Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 2
Í HÖLLINNI Kristján Jónsson kris@mbl.is Valskonum tókst ekki að bæta við nýju ártali á vegginn í Valsheimilinu á Hlíðarenda þar sem helstu afrek Valsliðanna í boltagreinunum blasa við. Valur átti möguleika á því að sigra í bikarkeppni kvenna í körfu- knattleik í fyrsta skipti en tapaði fyrir sterku liði Keflavíkur 68:60. Keflvíkingar spiluðu öfluga vörn í þrjá leikhluta af fjórum og sigur þeirra var verðskuldaður. Keflavík hefur gengið nánast allt í haginn í vetur enda hefur liðið ein- ungis tapað tveimur leikjum. Bik- armeistaratitillinn er því rökrétt niðurstaða miðað við spilamennsku liðsins í vetur. Sjálfsagt gerði það Keflvíkingum gott að tapa illa fyrir Val á heimavelli á dögunum. Þar blikkuðu aðvörunarljós og hafa dregið úr mögulegri hættu á ein- hverri værukærð í úrslitaleiknum. Keflavík tók leikinn strax föstum tökum og varnarleikur liðsins virk- aði svo um munaði því Valur skoraði aðeins 17 stig í fyrri hálfleik. Þá munaði tuttugu og einu stigi á lið- unum og Guðbjörg Sverrisdóttir var nánast sú eina af lykilmönnum Vals sem var með á nótunum. Leik- urinn gerbreyttist hins vegar í þriðja leikhluta og Val tókst að minnka forskotið niður í aðeins tvö stig. Valskonum tókst þó hvorki að jafna né komast yfir og þær ráku sig aftur illa á sterka vörn Keflavíkur í síðasta leikhlutanum. Keflavík náði að tryggja sér sigurinn á án þess að teljandi taugatitringur gerði vart við sig á lokamínútunum. Hin bráðefnilega Sara Rún Hin- riksdóttir var ófeimin á stóra sviðinu þrátt fyrir ungan aldur og var drjúg fyrir Keflavík í fyrri hálfleik. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst með 19 stig og Bryndís Guðmundsdóttir átti stórleik. Hún tók 18 fráköst, varði þrjú skot og skoraði 15 stig. Þegar Jaleesa Butler og Ragna Margrét Brynjarsdóttir lentu í villu- vandræðum átti Bryndís teiginn. Merkileg er hins vegar sú staðreynd að Keflavík skuli hafa unnið bikar- úrslitaleik þar sem liðið hitti aðeins úr einu af sextán þriggja stiga skot- um sínum. Valsliðið var langt frá sínu besta í fyrri hálfleik og svo virðist sem Ágústi Björgvinssyni hafi ekki tekist að stilla spennustigið en það er auð- vitað hægara sagt en gert við þessar aðstæður. Of margir lykilmanna Vals fundu sig ekki í sókninni og þá sérstaklega Butler og Kristrún Sig- urjónsdóttir sem hafa verið at- kvæðamiklar undanfarið. Guðbjörg, Ragna Margrét, Hallveig Jónsdóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir áttu ágæta spretti. Morgunblaðið/Golli Máttarstólpar Pálína Gunnlaugsdóttir og Birna Valgarðsdóttir, máttarstólpar Keflavíkurliðsins, þreytast ekki á því að taka við bikurum. Varnarleikurinn virkaði  Keflavík hélt Val í samtals þrjátíu stigum í þremur leikhlutum  Of margar Valskonur fundu sig ekki  Þrettándi bikarmeistaratitill kvennaliðs Keflavíkur 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2013 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Laugardalshöllin, bikarúrslitaleikur kvenna, laugardaginn 16. febrúar 2013. Gangur leiksins: 2:4, 8:4, 15:8, 19:8, 28:8, 32:9, 35:14, 38:17, 40:24, 44:29, 48:37, 49:47, 51:49, 54:51, 58:52, 68:60. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/7 fráköst, Bryndís Guðmunds- dóttir 15/18 fráköst/3 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 13/5 frá- köst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/13 fráköst, Jessica Ann Jenkins 9/10 fráköst/11 stoðsendingar, Ingunn Embla Kristínardóttir 3. Fráköst: 35 í vörn, 19 í sókn. Valur: Hallveig Jónsdóttir 13, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverr- isdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsend- ingar, Kristrún Sigurjónsdóttir 7/4 fráköst, Jaleesa Butler 5/15 frá- köst/6 varin skot, Ragnheiður Be- nónísdóttir 2. Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Her- bertsson, Davíð Tómas Tómasson. Keflavík – Valur 68:60 Óheppnin elti Valskonuna Guð- björgu Sverris- dóttur í bikarúr- slitaleiknum á laugardaginn. Hún fór bæði úr axlarlið og sleit hásin í leiknum og spilar tæplega körfubolta aftur fyrr en seint á þessu ári. Mikill áfall fyrir Valsliðið sem hefur leikið einna best í deild- inni á nýju ári. Guðbjörg fór úr axlarlið í fyrri hálfleik og hrökk aftur í liðinn þegar hugað var að henni utan vallar. Hún fór aftur inn á skömmu síðar þótt hún virtist nokkuð kvalin. Í síðari hálfleik hné hún hins vegar niður á miðjum vellinum þegar enginn leik- maður var nálægt. Sjúkraþjálfara Vals grunaði strax að hásin hefði slitnað þegar hann heyrði lýsingar Guðbjargar og sá grunur reyndist á rökum reistur. kris@mbl.is Guðbjörg fór úr axlarlið og sleit hásin Guðbjörg Sverrisdóttir Þrír bæjar- stjórar voru heiðursgestir á úrslitaleikjunum tveimur á laug- ardaginn. Árni Sigfússon í Reykjanesbæ var heiðursgestur Keflavíkur, Ró- bert Ragnarsson í Grindavík var heiðursgestur Grindvíkinga og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar var heiðursgestur Stjörnunnar en þess má geta að hann varð sjálfur bikarmeistari í handbolta í eina tíð. Valur fór hins vegar aðra leið og heiðursgestur þeirra var ekki stjórnmálamaður heldur Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins. Valur var einmitt í samstarfi við Krabbameinsfélagið síðasta haust og lék kvennaliðið þá í bleikum búningum í október. kris@mbl.is Valur fór aðra leið en hin þrjú félögin Ragnheiður Haraldsdóttir Keflavík hefur oftast orðið bik- armeistari í kvennaflokki í körfuknattleik en fyrst var keppt árið 1975. Kefla- vík vann þó ekki í fyrsta skipti fyrr en árið 1988 en síðan þá hefur reynst erfitt að halda aftur af liðinu í keppninni. Keflavík hefur alls unnið keppnina þrettán sinnum en liðið var nánast óstöðvandi fyrir aldamótin. Þá varð Keflavík bikarmeistari sjö sinnum á átta ára tímabili frá 1993-2000. Keflavík varð síðast bikarmeistari fyrir tveimur árum. KR hefur næstoftast unnið keppn- ina í kvennaflokki eða tíu sinnum. Í fyrsta skipti sem keppt var um bik- arinn stóð Þór frá Akureyri uppi sem bikarmeistari en hefur ekki unnið keppnina síðan. Þrettándi sig- ur Keflavíkur á 25 árum Þjálfarinn Sigurður Ingimundar. Bryndís Guðmundsdóttir Bryndís skoraði 15 stig fyrir Keflavík í leiknum, tók 18 frá- köst, varði 3 skot, gaf 3 stoðsendingar og náði boltanum fjórum sinnum á þeim tæp- lega 39 mínútum sem hún spilaði. Moggamaður leiksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.