Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. desember 1988 Tíminn 7 Már Guðmundsson hagfraeðingur í fjármálaráðuneytinu segir mál- flutning iðnrekenda um vörugjaldsfrumvarpið villandi og rangan: Samkeppnisstaða inn- lends og erlends iðn- varnings óháð gjaldinu „Fari iðnfyrirtæki í samkeppnisiðnaði á hausinn eftir að vörugjaldsbreytingar hafa verið samþykktar þá verður það ekki vörugjaldsins vegna. Orsakirnar verða einhverjar allt aðrar,“ sagði Már Guðmundsson hagfræðingur í fjármála- ráðuneytinu við Tímann. Már vísaði algerlega á bug mál- flutningi sem iðnrekendur hafa haft uppi um þetta. Vörugjald hefði aldrei verið og yrði ekki lagt á bæði aðföng til iðnaðar og síðan fram- leiðsluvörur. Már sagði: „Vörugjald hefur alla tíð verið og verður lagt jafnt á erlenda vöru og samsvarandi vöru framleidda hér innanlands. Þannig er rangt að sam- keppnisstaða innlendrar vöru versni gagnvart samsvarandi erlendri vöru. Ef þetta væri gert á einhvem annan hátt væri verið að brjóta alþjóðlegar tollasamþykktir. Oft á tíðum hafa menn valið vörur til vörugjalds sem alls ekki em framleiddar innanlands þannig að í raun hefur verið sett gjald á innflutn- ing.“ - En hafa iðnrekendur fullyrt að fyrirhugað vörugjald sé lagt á bæði aðföng og afurðir? „Já það hefur ítrekað verið gert. T.d. er í Morgunblaðinu í síðustu viku viðtal við Harald Sumarliðason formann Landssambands iðnaðar- manna þar sem hann segir að... „vörugjaldið mun þar að auki skaða samkeppnisaðstoðu íslensks iðnaðar þar sem aðföng hans eru skattlögð auk fullunninnar vöru.“ „Þetta er alrangt,“ sagði Már. „í fyrsta lagi er það svo að sá sem BókumHreyfil Samvinnufélagið Hreyfill hefur gefið út bók sem inniheldur sögu og félagatal Samvinnufélagsins Hreyf- ils. Það er Ingólfur Jónsson frá Prestbakka sem hefur tekið bókina saman. í bókinni er að finna sögu Hreyf- ils, þar er fjallað um öll þau félög og þá starfsemi sem átt hefur sér stað innan Hreyfils í gegnum tíðina. Einnig er annáll félagsins rakinn og er þar drepið á það markverðasta sem gerst hefur á hverju ári frá stofnun Hreyfils til dagsins í dag. Auk sögunnar inniheldur bókin félagatal frá stofnárinu 1943 til 1988. Þar er að finna mynd af flestum þeim bílstjórum sem ekið hafa á vegum Hreyfils í gegnum tíðina, auk þess sem lítillega er drepið á æviágrip hvers og eins og ættir hans raktar. Sömu sögu er að segja um starfsfólk félagsins. -áma framleiðir gjaldskylda vöru og kaup- ir hráefni sem vörugjald er á, getur dregið vörugjaldið af hráefninu frá áður en hann greiðir gjaldið af framleiðsluvöru sinni.“ Már sagði að á þennan hátt væri komið í veg fyrir tvísköttun og gjaldið hlæðist ekki upp eins og söluskatturinn og greiddist sjálfvirkt til baka. f öðru lagi sagði hann að þegar framleidd væri vörutegund sem vörugjald leggst ekki á, þá gæti framleiðandinn fengið aðföngin og hráefnin vörugjaldslaus og þyrfti í fæstum tilfellum að leggja út fyrir gjöldunum af aðföngunum. Því væri það afar villandi og beinlínis rangt að halda fram að vörugjald legðist á aðföng innlendra framleiðsluvara sem undanþegnar væru vörugjaldi. Már sagði að allt tal iðnrekenda um skerta samkeppnisaðstöðu vegna vörugjaldsins ætti því við engin rök að styðjast. Hann sagði að hins vegar væri í einstaka tilfellum hægt að leiða að því rök að vörugjald á einn vöru- flokk gæti að einhverju leyti skert samkeppnisaðstöðu gagnvart öðrum vöruflokki. Það hefði liins vegar ekkert með það að gera hvort varan væri innlend eða erlend. Vegna þessa leituðust stjórnvöld jafnan við að hafa sama vörugjald á samkynja vöruflokkum og með þeim breytingum sem nú væri verið að gera á vörugjaldsfrumvarpinu væri verið að breikka gjaldskylduna í sambandi við byggingaefni með því að taka undir einn hatt flestallt byggingaefni til þess að samkeppn- isstaða einnar tegundar skekktist ekki gagnvart annarri. - sá EG HEITITRAUSTI BAUKASTJÓRI Ég er á leið í Landsbankann þinn með nýjan bauk og kort. Ég er baukastjóri og hjálpa þér að spara. Baukurinn er nokkurs konar bankahólf. Þegar það er orðið fullt er hægt að opna það með sérstöku baukakorti sem er merkt þér. Og þá er kominn tími til að fara í Landsbankann og leggja peningana inn á Kjörbók. Ef þú sparar og passar þig vel að eyða ekki of miklu, líður ekki á löngu áður en þú getur eignast eitthvað verulega skemmtilegt. Landsbankinn borgarþérsvo vexti en það eru peningarsem þú færð fyrir að geyma peningana þína í bankanum. Byrjaðu strax að spara með mér, ég kosta aðeins 270 krónur. L Landsbanki ísiands Banki allra landsmanna FORMÁLAR ISLENSKRA SAGNARITARA Á MIÐÖLDUM Sverrir Tómasson Doktorsritgerð höfundar um áhrif mælskulistar og erlendra mennta á íslensk- arfornbókmenntir. MÆLT MÁL OG FORN FRÆÐI Bjarni Einarsson Afmælisrit höfundar þar sem einkum er fjallað um sögur fornskáldanna Egils Skallagrímssonar, Kor- máks Ögmundssonar, Hallfreðar vandræða- skálds og Gunnlaugs orms- tungu. FÆREYINGA SAGA Ólafur Halldórsson bjó til prentunar Vísindaleg útgáfa þessar- ar frægu sögu sem er að bókmenntagildi í fremstu röð íslenskra miðaldarita. STURLUSTEFNA Bókin geymir níu erindi sem flutt voru á málstefnu í tilefni af sjöhundruðustu ártíð Sturlu Þórðarsonar sagnaritara, höfundar Islendingasögu Sturlungu og Hákonarsögu Hákonar- ST0FNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR Bókaútgöfa /V1ENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7« REYKJAVlK SÍMI 621822 GÓÐ BÓK ER GERSEMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.