Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 14.03.1919, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.03.1919, Blaðsíða 1
Ritstjóri': Sig. Ein.Hlíðar, Breiðabliki. Sími 67. íslendingur. • •••• •• ••••• • ••••••••^••••••••••••^••••^ ••#••••••-••«•»•«•••••• Akureyri, föstudaginn 14. mars 1919. •••••»•••••••••••••••••••••••••••••«••••••••••••••••••••••••• 5. árg. t Vinsla áburðarefnis úr loftinu. Eins og kunnugt er, er köfnunar- efnið hið þýðingarmesta og dýrasta jurtanærandi áburðarefni. í búpen ingsáburði er um '/2% af köfnunar- efni. f tilbúnum áburðarefnum er það miklu meira: í chílísaltpjetri 15 % og brennisteinssúrri stækju 20%. Köfnunarefnisáburður er talinn ó- missandi, til þess að fá þroskamik- inn jurtagróður. En á þess konar á- burði er víða skortur. í búpenings- áburði er köfnuriarefoiö eigi fuli- nægjandi. Chílísaltpjetur var flultur um heim ailan, en var dýr — álíka dýr og kornmatur og saltlögin fóru óðum minkandi. Mikið var búið til af brennisteins- súrri stækju við ljósloftsverksmiðj- urnar. En alt þetta var ófullnægjandi. Talið er, að köfnunarefnið hafi 78 % notagildi, samanborið við öil önn- ur áburðarefni. Það hefir því feikna mikla þýðingu fyrir jarðræktina, að geta fengið nægan köfnunarefnis- áburð. í loftinu eru ógrynnin öll af köfn- unarefni. Þetta efni er % af loftmagn- inu. — Vísindamenn hafa um langt skeið brotið heilann um það, hversu efni þetta yrði bundið, svo að það væri nothæft til áburðar. Á síðustu áratugum hefir þetta hepnast. Frá því verður skýrt hjer í crfáum drátt- um. Þjóðverjai urðu fyrstir manna til að sanna, að hægt væ.i að binda köfnunarefni loflsins. Það fundu tveir efnafræðingar, Frank og Caro, árið 1903. Efni það, sem þeir bjuggu til, heitir karbid köfnunarefni. f því eru frumefnin calsium, kol og köfnunar- efni (19%). Rafmagnsverkanir eiu notaöar við myr.dun þessa efna sambands. — Talið er, að nú sje ár- lega búið til aí efni þessu um 400000 smálestir. Það er notað við ýmis- konar íðnað og til áburðar. Árið 1905 hepnaðist tveimur Norð- mönnum, Birkeland og Eyde, að íinna nýja aðferð, til að binda köfn- unarefni loftsins. Aðferðin er f aðal- atriðunum þessi: Loftstraumur er látinn fara gegnum rafmagnsijós- ofna. Þar myndast rafmagnsljós- skífur og hitinn getur orðið 2500— 3000 °. Við þennan hita og fyrir á- hrif rafmagnsins sameinast köfnun- arefni og súrefni loftsins og mynd- ar köfnunarefnissýring. Fyrir áhrif vatns myndast svo saltpjeturssýra, sem síðan er bundin með kalki. Þannig fæst þessi kalksaltpjetur eða Noregssaltpjetur. Hann Iftur út sem venjulegt matarsalt. í honutn er 12 % köfnunarefni. Hann er ágætur á- burður. Til þess að búa til Noregssalt- pjetur, þarf mikið rafmagn og til framleiðslu rafmagns þarf mikið afl Vatnsaflið er ódýrast. Skilyrði fyrir þenna iðnað eru því best, þar sem mikið vatnsatl ei fyrir hendi,einsog t. d. í Noregi. Síðan 1905 hefir risið ttpp stór- kostlegur iðnaöur í Noregi, til þess að búa til kalksaltpjetur. Aflstöðvar hafa veriö settar við marga fossa og áburðarverksmiðjur reistar í sam- bandi við þær. Með verksmiðjum þeim, sent nú er verið að koma upp, er sagt, að 500000 hestöfl sjeu tek- in til notkunar við