Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 2

Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 2
2 AKRANES H E I LIÐ IV. / börnunum þarf þjóðin að eiga bjarta framtíð. Börnin eru vorgróður og verðandi menn, eða — ? Á heimilunum og þjóðfélaginu hvíla því hinar mikilverð- verðustu skyldur gagnvart börnunum. Það er ofseint að við- urkenna þær skyldur og taka að rækja þær, þegar börnin eru orðin fulltíða menn. Það þarf að byrja að rækja þær meðan börnin eru enn í vöggu. Börnin eru augasteinn og yndi allra hugsandi manna. „Sjáaldrið“ er næsta viðkvæmt. Því þarf að fara varlega með það og verja það áföllum. Þess þarf líka á marga vegu með börnin. Fyrst af öllu þarf að kenna börnunum bænir og boðskap hins almáttka til mannanna, og kærleik og karlmennsku Krists. Næst þarf að kenna þeim „fornar dyggðir“ og síðan nýjar. Það þarf að kenna þeim að þjóna án þess að þau séu þrælar. Að gera fyrst og aðallega kröfur til sjálfra sín, en síður til annarra. Snemma á að gera þeim skiljanlegt, að. þau lúti „lögmálinu“. Þ. e. að þau séu þegar undir heilbrigðum aga, og þegar vanin á, í margvíslegum efnum, að þjóna sér sjálf fyrst og fremst, og heimilinu, þar sem þau hafa skjól og hlíf. Þar með er ekki sagt að útiloka eigi barnið frá leikjum. Þvert á móti á að örfa það til leikja, en í hófi, og til hollra leikja og heilsusamlegra. Á þann hátt, sem vér meðhöndlum börn vor, sköpum vér meira en nokkurn grunar, ekki aðeins framtíð þeirra, heldur og þjóðar vorrar. Einn er sá þáttur í uppeldi barna, sem rétt er að vanrækja ekki. Enn er það nú svo, að einn hefur meira en annar — sem betur fer vil ég segja. — Það er enn þörf á því að líta til þess, sem minna hefur handa á milli. Ef þú ert aflögufær og ert svo heppinn, að athuga nógu snemma, að þú ferð ekki með afganginn í gröfina, þá láttu bömin þín, — í kyrrþey — færa þurfandi það, sem þú miðlar. Það er góður skóli og margvíslegur vinningur fyrir börnin. Ekki að- eins í bráð, heldur á langri ævi. Það ungur nemur, gamall temur. Og það getur verið, að börn þess gangi síðar í þann sama skóla, og hann er ekki einskisvirði. Auk þess hjálpar það börnunum þegar 1 æsku að hugsa sósialt. Það er heldur ekki lítils virði fyrir þjóðfélagið. Það er mjög mikils virði að geta hjálpað í einstökum til- fellum í bráðri neyð. En þetta fæðir af sér góðverk, sem bera ávexti meir en margan grunar. Heimilið (ef gott er), er barnanna bezti skóli í mörgum hagnýtum greinum, svo ekki sé meira sagt. Þar getur verið um sífellt nám og framför að ræða meðan það dvelur þar, ef því er nokkur skilningur og sómi sýndur. Við eðlilega burt- för þess, getur það því verið fullnuma í öllu því, sem unnið er og framkvæmt á heimilinu. Ef vel er á þessu námi haldið; það byrjar snemma og heldur áfram, þroskar það barnið ó- trúlega. Skapar því festu, manndóm og ábyrgðartilfinningu, sem stöðugt eykst, en seint eða ekki verður þurrkað út úr lífi þess. Þannig á að láta það fást við margvísleg húsverk og jafnvel matartilbúning svo fljótt sem verða má. Börnin verða tvímælalaust að hlýða. Þau mega ekki stjórna heimilunum. Ef þessa er nógu snemma gætt, þarf það engin þvingun að vera fyrir þau. Skólagangan. Á milli heimila og skóla þarf að vera meiri og betri sam- vinna en nú á sér stað yfirleitt. Um stjórn og aga þurfa helzt báðir aðilar að nota svipaðar aðferðir. Annars þyrfti víst fræðslulögin gagngerðrar endurskoðunar við og sjálfsagt , verulegra breytinga. Hið taumlausa sjálfræði barnanna, sem" um hríð hefur verið lagt svo mikið upp úr, er áreiðanlega bú- GOÐAFOSS-SLYSIÐ EFXIR HALLSTEIN ÓLAFSSON Hörmungar slys að höndum nú bera, hjörtun í mörgu fólki þau skera. Ljúfasti drottinn vor, lœknaðu sárin, laugaðu, og þerraðu saknaðartárin. Hjá þér er athvarfið, himnanna faðir og hefur svo verið um aldanna raðir. Ljósgeisla þína láttu nú skina í lífsþjáðu hjörtun, sem sorgirnar pína. Vertu þeim athvarf í veraldar stríði, verndarinn guðdómsins himnanna blíði. almœtti þínu er óhœtt að treysta, þótt illkynja heimurinn vilji oft freista. Eg bið þess að drottins blessaða Ijósið blítt, ykkar hjörtu um ævina kjósið. Eg veit þá er borgið þér verunni’ í hevmi og viðtöku síðar í dýrðar hans geymi. Hjartanleg samúð frá Hallsteini Ólafssyni í Skorholti í Leirársveit. ið að „syngja sitt fegursta lag“. Þ. e. gera nógu mikið ógagn, þótt þar yrði á einhver breyting. Börnin þurfa miklu meiri aga í skólanum, og ákaflega væri það gott, ef kennararnir gætu skiptzt á, að gera eitthvað fyrir börnin, utan hinna lögskipuðu föstu tíma, sem þau eru inn- an fjögurra veggja 1 skólunum. Sennilega mætti og þyrfti eitthvað að breyta til, auka eða færa á milli námsgreina. Það þarf að leggja meiri stund á hátt- prýði og góða umgengni en nú er a. m. k. í fjölmennum skólum. Það þarf að brýna fyrir börnunum bindindissemi, og það þarf að innleiða aftur, og skipa í öndvegi í fjölmennum skólum sem fámennum, söng og bæn. Það er lífsnauðsyn, að kennarar skilji þetta og leggi sig alla fram til að ná árangri í hérgreindu efni. Þá þyrfti kirkjan að ná meira og betur til bamanna en nú almennt. Prestarnir þurfa að leggja enn meiri rækt við ferm- ingarundirbúninginn en nú er. Og ekki einasta það, heldur ef mögulegt væri, að skapa og viðhalda’þeim kynnum, sem hnýtast við ferminguna, eitthvað fram á leið. Þetta eru nú sumir prestar að reyna, og er það þakkarvert. En til þess að þetta sé mögulegra — og prestarnir fái þar við uppörfun — þarf ríkið að skilja þetta fyrst og leggja þar á ríka áherzlu. Væri það vitanlega hinn mesti styrkur og hvatning. Þar sem börnin eru, er verið með dýrmætan gimstein, þar sem „slípunin“ má ekki mistakast. Það er lífsnauðsyn fyrir barnið sjálft, foreldra þess, bæ þess eða byggð og þjóðfélagið. Allir þessir aðilar verða því án afláts að kosta kapps um að gera veg þess og vöxt sem mestan í öllum greinum. Það byggis't á hinum fullorðnu með hverrri kynslóð, hvort bamið „skapi“ betri heim.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.