Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 32

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 32
aðstoða mig eftir þörfum. - Með þessum hætti kynntumst við Þórarinn Guömundsson. - Hann reyndist mér hinn ákjósanlegasti samstarfsmaður, einlægur og vinsamlegur og frábær félagi barnanna sem fluttu sönginn. Hann jós yfir þau gamanyrðum, glensi og alls kyns orðaleikjum og fullyrða má að enn ylja þessar löngu liðnu stundir tilfinningum okkar þegar við í minningunni lifum þær að nýju eins og þær gerðust fyrir framan hljóðnemann í hljómleikasal Ríkisútvarpsins drjúgum lengur en áratug frá 1935. Að minnst sé Þórarins Guðmundssonar í málgagni organista er öðru fremur fyrir það, að hann var tíðari samstarfsmaður þeirra en aðrir tónlistarmenn. Það var býsna algengt að heyra Þórarin flytja sorgargöngulög með organistunum ( kirkjum Höfuðstaðarins og í hvert sinn, sem þessar sorgarstundir áttu að vera annað og meira en einfaldleikinn, var venjan að aðstandendur leituðu til Þórarins Guðmundssonar og fólu honum að vera meðvirkur organistanum við minningarstundina. - Þetta þjónustustarf Þórarins viðsamtíðina mun hafa varað óslitið að kalla í hálfa öld og gripiö inn á samstarf á annan tug organista. Þórarinn var gott tónskáld og vann til verölauna í þeim efnum. Lögin hans eru að jafnaði létt og lifandi og njóta mikilla vinsælda. Þórarni tilheyrði mikið skopskyn sem hann beitti til gamans en öllum að skaðlausu. Hann sagði vel frá því, sem honum þótti frásagnarvert en í meöferð hans gat það orðiö nokkuð annað en það upprunalega, vitanlega kátlegt og kyndugt. Þórarinn Guðmundsson lauk tónlistarnámi 18 ára með burtfararprófi frá tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Og frá þeirri stundu hefst hið raunverulega ævistarf hans hér í Reykjavík, kennsla í einkatímum og fiðluleikur á ýmsum stöðum svo sem á kaffihúsum, leikhúsum, kvikmyndahúsum og víðar og víðar. Þórarinn var ráðinn til tónlistarstarfa við Ríkisútvarpið 1930 og í Sinfóníuhljómsveit íslands spilaði hann frá fyrstu tíð til þeirrar stundar er hann hætti störfum vegna aldurs. Síðast hittumst við Þórarinn í hljómleikasal, við ræddumst við stundarkorn um það, sem flutt var og meðferðina á verkefnunum. Hann var ekki fyllilega ánægður og sagði að lokum með sínum Þórarinska máta: Það er engin kúnst að flytja tónlist nákvæmlega eftir nótunum, en að skila því, sem að baki þeim er, það er sko önnur saga, það er jú annar handleggur. - Með þessum orðum kvaddi Þórarinn Guðmundsson undirritaðan. Jón ísleifsson 32 ORGANISTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.