Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 35
SKINFAXI 131 niyndum), er sýna landslag og sögulegar minnjar á Þing- völlum. Eru þær í % arkar stærð og fást tíu saman í snotru liylki fyrir 75 krónur, en einstakar myndir kosta 10—25 kr. Vafalaust langar marga til, að eiga einhvern grip til minnja um hátíðarár þetta, bæði ])á, er hátíðina sækja, og hina, er heima verða að sitja. Sjólfsagt er að menn vandi val sitt. Hér er kostur varanlegra listaverka eftir viðurkenndan snill- ing, fyrir óvenjulágt verð. Til er aðeins takmarkað upplag al' verkum þessum, og vissara fvrir þá, sem eiga vilja, að fá þau fyr en seinna. Þættist Skinfaxi unnið hafa þarft verk, ef sem flest þeirra kæmust í eign ungmennafélaga. — Panta niá skildi og „raderingar“ hjá listamanninum sjálfum, en hann býr í Listvinafélagshúsinu í Reykjavik. Bækur. Rikarður Jónsson myndhöggvari er löngu þjóðkunnur mað- ur. Mun hann einna vinsælastur af alþýðu manna, allra ís- lenzkra listamanna. Kemur það af því, að list hans er gripin beint út úr sál þjóðarinnar — er í samræmi við hugmvndir, þjóðsagnir og þjóðlist íslenzkrar alþýðu. Ríkarður mótar and- litsmyndir og nær svo vel svip og líkingu, að steinninn fær líf í höndum hans. Ilann hefir rannsakað gaumgæfilega forna tréskurðarlist íslenzka og hafið hana til nýrrar fullkomnunar í myndskurði sínum. Þá er til eftir hann fjöldi teikninga af sérkennilegum íslendingum, hugmyndir úr ])jóðtrúnni o. s. frv. Nú hefir Ríkarður ráðizt i, að gefa út bók með myndum af verkum sínum. Er hún í prentun og kemur á markaðinn í júni. Þar verða fullar 200 myndir, af höggmyndum, út- skurði og teikningum. Er mjög til bókarinnar vandað um all- an frógang. Aðalsteinn Sigmundsson sér um útgáfuna. Svo sem ætla má um jafn rammþjóðlegan hugsjónamann, hefir Ríkarður verið áhugasamur ungmennafélagi. Ættu nú ungmennafélagar að vinna að útbreiðslu bókar hans, lista- mannsins vegna, cn einkum þeirrar þjóðlegu listar, er hún geymir. Hér birtast sýnishorn af myndum úr bókinni. Panta má hana hjá ritstjóra Skinfaxa. Eg hefi oft dáðst að þvi, live snilldarlega U. M. F. voru hugsuð í upphafi, af frumleik og næmum skilningi á eðli

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.