Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 48

Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 48
Kyndill fiófementafélag fafnaðarmanna, Hverfisgötu 8—10, Reykjavik, gefur út rit og bækur í þeim tilgangi aö auka þekkingu á jafnaðarstefnunni og starfsemi hennar og breiða út annan nyt- saman fróðleik, er alþjóð má að haldi koma, svo og fagrar bókmentir, útlendar og innlendar. Ársgjaldið er 10 krónur, og fá félagar fyr- ir það alt, er félagið gefur út árlega. Félagið hefir starfað í'þrjú ár og gefið út þessar bækur: Brotið land, eftir Maurice Hindus, lýsing á bændalífinu í Rússlandi eftir byltinguna. Jimmie Higgins, eftir Upton Sinclair, segir frá því, er amerískur verkamaður vinnur heimsstyrjöldina. Æfintýrið um áætlunina miklu, eftir M. Ilin. Þýðing eftir Vilm. Jónsson landlækni. Heimsfræg bók. Komi riki þitt, eftir L. Ragaz. Rök kristin- dómsins fyrir jafnaðarstefnunni. Frjálst verkafólk á íslandi eftir dr. Guðbr. Jónsson. Lýsir íslenzkri stéttabaráttu fram til siðabótar. Almanak alþýðu, 1., 2. og 3. ár, með mörgum fróðlegum ritgerðum, smásögum o. fl. til gagns og skemtunar. Nýir félagar fá almanökin í kaupbæti, en hinar bækurnar fyrir hálfvirði. Gerist félagar sem fyrst. Gefið yður fram við stjórn félagsins eða afgreiðslu Alþýðublaðsins, Reykjavík.

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.