Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 14.03.1919, Blaðsíða 2

Íslendingur - 14.03.1919, Blaðsíða 2
48 ÍSLENDINOUR 12 tbl >Hristist loft en hljóðagargið hermdi’ og tugði eftir bjargið; og með rámra radda súgnum rigndi drít frá múgnum.c Skáldið verður fyrir vonbrigðum. Konungshöllin hverfur honum sýn með kongi og hirð í hallarranni. Ekkert sjest, nema gráhvít fuglamergðin, sem skyggir á himininn og þyrJast um loftið sem fjaðrafok — með argi og gargi. >Auðsjeð var sá urmull þóttist eiga þetta bjarg. Hver um annan sveiflast, sjónir svimar við þær millíónir. Yfir rœður enginn; fjöldinn allur fer með völdin.< Nú er sólin að síga til viðar. Lit- skrautið hverfur. >Luktist bjargið, ljósin dóu, litskreytt hurfu tjöld. Sáust skitin skeglu hreiður. Skríllinn fer með völd hjer sem víðar. —----- Kvæðið er lengra og gott alt sam- an, en jeg hefi tilfært úr þvf það, sem mjer þótti mestu máli skifta, — það, sem skemti mjer best. S. M. Erlendar símfrjettir. Reykjavík 13. mars. Bandamenn hafa nú ákveðið að taka allan kaupskipastól Þjóðverja. Verður hann undir eftirliti sjerstakrar nefndar, sem einn Þjóðverji situr í. Bandamenn ætla að birgja Þýska- land matvælum fram til næstu upp- skeru. Verða þær birgðir 100 miljóna þunda virði. Eiga Þjóðverjar að borga þær í ððrum vörum, inneign- um sínum erlendis og útlendum verðbrjefum. Wilson er aftur farin til Norður- álfu. Með málþófi varnaði senat Banda- ríkjanna mörgum stjórnarfrumvörp- um framgangs, svo sem fjárveiting- um til hers og flota, kaupskipastóls og járnbrauta. Þjóðverjar eiga að missa Helgo- Iand, en óráðið, hvað um það skuli verða. Fullyrt er, að Pólverjar fái Danzig. Atkvæðagreiðsla í Suður-Jótlsndi verður hagað samkvæmt óskum Dana. (Frjettaritari »ísl.« í Rvík). Innlendar frjettir. Rvík 13. niars. Látnir eru síra Pjetur Þorsteinsson f Eydölum, Erlendur Hvannberg, kaupra. Páll Halldórsson snikkari, tengdafaðir Þorst. Oíslasonar ritstj. »Kveldúlfur“ ætlar að kaupa hafskipabryggjuna í Hafnarifrði fyrir 550þús. krónur. Guðfræðisprófi hefir Freysteinn Gunnarsson lokið hjer. Pósfþjófnaður varð á »Geysir«. Stolið 10.000 kr. á leið frá Patreks- firði. (Frá frjettaritara >Isl.< í Rvík.) Kirkján. Messað á sunnudaginn kl. 2 e. h. . Rússakeisari enn á iífi. Gamla lagið. >Degi« hefir auðsjáanlega þótt það bjarnargreiði, að bent var á hreinskilni Guðm. á Sandi þar sem hann telur fiesta bændur í eðli sínu íheldna. Snýst >Dagur« illur við því, að »ísl.« tiifærði kafla úr grein Guðmundar Ritstjórinn ranghvolfir augunum og snýr nálega öllu við, svona upp á gamla móðinn sinn. Já, það er einmitt hrein- skilni Guðmundar sem vjer dáumst að, en hitt er »Degi« líkara og rit- stjóra hans, að vefja sig sínum eigin þokubólstrum. Víð það verður ásjóna þeirra miklu ferlegri á að -líta, en hún í raun og veru er og mætti þá svo fara, að ýmsir veiktrúa beygi sig í auðmýkt fyrir jafn svipmikilli sjón, en það gerum vjer ekki. Nú vill »Dagur« helst láta líta svo út, sem »ísl« sje að ráðast á Guðmund á Sandi, þó að hann vitanlega færi engum niðrandi orðum um hann, síður en svo. »Isl« tók kafian einmitt upp eftir