ár hafa verið á þann hátt að Pólverjar hafa smíðað og lengt fyrir okkur skip en í staðinn höfum við selt þeim aðal- lega fiskimjöl til svína- og alifugla- framleiðslu. Þetta hafa verið við- skipti upp á 13 milljónir dollara á ári, sem er um 1% af okkar heildarútflutningi. í viðræðum við utanríkisviðskiptaráðherrann kom fram að Pólverjar væru tilbúnir til að fimmfalda viðskiptin að verð- mætum milli landanna á næstu þrem árum. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.