Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 8
104 SIÝINFAXI t>jóðernisbarátta Færeyinga. i. Þegar hér skal sagt frá þjóSernisbaráttu Færeyinga á vor- um tímum, liggur beinast við, a'ð nefna fyrst það tímabil í sögu vorri, er þjóð vor komst i mestan vesaldóm. Það er sið- bótartimabilið. Þá var grundvellinum kippt undan þjóðmenningu vorri. Biskupsstóllinnr sem verið hafði í Fær- eyjum í rúmlega 450 ár, var lagður niður og fluttur úr eyjunum. Æðsta kirkjuvald Fær- eyja var þá um skcið i Noregi. Seinna var það flutt til Danmerk- ur og er þar enn í höndum IÝaupmanna- hafnarbiskups. Hinit kunni prestaskóli, er Sverrir konungur stundaði náni í, var og lagður niður um sama Ieyti leyti. All- ar jarðeignir, er forna kirkjan átti, voru lagðar undir konung. Helmingur allra jarðeigna á Færeyjum er því enn í eign danska ríkisins; nefnast það kóngsjarðir. Þó var það þjóð vorri skaðleg- ast og hættumest, að dönsk tunga var þá færð inn í kirkjuna á Færeyjum, og engar guðsorðabækur komu út á færcysku máli. Allt það, er kirkjunni kom við, varð að fara fram á dönsku. Við barnaskirnir, fermingar, hjónavígsl- ur og greftranir — allt var þar á danska tungu talað og sung- ið. Eigi var um ]iað hirt, hvort fólk skildi meira eða minna, eða ef til vill ekkert. Á þeim timum var það venja, að hver prestur þjónaði mörgum kirkjum, einuin 5, 6 eða 7. Var því sjaldan inessað í þeim. En guðsþjónusta fór fram í kirkjun- Símun av Skarði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.