höf., því hann hyggur það rjett,athug- að, að bændur sjeu íhaldsmenn, svona alment talað, enda á sama sjer stað um bændur um allan heim. Það er þvf óþarfi að tala um málsvarnir fyrir Guðmund. En hitt er rjett, að vjer töldum það óvanalegt írjálslyndi af »Degi« að leyfa jafn hispurslaust sagðan sannleikan, sem Guðmundur gerði, því vitanlega eru þessir tónar hans all hjáróma »Degi« og þó einkum Tímanstónum. »Degi« tjáir ekkert að bera á móti þvf, að málgögn Tfmakllkunnar ali hreint og beint á stjettaríg í landinu, enda vilanlegt, að foringi hennar sló á þann strenginn þegar í uppbafi þessarar æfintýra pólitfkur. Þó má vel vera, að »Dagur« hafi það vald yfir nokkrum sáium, að þær taki slík mót- mæli gild, en flestir bændur, sem lesa og hugsa sjálfstætt, munu sjá hvaðan blæs í »Tímanum« og »Degi« og þarf þá eigi annara vitna við. Annars viljum vjer loía ritstj. »Dags« að glíma við sinn eigin skugga eða kveða níður þann draug, sem hann þefir verið með að vekja upp. En hitt er heimska af aðstandend- um »Dags« að leggja ritstjóia »ísl.« í einelti með dylgjum og beinum ó- sannindum, þó þau sjeu kannske ætluð eyfirskum bændum einum, þvf fari það mikið f vöskt, getur svo farið, að hann neyðist til að sníða dálítið af eyrunUm á þeim sjálfum. Þeir munu hvort eð er trúa honum til þess verks (sbr. »Dag« 5. mars). Bifreiðafjeiag- er nýslofnað hjer f bæ. Stofnfje 15000 kr. Ymsir kaupmenn bæjarins og öku- menn eru hluthafar, svo vænta má þess, að þessu nýja fjelagi endist aldur til að gerbreyfa samgöngunum hjer f innsýslunni. 3 bílar eru þegar pantaðir hjá Espholin Co. og eru þeir væntanlegir í mai. Húsmensku geta 1-2 konur fengið á sveita- heimili rjett við Akureyri. Sjerstakt herbergi með eldstó. Afgreiðslan vísar á. Þrátt fyrir hina átakanlegu 3Ögu um líflát Rússakeisara, sem Norðurland flutti byrjunina af fyrir rúmum mánuði síðan, flytur »Morgunblaðið« 1. febr. þá fregn eftir enska blaðinu »Morning- post«, sem hefir það eftir frjettaritara sínum í Arkangel, að Rússakeisari sje enn á lffi. Hafi foringi Bolschevikka, sem fjekk skipun um að taka keisarann af lffi, sagt, að sjer væri alveg sama hver skotinn væri, hann ætti bara að standa skil á svo og svo mörgum líkum. Greifi nokkur, sem þetta heyrði, bauðst þá til að láta líf sitt fyrir keisarann. Er sagt, að keisarinn hafi mælt á móti því f fyrstu, en gengið þó inn á það að lokum. Komst hann sfðan burtu á flótta og veit enginn hvar hann er nú niður koroinn. Útbrofa-taugaveiki (Typhus ex- anthematicus). Utbrota-taugaveiki geisar nú í öllum hafnarborgum Hol- lands. Sagt er og, að þessi drepsótt sje komin til Bretlands, en sje það rjett, verðum vjer að leggja meira kapp á sóttvarnir landsins en nokkru sinni áður. Nú ríður mest á því, að hið strangasta eftirlit sje haft með öll- um siglingum milli Reykjavíkur og Bretlands. Guðmundur Hjaltason, sem mörgum er kunnur fyrir fyrirlesra sfna, ferðapistla og sögur, ljest 26 jan. s. 1. á heimili sínu í Hafnarfirði. Guðr. Lárusdóttir kallar hann »vitring«. Hann hefir náttúrlega orðið það eftir að hann dó,slfkt verða svo margir. Eggerts Ólafssonarsjóðurinn. Eins og auglýst