Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Blaðsíða 3

Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Blaðsíða 3
3 Ætla þeir enn að bregðast ? Ljóslega verður þess vart um þessar mundir, að íslenskum her- námssinnum er ekki aðeins órótt; þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Með einna hjákátlegustum hætti birtist angist þeirra í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á þrettándanum, þar sem gripið er til þess örþrifaráðs að reyna að skelfa íslendinga með yfir- vofandi Tyrkjaráni, nýjum aðvíf- andi hundadagakonungi ("þótt hérvist hans væri að vísu háðug- leg") og helvízkum flugvélaræn- ingjum. Rússinn er vegna hjart- anlegs vinfengis við Kanann orð- inn litlaus skelmir. En flug- vélaræningjar eru þó áþreifan- legir ógnvaldar, eins og dagleg dæmi sanna. Hins láist bréfrit- ara að geta, að hervarnir hafa reynst haldlitlar til að verjast þessum voðamönnum. Jafnvel snjallasti hershöfðingi getur ekki haldið aftur af hnerra sín- um betur en aðrir, og af fregnum að dæma hefur lífi gísla verið talin því minni hætta búin sem herþrælar voru fjær vettvangi. Aftur á-móti hafa klókir stjórn- mála- og löggumenn iðulega verið til kvaddir og furðuoft tekizt að leysa vandann. Aðrar röksemdir bréfritara eru keimlíkar,þessum. í öðru bréfinu er fagnað yfir, að Einar Ágústsson hafi "neitað að hafa kommúnista (þ.e. Magnús Kjart- ansson og Magnús Torfa - innskot mitt EB.) með x viðræðum um Bandaríkjamenn", en í hinu orð- inu er biðlað til lýðræðissinna í ríkisstjórninni (þar á meðal "kommúnistans" Magnúsar Torfa) að taka upp"samráð við Sjálf- stæðisflokkinn og Alþýðuflokk- inn" um lausn höfuðatriðis stjórnarsáttmálans; herstöðva- málsins. Þó að megintilgangur bréfritara sé að sannfæra menn um, aö erlendum vopnastrákum sé bezt treystandi til að tryggja lýöfrelsi í landinu, gloppast upp úr honum, að íslenzkt lög- reglulið hafi þó þann kost fram yfir, að það sé "undir stjórn lögfræðinga, en ekki herfræð- inga, svo að engin hætta ætti lýðfrelsi að vera búin af völd- um slíks liðs." "Enginn efast um, að þeir(öl- afur Jóhannesson og Einar ágústs- son) eru einlægir stuðningsmenn vestræns frelsis og lýðræðis." Að mati bréfritara ber þeim að staðfesta þessar dyggðir sínar með því að svíkja skýlaust á- kvæði stjórnarsáttmálans um, að stefnt skuli að endurskoðun eða uppsögn herstöðvasamningsins með það fyrir augum, að herinn hverfi úr landi á kjörtímabil- inu. En hér er úr vöndu að ráða: "Á hinn bóginn vilja svo menn þessir leitast við x lengstu lög að halda saman þeirri ríkisstjórn, sem Framaóknarflokkurinn hefur veitt forystu." Já, furðuleg ár- átta hjá ráðherrum að vilja halda saman þeirri rí,kisstjórn- inni - o'g það jafnvel þótt "kommúnistar" hóti að sprengja stjórnina, ef ekki verður staðið við grundvallaratriði stjórnar- sáttmálans. Þá vantar ekki frekjuna, þessa kommúnista. Þó að þrettándaleiðari Morgunblaðs- ins beri yfirskriftina "Orku- skortur Magnúsar Kjartanssonar", verður ekki annað séð af Reykja- víkurbréfinu í sömu opnu en rit- stjórunum þyki orka Magnúsar reyndar óþarflega mikil. Hvað er þá til ráða? Þjóðar- atkvæði kannski? Nei. Að vísu er "yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar" fylgjandi hersetu. Fyr- ir því höfum við margendurtekin orð Morgunblaðsins. En það er sama: "Við skulum gera okkur g- grein fyrir því, að þjóðarat- kvæðagreiðsla um varnarmálin mundi verða mjög harðvítug. Þá munu bræður berjast eins og gerst hefur hér bæði í forseta- kosningum og prestkosningum," segir