Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Blaðsíða 2

Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Blaðsíða 2
2 Fataskipti Bandaríkjahers - í Víet Nam Tillaga Gylfa Þ. og félaga á Alþingi um, að herstöðin í Keflavík verði ekki lögð niður, heldur skuli breytt um yfirbragð hennar, hún gerð að"óvopnaðri eftirlitsstöð" o.s.fr. hefur vakið vonir ýmissa Nato- og her- námssinna um, að ísland verði nú jafnvel enn betur en áður flækt inn í hernaðarkerfi Bandaríkj- anna, eða öllu heldur bandarísku heimsvaldastefnunnar. Fata- skiptahugmyndin er ekki ný af nálinni, því að nú hafa Víetnam- ar fengið nærri árs reynslu af einu afbrigði hennar. Dulbúningur stríðsins Enda þótt 4. grein Parísar- sáttmálans kveði á skýrum orðum: "Bandaríkin hætti hernaðarlegri íhlutun sinni og blandi sér ekki í innri málefni Suður Víet Nam", og þetta var undirritað af Banda- ríkjastjórn 27. janúar .1973 , þá eru enn í Suður Víet Nam 24.000 bandarxskir hernaðarráðgjafar. John Murray hershöfðingi, sem aðsetur hefur í bandaríska sendi- ráðinu í Saigon, er yfirmaður þessa herafla, sem klæddur hefur verið úr einkennisfötunum. En stríðsreksturinn er eftir sem áður undir stjórn Bandarxkja- manna, frá Pentagon koma áætlan- irnar og í Suður VÍet Nam sjá þessir borgaraklæddu "ráðgjafar" um, að ekki skolist til um fram- kvæmd þeirra. Og stríðið heldur áfram, þótt hermennirnir hafi skipt um föt. Stöðugt berast fréttir af árásar- aðgerðum Saigonhersins, sem stjórnað er af bandarísku hern- aðarráðgjöfunum. Æ umfangsmeiri landvinningaárásir eru gerðar á landsvæði, sem heyra undir stjórn Bráðbirgðabyltingarstjórnarinn- ar (BBS) og á síðustu mánuðum hefur Saigonstjórnin aukið loft- árásir á frelsuðu svæðin. Það nýjasta í þeim efnum eru loftár- ásir langt inn á frelsuðu svæð-- unum, sem eru í engum tengslum við landvinningaherferðir Sai- gonherjanna, og virðast engum tilgangi þjóna öðrum en að valda eyðileggingu og dauða, það eru ógnarárásir sama eðlis og loftárásir Bandaríkjamanna á þéttbýl svæði, svo sem íbúðar- hverfi og sjúkrahús £ Norður Víet Nam. ^Enda þótt tekist hafi að knýja Bandaríkjastjórn til þess að undirrita Parísarsamkomulagið þá er ljóst orðið, að stefna hennar varðandi VÍet Nam hefur ekkert breyst. "Nixon-kenning- in" að halda tökunum á Suður VÍet Nam og koma í veg fyrir friðsamlega endursameiningu Víet Nam, eins og Parísarsáttmálinn gerir ráð fyrir, það eru áform bandarísku síðnýlendustefnunnar. Nguyen Van Thieu og stjórn hans £ Saigon er ekkert annað en verkfæri bandarisku heimsvalda- sinnanna, enda tala vopnaflutn- ingar Bandarikjastjórnar, sem eru l£ka brot á Par£sarsáttmál- anum, s£nu máli um það. A þessu ári hefur Saigonhemum verið séð fyrir 300.000 tonnum af skotfær- um, nær 5oo flugvélum, sem flest- ar eru orrustuflugvélar, 6oo skriðdrekum og öðrum striðsvögn- þar af meira en helmingur skriðdrekar, 200 orrustu- skipum og bátum og 6oo fallbyss- um, þar á meðal eru 105, 155 og 175 mm fallstykki. Bandarikjastjórn hefur gert flugher Thieus að þriðja stærsta Nixon og Thieu meS augum teiknarans