Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 3

Akranes - 01.01.1945, Blaðsíða 3
AKRANES 3 til lesenda blaðsins Ari á Höfðanum Með þessu eintaki hefst IV. árgangur blaðsins. .Mun hann í öllum höfuðatriðum verða eins og III. árgangur, að því er stærð, frágang og efnisval snertir. Þó skal þess getið, að „höfuðorustan“ á þessu ári verður um fjölgun kaupenda, til þess að geta að einhverju leyti fellt niður auglýsingar, en aukið lesmál þess að sama skapi. Mörg íslenzk blöð og tímarit hafa ekki verið langlíf, enda hefur til skamms tíma — og er enn — við marga erfiðleika að etja um útgáfu þeirra. Þetta blað hefur frá upphafi notið mikils ástríkis og um- hyggju frá hendi kaupendanna. Einstæðum velvilja, rausn og höfðingsskap. Það eru örfá tilfelli að menn hafi sagt blað- inu upp. Þvert á móti hefur blaðið í orði og verki hlotið við- urkenningu og einlægar óskir um áframhald. Það skal líka hér viðurkennt, að einmitt fyrir þennan einstaka velvilja og stuðning, sem blaðið hefur mætt, mun því verða haldið út í lengstu lög. Það er einkennilegt, að blaðið hefur ekki orðið vart við að- finnslur í nokkurri mynd, (að undantekinni einni, frá bónda í Borgarfirði, sem finnur því til lasts það, sem margir aðrir hafa hælt því fyrir). Hins vegar hefur það orðið aðnjótandi hlýlegra ummæla fjölda blaða og tímarita, auk þess velvilja sem andað hefur til þess af munni manna, og í bréfum til rit- stjóra þess. Fyrir III. árgang blaðsins er búið að greiða kr. 39.480.00 — 12 blöð. — Má af því sjá, hve útgáfa sem þessi er nú dýr. Enda hefur ekkert verið til þess sparað um pappír, myndir eða annan frágang. í þessari upphæð hefur engum manni verið greidd ritlaun nema Gils Guðmundssyni lítillega fyrir það, sem komið er af ævisögu Geirs Zoega. Ekkert hefur ver- ið greitt fyrir ritstjórn eða útsendingu blaðsins, sem er mik- ið verk. Fyrir auglýsingar hefur blaðið fengið rúmar 7000 krónur. Auk þess hafa þrír velunnarar þess hér á Akranesi styrkt það nokkuð á þessu ári, en sá styrkur féll niður um þessi áramót. Af þessu má sjá, að það þarf nokkurn kaupendafjölda til þess að þetta geti borið sig, ef allir tækju hátt grunnkaup og vísitöluálag á það. Nú er blaðið sent til 1500 kaupenda, en frá þeirra greiðslum dregst vitanlega burðargjald og í sum- um tilfellum innheimtulaun. Eftir því sem lengra líður og kaupendum fjölgar, eykst margvíslegt umstang við þetta. Er því varla hægt að búast við að til lengdar sé hægt að vinna kauplaust við það allt, eins og ég — og aðrir hafa gert — hingað til. Eins og oft hefur verið minnst á, treysti ég því, að góðfús- ir lesendur útbreiði blaðið eftir föngum. Kaupendur þurfa að komast upp í 2500 svo þetta geti fjárhagslega borið sig. Þá fyrst er því borgið, og þá geta kaupendurnir verið öruggir um áframhald. Ennþá vantar því um 1000 áskrifendur. Það er svo sem ekki mikið. Aðeins lítið átak. Lítið áhlaup, án gagn- sóknar. Ef t. d. einhver kaupandi, sem býr í eftirtöldum stöðum, eða nálægt þeim, vildi útvega blaðinu góða útsölumenn í þeim, væri sjálfsagt mikils árangurs af því að vænta. En þessir staðir eru t. d.: Stokkseyri, Eyrarbakki, Grindavík, Keflavík, Sandur, Ólafsvík, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Súgandafjörður, Blönduós, Sauðárkrók- ur, Siglufjörður, Húsavík, Vopnafjörður og Vík í Mýrdal. Að lokum þakka ég enn og aftur innilega öllum þeim, sem fyrr og seinna hafa lagt blaðinu lið í orði og verki. Það er þeirra ekki sízt, að það lifir enn, og það verður fyrir þeirra tilverknað meira en nokkuð annað, ef það lifir áfram og ger- ir eitthvert gagn. Þrátt fyrir öll vansmíði, sem á því eru, telja þeir að því eigi enn að verða lífs auðið. Mun ég reyna að mæta þeim meðan ég get, og þeir bera þetta traust til (Kveðja frá vini). Frjáls er eins og fögur byggðin fylgsnum í þó leynist hryggðin, eins er skorðuð ævitryggðin alla stund við þetta land, traustast snúið bræðra band, þar sem lengi úthafs alda ofið hefur hvíta falda og sungið Ijóð við L a n g a s an d . Eins og þegar sjóðheitt sýður sindur stáls, er hamar sníður, höndin smiðs, er högg af riður, herðir tak og járnið ber. Flugur allar forða sér. Svo var lund þín vel að verki. V e rtu tr úr í dags þíns merki Ijósum stöfum letrað er. Glumdi borðs og bekkjar salur, bráðar að sem fljúgi valur, þegar silfurhærður halur á hópinn renndi og hvessti brá: — eldi kasta augun grá —: Sagt ég gæti sannleik allan, sjálfir munuð þið bera hallann réttarnökkvans rúmi frá. Trúin heit sem morgun málið, miðsumars við sólar bálið, örugg herti andans stálið, œvi langan vinnudag sungið var hið sama lag: Guði treysti ég œtíð einum, öðrum skal ei lúta neinum. Honum syng minn hinnsta brag. Þungur, sléttar hlíðar, hæðir, hríðarveðurs dalaslœðir. Traðkar einn það annar græðir. Ægir slítur festarband. Gamalt eyðist gróðurland. Brotnar flestra brautargengi. Eg býst þó við að sjáist lengi þín léttu spor við Lang asand . En nú er máske seint að sakna. Seint til starfs að kveldi vakna, vaka nú og við sér rakna við að meta gjörðir hans, þessa glaða, göfga manns. Dvelur þögn við dægramerkin. En drjúg eru Stundum morgunverkin og aflahlutur einyrkjans. HELGI BJÖRNSSON blaðsins, því meðan held ég að við séum á réttri leið, þó hægt gangi, og þörf á að ná enn betri árangri en orðið er. Vinsamlegast ÓL. B. BJÖRNSSON

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.