Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 26
122 SKINFAXI Afmælisvísur Ungmcnnafélags Akureyrar 1930, Söklcva slcip og bálar brotna, byggir vetur Norðurlönd, en í skapi okkar drottna æskuþrár við nyrztu strönd. Þegar hríðar-fákar frýsa, falið vaknar liugarþor, sjáum við með sólu rísa senn hið nýja þjóðarvor. Feygð og gleymd i fotdu liggja feðra vorra lúnu bein, — ættlerinn mun aldrei byggja okkar minning bautastein. — Synir vorir eiga’ að erfa óðul vor og sögu-mál: Kennum þeim til sigra’ að sverfa sinnar ættar víga-stál. Vakni æska ungrar þjóðar eftir þungan vetrardraum, drunga svifti dísir góðar, djarfar kafi aldastraum! Lögmád hinna ungu ætta eru geislaletri skráð: Hrindum mælti vondra vætta, vinnum gagn í lengd og brcið. Þótt vér ei á gæfu-gandi geisum eftir ruddri slóð, syngjum vér með brugðnum brandi Bjarkamál að vekja þjóð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.