Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 5
Svokölluð "ýlfrandi tónbil" eins og tóngap(= hiatus, nl. stækkuð tvíund) og söngdjöfsi stækkaðrar ferundar (tritonus) láta sig h$ldur ekki vanta í þennan "gali-matthías" selskap (bls. 53, 61, 125, 134, 137, 144, 152, 167). Marga fleiri annmarka mætti benda á, svo sem óljóst tóntak (tonalitet) bls. 4, tvöföldun leiðsögutóns bls. 7, 15, gaphús milli innradda bls. 16, kyrrstöðu og kraftleysi hljómítrekunar (bls. 26 og víðar), óuppleyst forhald (bls. 27, ef ekki prentvilla, ein af aragrúa), forhald sem lagtón (bls. 38, 104), þrátóna-bassa (bls. 57), þverstæði ( 59, 62), misvíxlun radda ("overlapping", 72, 1 25 og víðar), stökk í opna fimmund (77), samstíga áherzlufimmund (102), stækkaða fimmund (1 27 og víðar), stökk til einundar (147) og enn fleiri sönglýti fslenzk lög Nýtt safn kirkjulaga hlýtur hverju sinni að gefa mynd af þroskastigi síns tíma með hverri þjóð. Það hlýtur að spegla smekk, hæfileika og kunnáttu landsmanna, stílkennd þeirra og hugkvæmni. Sé nú litið í þennan speculum musices ecclesiasticum (kirkjusöngs-spegil), þá verður myndin í samræmi við nútíðar staðreynd. Við þá sjón tjóar ekki að líta undan, heldur að hafa þrek til þess að sannprófa raunverugildi myndar. Af þeirri niðurstöðu má draga lærdómsríkar ályktanir. Af því, sem á undan hefir veriðsagt, er útkoman að nokkru leyti fyrirfram gefin. Það þýðir þó ekki, að allt efni bókar sé forkastanlegt. Margt er nýtilegt, sumt dágott en fæst, því miður, frábært. Þetta skilst, þegar þess er gætt, hve öll menning er hér ung í reifum, ekki sízt tónmenning (jafnvel um síðustu aldamót þótti það ganga kraftaverki næst að geta komið saman fjórradda lagi). Þakkarvert er að sinna íslenzku þjóðlagi. En oft er vanda bundið að finna því tilhlýðilegan búnað. Modalismi miðalda hæfir því án vafa best, enda þótt fleiri fangbrögð komi til greina. G. Jóhannesson glímir við eitt þeirra engætir sín ekki gagnvart samstigni útradda (bls. 4) og "fundamental teóríu" hljómsæta-skipta. Þ. Sigurbjörnsson spreytir sig á Svefneyja-laginu (bls. 24) og nær ekki fótfestu á þeim torræðu brautum (samstígni, þverstæði). Betur tekst honum á bls. 114 (Skapari stjarna, herra hreinn) þrátt fyrir nokkra vankanta (tóntak, samstígni, dissónans-meðferð) og enn betur á bls. 148, með hóflegri hljómnotkun og skýrri raddfleygun. Af frumsömdum lögum hans er lagmótun best í 77/þín, drottinn, þar sem upphafsmótífi er haglega beitt, bæði í sam- og gagn-hreyfingu. Óþarft er þó að láta samstígni og krómatík spilla tónbálki. Sama má segja um lag hans Heyr, himna smiöur. Hinsvegar er lítill ávinningur að laginu Island ögrum skorið, með þrautpíndri smáskrefaferð og röngum taktvísi (6/2 í stað 3/1, ef haldið er fast við sérvizkulegar hálf- og heil-nótur). Með alls 16 lögum og raddsetningum er framlag hans næststærst, og sem einn af útgáfunefndar-mönnum ber hann verulega ábyrgð á frágangi bókarinnar Kirkjulegur stíll er hreinastur hjá R.A. Ottóssyni. Tóntak miðalda kemur hér fram traust og festumikið. Með fáum tónum er mikið sagt, og hljómferð skvggir aldrei á fagurlega sveigða laglínu hefðbundinna siðabótasöngva. Einfaldleiki og látleysi prýða tónbálk, jafnvel í fornum tvísöngsstíl. Skerfur hans með 22 söngvum er stærstur. Áttunda-samstígni milli útradda á bls. 77 er lítt áberandi ORGANISTABLADIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.