David Levine. Nixon og Thieu um, M. 48 flugher £ heimi og Saigonherinn er fjórði fjölmennasti herinn hér á jörðu, enda þótt ibúatala Suður v£et Nam sé einungis um 19 miljónir. A&varanir BBS Bráðbirgðabyltingarstjórnin (BBS) og Þjóðfrelsisfylkingin (ÞFF) hafa á undanförnum mánuð- um varað við áæilunum Bandar£kja- stjórnar, og bent á, aö áfram- haldandi vera Bandarikjahers £ Suður v£et Nam, enda þótt dul- búin sé, brjóti ekki aðeins al- varlega £ bága við Parisarsam- komulagið, heldur bendi til þess að nýjar stórárásir séu yfirvof- andi . Siðustu fréttir bera heim sanninn um þetta. Striðsyfir- lýsing Thieus "forseta" 4. jan. sl., er hann opinberlega fyrir- skipaði árásir á frelsuðu svæðin og lýsti þv£ yfir, að str£ðið væri hafið á ný, er óræk sönn- un fyrir raunverulegum vilja Bandarikjastjórnar, þv£ að eins og allir vita, er Thieu ekkert annað en verkfæri hennar, eins og reyndar fyrirrennarar hans allt frá Diem á dögum Eis- enhovers og Kennedys. USA ógnar enn Nú hafa sem sagt "óvopnuðu eftirlitsmennirnir" £ Suður v£et Nam lokið undirbúningi s£num eftir áætlun Pentagon og kominn t£mi til að kippa £ streng leik- brúðunnar; Thieu hrópar óskaorð striösmangaranna £ Bandar£kjunum, str£ði.ð er hafið á ný. Doktor Kissinger hafði á sinn sérstæða hátt haft formálsorð að þessu, er hann lýsti þv£ yfir, 30. nóv. sl. , að "verið væri að kanna möguleika á þv£ að hefja loftár- ásir £ Indókina á nýjan leik." srh Laos: Málaliöar CIA margbrjóta vopnahléssamkomulagiö Nefnd sú, sem Vientiane- stjórnin og Föðurlandsfylkingar Laos skipuðu sameiginlega til að vinna að framkvæmd samkomu- lags um vopnahlé, hélt sinn fyrsta fund £ Vientiane tuttug- asta og þriðja nóvember s£ðast- liðinn. Soth Phetrasi, for- svarsmaður fulltrúa föðurlands- fylkingarinnar, Neo Lao Haksat, benti á £ ræðu sinni við það tækifæri, að Föðurlandsfylkingin hefði allt frá þv£ að vopnahlé gekk £ gildi 21. febrúar sl. gert sitt besta til að vinna að varanlegum friði £ landinu, en hægrisinnaðir öfgamenn á yfir- ráðasvæði Vientiane-stjórnarinn- ar hafa á hinn bóginn reynt að spilla friðnum. Þessir aftur- haldsmenn, sem eru á mála hjá Bandar£kjunum, hafa meðal annars reynt að hindra flutninga á starfsliði Föðurlandsfylkingar- innar til aðalborga landsins, höfuðborgarinnar Vientiane og konungsborgarinnar Luang Prabang, en £ samkomulaginu er gert ráð fyrir að Föðurlandsfylkingin fái bækistöðvar £ þeim borgum báðum. Þetta háttalag afturhalds- sinnanna £ landinu hefur til þessa hindrað, að samningsaðil- ar kæmu þv£ £ verk að mynda sam- eiginlega bráðbirgðastjórn fyrir allt landið ásamt ráði eða ráð- gjafanefnd, sem skipuð yrði fulltrúum beggja aðila, en um þetta hvorttveggja hafði verið samið. Að sjálfsögðu sjá bandarisku heimsvaldasinnarnir og innlend handbendi þeirra s£na sæng út- breidda, ef tekst að koma á friði £ landinu og er það sama sagan og frá Vietnam. Frá þv£ að friðarsamningurinn var gerð- ur £ Laos, hafa þessir aðilar einnig stöðugt reynt aö koma af stað ófriði á ný, og má til dæm- is benda á,aö á einni viku £ nóvember s£ðastliðnum