þenna iðnað. Til samanburðar má geta þess, að Hlíðdal áætlar vatnsafl íslands 2 — 2V2 milljón hestafla. Að líkindum er það þó meira, því að norskur verk- fræöingur, Sætermoen, telur vatnsafl í Þjórsá einni 1 miljón hestafla. — Árlega á nú að vera hægt að búa til í Noregi um 300000 smálestir af kalk- sallpjetri. Sagt er að verksmiðjurnar til þessa hafi kostaö um 150 miljón- ir króna. Árið 1916 fengu hluthafar 8% vexti af hlutafje sínu. Um 25000 manna hafa atvinnu við verksmiðjur þessar, —Af þessu er það skiljanlegt, að þetta hefir afarmikla þýðingu í Noregi. Þriðja aðferðin, til að vinna köfn- unarefni úr loftinu, er fundin af þýsk- um manni, Haber að nafni. Þá að- ferö hafa Þjóðverjar notað í stórum stíl á undanförnum stríðsárum. Sagt er að uppgötvun þessi hafi leitt til þess, að eigi varð skortur á sprengi- efni á Þýskalandi, Sprengiefni eru að mestu leyti búin til úr köfnunar- efnissamböndnm, einkurn saltpjeturs- sýru. Aðferð Habers er þessi: Venjulegt loft er kgelt niöur í -4- 194 — 196°. Það verðu^ þá að vökva. Sje hitinn svo aukinn um 2°, gufar köfnunar- efnið upp. Er þá hægt að safna því hreinu. Súrtfnið helst lengur fljót- andi. Sfðan er vatnsefni og köfnun- arefni leitt inn í ofn, þar sem er 500 — 600 0 hiti. Þessi loftblanda er svo látin verða fyrir feikna mikilli þiýstingu, sem er 200 sinnum meiri en venjuleg andrúmsloftsþrýsting. Fleiri efnasambönd þnrfa einnig að vera til staðar í ofninum. Við þessi skilyrði myndast svo stækja. Auð- velt er að breyta henni í önnur köfn- unarefnissatnbönd, ef ástæða þykir til. Oft hefir verið talað um notkun vatnsaflsins hjer á landi og skilyrð- in fyrir hagnýtingu þess á sem væn- legastan hátt. Áburðaijiðnaður eftir hinum tveim fyrstnefndu aðferðum er erfiðleikum bundinn hjer á iandi. Til þess vantar kalk og koi. Hins vegar er mjög Iíklegt, að hægt væri að nota tvær síðartöldu aðferðirnar, að nokkru leyti. Mætti þá búa til saltpjeturssýru eftir aðferö Norð- nranna, en stækju eftir aðferð Ha- bers. Stækja og saltpjeturssýra geta sameinast og myndað áburðarsalt, stækjusaltpjetur. f honum er 35 % af köfnunarefni. Ef þessi aðferð hepnaðist, eins og danskur efna- fræðingur, P. Kristensen, álítur að verða megi, þyrftum vjer engin efni að sækja tii annaia. Aflið er nóg í fossunum. Það þarf að temjast og breytast í rafmagn. Engin þutö er á lofti, Vjer ættum þannig að geta framleitt áburðarefni, sem væru tvö- falt eða þrefalt auðugri af köfnunar- efni heldur en áðurnefnd áburðar- efni eru. Þessi áburðarefni þyldu því betur flutningskostnað, bæði utan lar.ds og innan. (Að mestu eftir »Ugeskrift for Landmændt, nr. 45—47 I9»7. Hólum 1. janúar 1919. 3. Sigurðsson. Einveldi múgsins. Af því að fáir haía Læknablafið f höndum, finn eg mjer skylt að ber.da lesenduin íslendings á grein þar, eftir prófessor Guðmund Ilannesson, sem heitir Áramót og er fremst á blsði f íyrsta hefti 1 byrjun árstns. Leyfi jeg mjer að tilfæra þenna kafls, sem á erindi til fieiri en lækna: .