Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 36
132 SKIXFAXI æskunnar og ástandinu i landinu. Það er Þórhallur Bjarnar- son prentari, er hugsaði félagsskapinn. Hann er enn meðal heitustu og hugkvæmustu ungmennafélaga. Nú er Þórhallur að gefa út bók, sem hann ætiast til, a'ð verða megi til þess, að breiða út þekkingu á íslandi og auka sæmd þess crlendis. En það er úrval úr ljóðum 30 íslenzkra nútiðarskálda. Eru kvæðin prentuð á íslenzku á aðra hvora blaðsíðu, en þýðing á ensku á blaðsíðunni á móti. Iiafa ýms- ir gert þýðingarnar, en flestar þeirra eru eftir Vestur-íslend- inga, enda vill útg. benda með bókinni á hlutverk þeirra senx kynnenda íslenzkrar menningar út á við. Stutt æfiágrip skáld- anna fylgja og myndir af þeirn. Hefir Tryggvi Magnússon teiknað myndirnar og umgerð, sem litprentuð er um hverja blaðsíðu. Prófessor Richard Beck hefir ritað inngang og búið bókina undir prentun. Hún verður 17 arkir að stærð, prent- uð á afbragðs pappír, bundin í alskinn og um allt hin prýði- legasta. Má öllum ljóst vera, hvilíkt fagnaðarefni jxað er, að fá slíka bók út nú í ár — geta með henni veitt erlendum gest- um vorum innsýn i sál þjóðar vorrar, gegn um ljóð hennar. í 1. hefti Skinfaxa ]). á. er bent á ágæta æskulýðssálarfræði eftir séra Axel Ilaerberger í Oxelösund í Svíþjóð. Eg hefi notið þeirrar ánægju, að kynnast höfundi þessum, og hefir hann nú sent mér tvær bækur er hann hefir gefið út í ár. Heita þær ,,Det religiösa livet under gnglingaáldern“ (Trúar- lif æskuáranna) og ,,Scoutlagen i psgkologisk, pedagogisk och etisk belgsning“ (Skátalögin í sálar-, uppeldis- og siðfræði- legu Ijósi). Kosta 2,25 og 1,25 s. kr. Báðar eru bækur þessar mjög prýðilegar, efnið skipulega sett fram, í stuttu, skýru máli, án hleypidóma og kredda, en af skilningi og frjálslyndi. Skal eindregið mælt með þeirn við kennara og æskuleiðtoga, enda þótt þeir stundi eigi „kristilega“ starf- semi í þröngum skilningi, né skátaforyslu. Þær veita inn- sýn í sálarlíf æskumanna, birta andlegar þarfir þeirra. Skin- faxi getur útvegað þessar og fleiri bækur um æskulýðsrnál. Bréfasambönd. Magnús Jónsson, Bláfeldi, Staðarsveit, Snæfellsnesi, æskir bréfasambands við áhugasama ungmennafélaga, konur og karla. — Bragi Eiríksson, Aðalstræti 12, ísafirði (14 ára) æskir bréfasambands við ungmennafélaga og skáta á líkum aldri. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.