Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 9
SKINFAXI 105 um — l)á eins og nú — þó að presturinn væri þar ekki. Djákn- inn ias þá danska prédikun yfir kirkjufólkinu og sálmar voru sungnir úr Kingos bók. Ein bók var notuð hér framar öllum öðrum: Lestrarbók Brockmands biskups. Sunnudag eftir sunnudag, ár eftir ár, mannsaldur eftir mannsaldur, í meira en hálfa þriðju öld, hafa færeyskir djáknar lesið þessa dönsku lestra, meðan helmingur kirkjufólksins þjáðist af leiðindum að hlusta á hina ógurlega löngu lestra, en hinum helmingn- um þótti bezt við eiga, að fá sér styrkjandi dúr. Hvernig danskt mál úr færeyskum djáknamunnum mundi hljóma í dönskum eyrum, vitum við af sögunni um Danann, sem heyrt hafði færeyskan djákn lesa: „Eg skildi töluvert af því. Eg liélt, að færeyskan væri þyngri en þetta.“ Hann hélt, að djákninn hefði lesið á færeysku. Enn er lestrarbók Brockmands til á mörgum færeyskum heimilum, en á síðustu fjörutíu árum mun víðast hætt að nota hana. En orðtakið: „langt sum ein Brockmanslestur" er komið inn í mál vort og riotað um allt, sem langt er og leiðinlegt. En manna á meðal var vort færeyska móðurmál jafnan tal- að, svo sem enn er, og það átti sínar hátíðastundir við „kvöld- seturnar" i revkstofunni, er gömlu kvæðin voru kveðin og sögur sagðar. Þar var það varðveitt í minni, munni og hjarta fólksins; þar slokknaði neistinn aldrei. Ekki má gleyma dans- stofunni, þar sem æskulýður, og eldra fólk einnig, kom sam- an til skemmtunar hvert helgikvöld frá jólum til föstu-inn- gangs. Þar hljómuðu kvæðin bezt. Það er efalaust, að lcvæðin og vikivakarnir hafa verið beztu stoðir máls vors, gegn um hinar myrku og óhugðarlegu aldir. Enn má nefna eina ógæfu, er af siðabótinni leiddi. Hið gamla menningarsamband milli íslands, Færeyja og Noregs slitnaði, og það varð fyrst og fremst okkur Færeyingum að meini. Hversu nátengdir við höfum verið íslendingum í and- legum viðskiftum, sést bezt á kvæðum okkar, því að megin- hluti þeirra er gerður um efni úr íslenzkum sögum. Þetta sýnir gerla, að Færeyingar hafa verið kunnugir samtíðar- bókmenntum fslendinga, er þeir ortu kvæði sín úr þeim. Ilið inikla kvæði Jóns Arasonar, „Ljómur“, barst og til Færeyja, og Færeyingar lærðu það og varðveittu hluta úr því á vör- um sínum yfir 200 ár.*) Það er um þessa löngu og ströngu *) Sjá Jón Helgason: Færöske Studier, í „Maal og Minne“ 1924.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.