Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 21

Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 21
Göi.uhreinsarinn Kyndill ósannindi. — Nú sofa þæui í dufti moldarinnar — sem við einnig eigum eftir að hverfa til — eins og þær hafi aldrei tilheyrt þessari tilveru. — — Hin börnin hans Láka gamla voru einnig horfin honum, út í baráttu lífsins fyrir sjálfum sér og enn nýjum kynstofni. Nú voru þau að eins tvö eftir í kjallaraholunni, hún María og hann. Eins og áður meðan þau höfðu verið ung. En hve alt var breytt. Lífsgleðin var kólnuð, baráttufuninn var sloknaður, en í þess stað var komin þolinmæði og þrautseigja fátæk- lingsins við tilfinningaralust þjóðfélagið og lífið. — Reynsla þeirra var sköpuð upp úr sárum og myrkri lífsins, upp úr kvölum örvæntingarinnar og tárum sorgarinnar. — Armæða, áhyggjur og heimiliserjur höfðu fyrir löngu kæft þann lífsneista í hjörtum þeirra, er við köllum ást. En ellin, ummhyggjan og samúðin fyrir þeim báð- um ,hafði fært þau aftur nær hvort öðru. Með trygg- lyndi og góðlyndi sínu voru þau eins og góðir félagar í fátækt sinni og elli. — Pessi heiðarlegu og óbrotnu gömlu hjón lifðu fá- breytilegu líferni fátæklinganna, eftir formföstum regl- um og venjum, sem aldrei var breytt út af í hinum smæstu atriðum heimilislífsins. Þau voru hætt að þræta og karpa við matborðið á kvöldin eða yfirleitt að vera með nokkuð óþarfa mas. Pau sátu þögul við borðið yfir óbreytta matnum og borðuðu hann með ánægju, í friði og guðsblessun. Þegar máltíðinni var lokið, þvoði María gamla upp

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.