bréfritari. Já, í for- setakosningum hefur ýmislegt gerzt. ðsanngjarnt væri að ætl- ast til, að Morgunblaðið væri búið að gleyma því, þar semiþað hefur meira að segja áhyggjur af bræðravígum í prestkosningum. Og hver getur treyst því, að ísl- enska þjóðin minntist ellefu alda búsetu í landinu með því að kjosa yfir sig erlenda her- setu til frámbúðar? Það hefur þrafaldlega sannast á þessa und- arlegu þjóð "bæði í forsetakosn- ingum og prestkosningum", að hún er til alls vís. Ekki vert að taka neina áhættu. Er furða, þó að^bréfritari verði ringlaður og hrópi í örvæntingu: "Engu er líkara en að hér sé hringekja á ferð, og því miður ástæða til að ottast það enn sem fyrr, að til- viljun muni ráða því hjá sumun ráðamanna, hvar á hringnum þeir opna munninn og byrja að gefa yfirlýsingar"? Vonandi reynist ótti hernáms- sinna ekki ástæðulaus. En getum við treyst því? Ekki fyrr en síðasti soldátinn er farinn og fúasárið í Miðnesheiði hefur ver- ið hreinsað af landinu, herstöð- in lögð niður. Viðurkenna verð- ur hreinskilnislega, að þrátt fyrir ákvæði §tjórnarsáttmálans spyrja hernámsandstæðingar æ oftar, minnugir brigðmæ'lanna frá 1956? Ætla þeir enn að bre^ðast? Ég þykist ekki auðtrúa á orð stjórnmálamanna yfirleitt, er þó allra tortryggnastur á yfirlýs- ingar þeirra í hernámsmálunum, því að margir þeirra virðast tengdir ósýnilegu bandi við hal- ann á stríðsnautinu NATO. Slík- ir menn eru ekki frjálsií ferða sinna, heldur er það nautið, sem ræður. Samt hef ég fyrir mitt leyti svarað spurningunni neit- andi: ég held ekki, að stjórnar- flokkarnir bregðist í þessu máli. Þá ályktun byggi á á því, að núverandi ríkisstjórn er allt önnur en sú, sem sat að völdum 1956. Afstaða Alþýðubandalags- ráðherranna er ótvíræð. Það væri tilefnislaus móðgun við Björn Jónsson og Magnús Torfa að líkja þeim við ráðherra Al- þýðuflokksins í vinstristjórn- inni fyrri. Framsóknarflokkur- inn getur ekki haft áhuga á að færa viðreisnarflokkunum fyrir- hafnarlaust í hendur þau völd, sem kjósendur sviptu þá í sein- ustu kosningum. Hiklaust má fullyrða, að 90% af kjósendum Framsóknar ætlast til, að herinn verði látinn fara. Ég væmi ekki forystumenn flokksins um, að þeir ætli að níðast á trún- aði þessa fólks með því að hlaup- ast frá heitinu um afléttingu hersetunnar, enda væri slík stjórnheimska hreint yfirgengi- leg, því að hún mundi kosta klofning flokksins og pólitísk- an aldurtila margra þeirra, sem ábyrgðina bæru. Síðast en ekki sízt er vert að minnast, að hernámsandstæð- ingum hefur stórlega vaxið ás- megin á síðari árum. Þó að þeir hafi upp á síðkastið látið minna að sér kveða í skipulagðri baráttu út á við en t.d. fyrir rúmum áratug, hefur framþróun tímans öll verið málstað þeirra í hag og æ fleiri sannfærst um, að þeir höfðu lög að mæla. í raun og veru er íhaldið einangrað í hernámsbrölti sínu, og meira að segja í Sjálfstæðisflokknum oröið ótryggt lið margt. Það er ein skýringin á hvérs vegna for- hertustu hernámssinnarnir í flokksforystunni brjótast um svo f ast. Ég tel, að enn um sinn geti hernámsandstæðingar ekki unnið málstað sínum meira gagn með öðru en því að efla núverandi ríkis- stjórn sem auðið er til efnda á heitinu um herlaust land, en halda þó vöku sinni og treysta engum í blindni. Einar Bragi HERSTÖÐVAMÁLIÐ frh. af bls. 1 varlega tilraunir til að brjót- ast undan þessu alheims arðráns- kerfi hafa á einn eða annan þátt mistekist. Borgarastéttin nýja er svo öflug, að henni líðst að setja ríki, sem reynt hafa að brótast undan oki hennar