Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Blaðsíða 15
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 18.JÚNÍ2005 15 Ragnheiður Steinunn og Haukur Ingi Fegurðardrottningin og knattspyrnukappinn létu sig ekki vanta. Ragnheiður vinnur með Loga uppi á RÚV. Bestu vinir í bransanum að var mikið um dýrðir þegar Logi Bergmann Eiðssson og Svanhildur Hólm Valsdóttir létu gefa sig saman í Dómkirkjunni á fimmtudagskvöld. Allar helstu sjónvarpsstjörnur landsins voru saman komnar til að heiðra vini sína og kollega. Athöfnin þótti sérlega falleg og stemningin í veislunni var gríðarleg þar sem þau Inga Lind og Gísli Marteinn sáu um veislustjórnina og hljómsveitin Buff lék fram eftir nóttu. Stjörnubrúðkaup ársins fór fram á fimmtudagskvöldið þegar sjón- varpsstjömurnar Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Vals- dóttir létu gefa sig saman í Dóm- kirkjunni. Líkt og búist var við vom margar af helstu stjörnum landsins viðstaddar athöfnina þannig að óhætt er að fullyrða að brúðkaupið hafi verið einn af viðburðum ársins. Grátið og hlegið Gestir tóku að streyma að Dóm- kirkjunni rétt eftir klukkan átta á fimmtudagskvöld. Athöfnin átti að hefjast um hálf níu. Brúðhjónin létu hins vegar bíða eftir sér líkt og venja er og hófst athöfnin því ekki fyrr en stundarfjórðung fyrir níu. Þá var Dómkirkjan þéttsetin en þó ekki full. Logi var glæsilegur til fara, klæddur í sérsaumuð kjólföt frá kjólameistar- anum og klæðskeranum Gerði Bjarnadóttur. Svanhildur var aftur á móti klædd í kjól frá Pelli og purpura og þótti sérlega glæsileg. jÖj Þegar brúðarmarsinn byrjáði að hljóma stóð fólk á fætur en salurinn var blandaður að þessu sinni, en ekki kynjaskiptur líkt og víða er venja. Logi leiddi Svanhildi sjálfur inn kirkjugólfið sem vakti nokkra eftirtekt. Stöku einstaklingur brast í grát við þessa fögm sjón enda sveif Sól og sæla Það vantaðiekki góðayeðrið þegar Logi og Svanhildur létu gefa sig saman á fimmtudaginn var. ástin yfir vötnum. Brúðhjónin settust svo niður en eitthvað vafðist það fyrir gestunum hvort þeir ættu að sitja eða standa. Þegar prestur- inn, séra Kristján Valur Ingólfsson Þingvallaprestur, hóf mál sitt sat hálfur salurinn á meðan fremri helmingurinn stóð sem fastast. Smám saman fór fólk þó að setjast og athöfnin hélt áfram. Presturinn sió á létta Eftir nokkur vel valin orð frá séra Kristjáni tók Björn Jörundur Frið- björnsson, meðlimur Ný danskrar, lagið. Því næst hélt athöfnin áffarn áður en Stefán Hilmarsson söng lag eftir sjálfan sig, Þú fuUkomnar mig, sem hljómsveit hans Sálin gaf út á síðasta ári. Séra Kristján Valur talaði síðan til viðstaddra um hjónaband- ið, fyrirgefhinguna, lífið og tilver- una. Hafði hann á orði að hann vissi ekki hver lykillinn að farsælu hjóna- bandi væri en eitt vissi hann þó. Að eitt af hverjum þremur hjónabönd- um endi með skilnaði. Hann sagði jafnframt að það þýddi að tvö af hverjum þremur endast og hlógu viðstaddir hátt og innilega við þetta tilefni. Hjónabandið var síðan full- komnað og hringar settir upp. Sonur Svanhildar og ein dætra Loga bám hringana upp að altarinu. Brúðhjón- in gengu svo hönd í hönd niður kirkjugólfið á meðan Barry White- lagið You're My First, My Last, My Everything hljómaði í salnum. Við- staddir klöppuðu í takt við tónlistina og fyrir utan kirkjuna var þeim fagn- að vel og innilega. Fjölmargar ræður Því næst gengu gestir yfir í Iðnó þar sem sjálf veislan fór fram. Boðið var upp á kampavín í fyrstu en síðan gengu þjónar um með þrjár gerðir af snittum. Ein með laxi, önnur með kjúklingi og sú þriðja með mozarellaosti og tómötum. Sam- hliða því var boðið upp á hvítvín, rauðvín og bjór en eftir miðnætti fór fólk að borga fyrir eigin drykki. Veislustjórar voru þau Inga Lind Karlsdóttir og Gísli Marteinn