Þaujeru áreiðanlega einstæð bessi áiarnót, hvcrnig sem á þau er litið. Heimsskcpnan hefir blátt áfram velt sjer um hrygg, og enn þá standa fæturnir spriklandi upp í liáa loít. Það er meira að segja óvfst, hvenær hún staulast aftur á lappirnar. Það fer nú heill fellibylur og brotsjóir yfir löndin, sem sópa burtu eignum manna og óðulum, skipulagi ríkja og mannfjelaga. Nýjar hug- sjónir þjóta upp eins og gorkúlur á haugi í vætutíð. Vjer höfum að vfsu liíað fyrir utan mesta umrótið, en það er engin hætta á því, að þessi byltinga- og og breytinga-alda berist ekki til okkar óðar en varir, lfkt og inflú- eman. Andlegar farsóttir eru engu sfður næmar, en þær sem stafa af sýklunum. Þuð er cngu minni nauð- syn, að reyna til að gera sjer alt eðli þeirra ljóst og hefja skynsam- lega sóttvörn gegn þeiuj, Iieldur ea inflúensu, að minsta kosti búa sig undir að geta tekið mannlega á móti öllu farganinu Og hvuð er svo það, sem í loftinu liggur og er að fujótast framf Al- heimsfriður, segja sumir, og fult rjettlæti í viðskiftum þjóðanna. Það er gott að taka þessu ef til kemur en ekki er nýtt að heyra slíkt, eftirstórar styijaldir Sinurvegararnir vilja’þi auðvitað komast hjá því, að veltast aftur úr völdunum. En — því miður, hefi; til þessa gengið treglega að stofna verulegt guðs- rfki hjer á jörðunni og sumum sýnist Afgreiðslu- og inn- heimtumaður: Hallgr.Valdemarsson Hafnarstræti 84. • ••••-••-•• • • •--•-•-• •- •-•-• J 12. tbl. ••••♦•••••«••••••• Parið af vel tilbúnum og fallegum 3JÓVETLINGUM borga jeg alt að 1 krónu gegn peningum. Joh. Christensen. nú mest bera á hefndarhug og ójafnaði, þó kallaður sje hann að sjálísögðu rjettvísi. En hvað sem heimsfriðnum og guðsrfkinu amerfska líður, þá er það vfst, að meginkjarni byltingariunar er að kveða niður einveldi einstakra manna, þjóðhöfðingjanna, (sem hvergi var f raun og veru til) og setja annað einveldi í 3taðinn: einveldi múgs i n s. A tveimur traustum hornsteinum á að reisa mannfjelagshöll framtíðar- innar: sð allir menn sjeu jafnir, Jesús og Júdas, og hafi því jafnan atkvæðisrjett og að meiri hlutinn hve 3mávaxinn sem hann er, hafi ætíð rjett fyrir sjer og skuli þvi öllu ráða Nú er það ekkert leyndarmál, að að flónin eru langflest en fáir vitrir. »Einn mrnn af þúsundi hefi jeg fundið,« segir predikarinn. Nú stefnir heimurinn að einveldi flónanna, sem aftur endar á einveldi þeirra sem tala eins og flónin vilja heyra, eða á annan hátt vefja þeim um fingur sjer.« Þegar j»'g hafði lesið þennan gáfu- lega ritaða greinarkafla, sem mjer þótti gott biagð að, riljaðist upp fyrir mjer kvæ)i um Hornbjarg, sem Þorsteinn Gfslason kvað og birtist f Lögrjettu í sumar. Efni kvæðisins er það, að hann siglir fiam hjá bjargitiu um sólavlags: bil. Sólin uppljómar hamrabjörgin og skreytir þau >gulis- og silkigiit« og mörgum glæstúm litum öðrum. Skáld- inu finst, sem við honum blasi kon- ungshöll. Hann »sjer hallardyr að hafi snúa« og hugsar »hjer mun ríkurkong- ur búa«. Skipið færist nær. Skip- stjóri lætur skjóta af fallbyssu. >Hjer var éi að koma’ að koti, kongi iiLÍlsað var með skoti. Brátt til svara bumbur allar buldu’ í hvelfing hallar.« Við það vaknar allur bjargfuglinn og fiýgur upp. >Varpfugl svaf, en við þær kveðjur vaknar; hver ein tó ; úr sjer vængjum óteljandi yfir djúpið spjó.< Og nú heyrist ekki mannsins mál fyrir fjaðraþyb og fuglagargi.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.