rufu Banda- rikjamenn og laót£skir aftur- haldssinnar vopnahléð tvö hundr- uð og fimmtán sinnum. Á þeim t£ma flugu þeir yfir tvö hundruð svæði Föðurlandsfylkingarinnar og^fluttu þangað sjö smáhópa þjálfaðra skemmdarverkamanna. ^Annan nóvember réði.st sveit tailenskra afturhaldssinna inn £ héraðið Ban Muong, en biðu skjótan ósigur £ viðureign við laót£ska þjóðfrelsisherinn (Path- et Lao). Siðar um daginn gerðu flu^vélar heimsvaldasinna arasir á heraðið og bæði vörpuðu sprengjum og skutu af vélbyssum. Þratt fyrir truflanir af hálfu afturhaldsins eru nú her- menn, lögreglumenn og aðrir starfsmennFöðurlandsfylkingar Laos komnir til Vientiane og Luang Prabang, og komu^hinir fyrstu þeirra þangað tolfta október sl. Hefur þeim verið vel fagnað af ibúunum. Tuttugasta og fimmta nóvember sl. skýrði Vitún Jasavas hers- höfðingi, yfirmaður tailenzka herliðsins £ Laos, erlendum blaðamönnum svo frá, að "hann hefði stjórnað ta£lensku liði £ Laos £ n£u ár, £ náinni samvinnu viö bandarisku leyniþ jónustuna.,. CIA." Kvað hershöfðinginn þessa ihlutun Tailands á vegum CIA hafa aukist ár frá ári og verðu nú Bandar£kin til hennar hundrað og sextiu miljónum dollara ár- lega. Þetta fé sést þó hvergi á neinum fjárlögum^ enda kemur CIA þv£ leynilega áleiðis og opinber- lega sver Bandarikjastjórn fyrir alla ihlutun £ Laos. Samkvæmt vopnahlés- og friðar- samningi Vientiane-stjórnarinnar og föðurlandsfylkingar Laos er dvöl erlends hers £ landinu ó- leyfileg, svo og hvers konar af- skipti erlendra herja af lands- málum. Engu að síður er enn fjölmennur tailenskur her i^land- inu á mála hjá CIA, og er nú sum- part reynt að fela hann með þv£ að blanda honum £ hersveitir Vientiane-stjórnarinnar og hinar sérþjálfuöu stigamannasveit- ir Vang Paos, sem lengi hefur starfað sem málaliðsforingi Bandarikjastjórnar £ Laos. Frá þv£ að friðarsamningurinn var gerður, hafa laótiskir aftur- haldsmenn hert um allan helming kúgunina á þeim svæðum, sem þeir ráöa enn yfir, og er tailenskum hermönnum beitt mjög £ þv£ skyni. Afturhaldið heldur^einn- ig þúsundum manna £ fangabúðum, og hafa þeir ekki verið látnir lausir þrátt fyrir friðarsamn- inginn. dþ. Þegar bandariski hershöfðinginn Haekins var spurður um pólit£sk- ar afleiðingar af napalmárásum á þorp, svaraði hann: "Þær inn- ræta^Viet Kong raunverulegan guðsótta... og það er hann, sem gxidxr". Hin villimannlega árás Banda- rikjamanna á þjóðir Indók£na. er oft fordæmd, en spurningar, sem rista dýpra koma sjaldan upp £ meginfarvegi almenningsálits- ins. Við getum þess vegna átt von á nýjum innrásum £ Indók£na og annars staðar. Ef andstaðan verður aftur vanmetin, getur sagan frá v£etnam endurtekið sig; en ef skipuleggjendunum tekst betur upp verður það sagán * frá Guatemala, sem gleymd- ist svo , f1jótt. Noam Chomsky: The Backroom Boys (Drengirnir bak viÓ tjöldin-, Fontana/Collins 1973).

x

Samstaða gegn her í landi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samstaða gegn her í landi
https://timarit.is/publication/969

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.