var um í sfðasta blaði, gaf Leikfjelagið alt sem inn kom á sunnudagskveidið til Eggerls Ólafs- sonarsjóðsins að frádreginni húsleigu og upphitun. Formaður Leikfjelagsins afhenti mjer þegar um kveldið 380 kr., en af því varð jeg að borga 35 kr. íyrir húsið, svo hreinn - ágóði sem rennur í sjóðinn varð 355 kr. Allir sem að leikjunum störfuðu gáíu vinnu sfna og alla fyrirhöfn. Kann jeg þeim sjóðsins vegna innilega -þökk fyrir örlæti þeirra og greiðvikni. Seinna þegar saga sjóðsins verður rituð og stofnenda hans minst, mun þess getið að bláfátækt leikfjelag á Akureyri hafi gefið sjóðnum tæp 400 kr. Akur- eyrarbúum sem sóttu leikina, er það sómi að þeir lögðu sinn skerf. Margir þeirra munu eiga eítir að leggja fram drýgri skerf sjóðnum til efliugar og aðrir sem annaðhvort ekki vildu eða gátu sótt leikina í gærkveldi. l°/3 ’ 1 g Stefán Stetánsson. Leiörjetting:. Vísa Matthiasar í litlu greininni í sfðasta blaði um Eggert Ólafssonar- sjóðinn er svona rjettprentuð: >Það var hann Eggert Ólafsson* —ísalands vættur kvað — >aldregi græt jeg annan meir en afreksmennið það< Sl. st. Hver er sá þriðji? Ymsir hafa spurt mig, hvern jeg hefði meint í stökum þeim, sem jeg kvað — næstum af munni fram — eftir síra Jakob sál. Björnsson. Jeg meinti síra Jónas Jónasson sál. Við flutturp allir hingað norður á árunum 1884-18S7 og þjónuðum sam- tímis f inn-firðinum, mislengi þó, síra Jakob langlengst. Matthias Jochumsson. TeiKniflg. Þar sem jeg hefi fengið ofurlítið af teiknipappír og teikui-áhöldum nú með «Sterling», þá hefi jeg ákveðið að byrja teikninámsskeið í Gagnfræðaskólanum mánudaginn 17. mars n. k. Það stend- ur yfir einn mánuð (til Pálmasunnu- dags) og verður 3 tímar á dag, frá kl. 4-7 s. d. = 18 tfmar á viku. Gjaldið er fyrir hvern nemanda: 30,00 kr. fyrir allan tímann og greiðist helmingurinn af þvf fyrirfram. Ef ein- hverjir vilja taka þátt í námsskeiðinu, aðrir en þeir, oem jeg þegar veit um, þá gjöri þeir svo vel og láti mig vita fyrir mánudag. Meira en einskonar teikning verður kend, ef þess verður óskað. Æsustöðum Akureyri 10. mars — 19 Freymóður Jóhannesson. Súkkulaði og Kakao ódýrast hjá Pjetri Pjeturssytii. eir sem kaupa vilja útlend blöð hjá mjer, svo sem: »Fam,- Journal,« »Hus og Hjem,« »Hjemmet,« »Nord.-Mönstertidende,« o. fl., gjöri svo vel að panta þau sem íyrst. Andvirði fylgi pöntun.j Kr. Gudmundsson bóksali. Nýkomið í Bókaverslur) Kr. Guðmundssonar. Jólablaðið 1918. Smásögur frá strfðinu. Með báli og brandi. Insta þráin (aftur). Bessi gamli. Börn dalanna, Kolbeinslag. Kroppinbakur, Úr3kurður Hjartans. Robinson Krúsoe. Landkortabækur. Forskriftarbækur 2. í bókaverslun Sigurðar Sigurðssonar nýkomið. Með báli og brandi. I—II bindi. Insta þráin, Sóknin mikla, Sinbýli. Bessi gamli, Drotningin í Algeirs- börg o. fl sem uppseldar vóru. Jólabaðið 1918. Enfremur, Seðlaveski, (Undraveski), Heillaóskabrjef, Vasabækur, Fundar- gjörðatbækur, Reikningsbækur, Brjefa- kíemmur, Ljósmynda og Brjefspjalda- rammar, Smáspeglar og Vasaspeglar, Málbönd. Reikningseiðublöð. o. fl. The hjá Pjetri Pjeturssyni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.