í efna- hagslegt bann. Hún prédikar yfir þjóðum að beita ekki valdi til að koma sér úr efnahagslegri úlfakreppu, á meðan sverðin eru fægð og herir í þjónustu hennar bíða hentugs tækifæris til að beita, grimmasta ofbeldi. Island tilheyrir ekki þessum hópi landa nema að hluta. ís- land er bæði van- og háþróað. Þrátt fyrir nokkuð háar þjóðar- tekjur er þróun framleiðsluaf1- anna skammt á veg komin og bar- átta okkar fyrir yfirráðum yfir eigin auðlindum (landhelginni) er þátttaka í því alheimsefna- hagsstríði, sem nú er háð um hrá- efnaauðlindir. Islensk borgara- stétt er ekki mjög sterk, og hún hefur engan eiginn her til að styðjast við, eins °g þjóðleg- ar borgarastéttir vanþróuðu land- anna, og þarf því á vernd stóra bróður að halda. LESIÐ DRCLECO BARÁTTAN Þetta er sá pólitíski bakgrunn- ur, sem hafa verður hugfastan , þegar aðildin að NATO er skoðuð - það er hernaðarleg stéttartrygg- ing á heimsmælikvarða. Trygg- ing fyrir hagkerfi, sem eflist og endurnýjast vegna alheims- drottnunar sameinaðrar stéttar , sem stendur á bak við það. Varnarmáttur þess er að hluta fólginn í hugmyndafræðilegri sam- stöðu ráðandi stéttar en þó fremur í aðgerðarleysi þjóöa þriðja heimsins og alþýðu auð- valdslandanna. Ef allir þeir, sem þurfa að þola ánauð og arð~ rán eru prúðir og stilltir, þarf aldrei að beita hervaldi og það útleggst sem trygging fyrir friði. Þannig þurfti aldrei að nota NATO-herinn á íslandi vegna þess að þróun stéttaandstæðnanna •> . leiddi aldrei til verulega hættu- legs kreppuástands. Fasisminn Þetta er þó ekki hægt að segja um öll NATO-lönd s.s. Grikkland og Tyrkland, að við minnumst ekki á Portúgal og vini vora á Spáni. öll þau stríð, sem NATO- lönd hafa háð upp á síðkastið eru ótvíræð sönnun þess, hve erfitt hefur reynst að þrengja auðvaldsdrottnuninni upp á heiminn. I Chile hefur alheimsauð- valdið enn einu sinni sýnt sína réttu ásjónu - einhvern hrotta- legasta fasisma sem sögur fara af, og er Hitler sálugi þá ekki undanskilinn. Þessi fasismi mun smita út frá sér í öðrum van- þróuðum löndum og í Evrópu líka - já um allan heim. í beitingu fasisma stendur borgarastéttin saman sem einn maður. Allir þeir, sem berjast gegn heimsvaldasefnunni þurfa að sameinast til að geta ráðið niðurlögum sameinaðs óvinar. A Að reyna að berjast hver í sínu horni eða á þjóðlegum grund- velli einum saman er haldlítið- Chile hefur sannað það. Horft heim En hvernig eigum við þá að haga okkar aðgerðum? Grein- ing vandamála ein er gagnslítil, ef ekki liggja fyrir hugmyndir um högun baráttunnar. Við þurf- um að einangra og síðan að sundra þeim öflum, sem hingað til hafa stutt heimsvaldastefnuna á ís- alndi, en eru nú tvístígandi, af hvaða orsökum, sem það annars . kann að vera. Við eigum stöð- ugt að krefjast skilyrðislausrar úrsagnar úr NATO og að herstöðin verði lögð niður. Frá þessari kröfu má aldrei kvika. Hins vegar ber okkur að styðja hverja þa viðleitni, sem stefnir í rétta átt. Við styðj- um brottför herliðsins, en erum á móti fataskiptahugmyndinni. Ef herinn fer, er um leið skorið á mikilvæg (efnahagsleg) tengsl íslenskrar borgarastéttar við verndara sína - því herinn er hennar varnarlið, ekki okkar. Og jafnvel þótt nauðsynlegt sé að meðhöndla framsóknarforystuna á sérstakan hátt, þá er stað- reyndin sú, að ekkert fær hana frh. á bls. 6

x

Samstaða gegn her í landi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samstaða gegn her í landi
https://timarit.is/publication/969

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.