Bald- ursson, sem að venju reitti af sér brandarana við misjafna hrifningu gesta. Móðir Svanhildar hélt síðan fyrstu ræðu kvöldsins en þær áttu eftir að vera fjölmargar þegar líða tók á kvöldið. Vinkona Svanhildar steig næst í ræðustólinn og síðan sló Ómar Ragnarsson á létta strengi. Söng Ómar meðal annars brag sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni. Sigmundur Kastljós- maður sagði nokkur vel valin orð og síðan steig kollegi hans, Sigmar Guðmundsson, í pontu. Var honum tíðrætt um að Logi hefði tekið sig undir sinn verndarvæng þegar hann hóf störf hjá Rfldssjónvarp- inu. Elín Hirst hélt einnig ræðu lflct og Samúel Örn Erlingsson, sam- starfsmaður Loga til margra ára en hann hóf, eins og fólk veit, störf á íþróttadeild Sjónvarpsins áður en hann færði sig í fréttirnar. Að ræðuhöldum loknum steig hljómsveitin Buff á svið og lék fram eftir nóttu auk þess sem Freyr Eyj- ólfsson af Rás 2 tók lagið einn og Hafði hann á orði að hann vissi ekki hver lykillinn að farsælu hjónabandi væri én eitt vissi hann þó. Að eitt afhverjum þremur hjónaböndum endi með skilnaði. Hann sagðijafnframt að það þýddi að tvö afhverjum þremur endast og hlógu viðstaddir hátt og innilega við þetta tilefni. Bruðhjónin renna í hlað Þau brostu út að eyrum og virtustkunna vel að meta Ijósmyndarana sem biðu þeirra fyrir utan kirkjuna. Alsæll Logi var brosandi út að eyrum meira eða minna allt kvöldiö enda ástfanginn upp fyrirhaus. ► ■ Lukkulegur Logi Tóksigvelútí sérsaumuðu kjólfötunum frá Gerði Bjarnadóttur. m <ar Aðalstjarna kvöldsins Svanhildurvar klædd í glæsilegan kjól frá Pelli og purpura og þótti bera afoðrum konum þetta kvöldið, enda fyrst og fremst kvöldið hennar Svanhildar. SK>5 f SSSPSPÍllS óstuddur með kassagítarinn. Allsherjar partí Talið er að á bilinu 300-350 manns hafi verið í veislunni þegar mest var. Frægt fólk var þar í meiri- hluta og máttu vinir og skyldmenni sín lítils innan um allar stjörnurnar. Margir gamlir sjónvarpsjálkar frá árdögum Loga á skjánum létu sjá sig, m.a. Gunnar Kvaran, Árni Þórð- ur Jónsson, Helgi E. Helgason og Bjarni Wessman. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra mætti með manni sínum Kristjáni Arasyni, Linda Pétursdóttir fegurðardrottning var á staðnum hkt og Þorfinnur Ómarsson sem mætti seint ásamt konu sinni en þau höfðu staðið í stöngu við af- hendingu Grímunnar fyrr um kvöldið. Þingkonan Sólveig Péturs- dóttir mætti án Kristins Björnssonar en hún gat þó rætt þingstörfin við Guðlaug Þór Þórðarson sem var með Ágústu sína Johnson upp á arminn líkt og fyrri daginn. Eurovisiondúettinn Eyjólfur Krist- jánsson og Stefán Hilmarsson mætti og þá var fyrst hægt að tala um alvöru partí. Auk þeirra var fjöldinn allur af frægu fólki á staðn- um, lflct og myndirnar bera með sér. Að sögn þeirra sem DV ræddi við og voru viðstaddir veishma virtust brúðhjónin alsæl með daginn. Logi brosti út að eyrurn mestan part kvöldsins á meðan SvanhUdur glotti út í annað. Veislan í Iðnó stóð langt fram á kvöld og skemmtu viðstaddir sér konunglega. Ekkert ér áformað að Logi og Svanhildur fari í bnið- kaupsferð á næstu dögumog verður það því að bíða betri tíma. Á heildina litið var þetta hefðbundin og falleg athöfri, og voru stjörnurnar að þessu sinni bæði í aðal- og auka- hlutverkum. Þórhallur Gunnarsson og Brynja Nordkvist Samstarfsmaður Svanhildar á Stoð 2 og kona hans voru mætt tlmanlega til aðnásértgóð sæti I kirkjunni. Dyravö Passaði færióbo veisluna umur nagnarsson ræðir hér við hjónin Brynhildi Ólafsdóttur og Róbert Marshall en hjáþeim stendur Sigmar Guðmundsson. ngmaðurinn á kunnuglegum slóðum jurður Kári kunni vel við sig fyrir framan bingishúsið þótt hann væri Isumarfrii. Hérsést nn ásamt Friðriku Hjördfsi Geirsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.