Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.2013, Blaðsíða 5
legur á köflum í gærkvöldi, einnig þökk sé sterkri vörn ÍR, en menn virtust bara bíða eftir því að Sigurbergur Sveinsson reddaði málunum. Að hann hafi ekki þurft nema 14 skot til að skora sín sjö mörk fyrir utan í gær eru merki um gæði hans, ekki hjálp með- spilaranna. Meistarakandídatarnir virðast vera í smá tilvistarkreppu en nú er forskot þeirra í deildinni aðeins fjögur stig. ÍR-vörnin sterk Þú spilar ekki betur en andstæðing- urinn leyfir segir í einni leiðinlegustu íþróttaklisjunni. En það verður þó að hrósa ÍR-ingum fyrir sinn leik í gær, sérstaklega vörn og markvörslu. Þó Haukar hafi stundum látið ÍR- vörnina líta ansi vel út hefur hún smoll- ið vel saman eftir áramót og eru Jón Heiðar Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson stundum eins og óbrjótandi veggur í miðjublokkinni. Breiðhyltingar munu gera enn meiri usla áður en yfir lýkur. Morgunblaðið/Golli markið fyrir ÍR í gær úr vítakasti þegar n eitt af sjö mörkum sínum í gærkvöldi. ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2013 Austurberg, úrvalsdeild karla, N1- deildin, sunnudaginn 17. febrúar 2013. Gangur leiksins: 1:0, 1:5, 2:6, 6:6, 6:8, 11:8, 11:10, 12:10, 14:12, 16:13, 16:15, 18:16, 19:18, 21:18, 21:21, 22:21. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 7/5, Björgvin Hólmgeirsson 6, Jón Heiðar Gunnarsson 4, Ingimundur Ingi- mundarson 3, Guðni Már Kristinsson 1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1. Varin skot: Kristófer F. Guðmunds- son 17/1 (þar af 8 aftur til mótherja), Sebastian Alexandersson 1/1. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10/3, Gylfi Gylfason 5/1, Árni Steinn Steinþórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Matthías Árni Ingimarsson 1. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 21 (þar af 8 aftur til mótherja) Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Anton Gylfi Pálsson – Ágætir. Áhorfendur: 540. ÍR – Haukar 22:21 Jón Arnór Stef-ánsson skor- aði tvö stig og átti fjórar stoðsend- ingar fyrir Zara- goza þegar liðið lagði Cajasol, 75:67, á útivelli í spænsku úrvals- deildinni í körfu- knattleik í gær. Jón Arnór spilaði í 16 mínútur en fór af velli með fimm vill- ur þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Jón Arnór og félagar hans eru í 7. sæti í deildinni.    Hörður Axel Vilhjálmsson skor-aði 21 stig fyrir Mitteldeutsc- her í þýsku úrvalsdeildinni í körfu- knattleik um helgina. Það dugði liðinu þó skammt því það tapaði á heimavelli fyrir Oldenburg, 75:67. Hörður lék í tæpar 23 mínútur og af stigunum 21 skoraði hann þrjár þriggja stiga körfur úr fjórum til- raunun. Mitteldeutscher er í 14. sæti af 18 liðum í deildinni með 18 stig eft- ir 23 leiki.    Hans-JoachimWatzke, hæstráðandi hjá Þýskalandsmeist- urum Borussia Dortmund, reikn- ar með því að pólski framherj- inn Robert Lewandowski yf- irgefið liðið í sumar og gangi til liðs við Bayern München. „Við höfum reynt allt og höfum boðið honum betri samning. En þegar því er ekki tekið hefur þú á tilfinningunni að hann fari,“ sagði Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dort- mund, en samningur Pólverjans rennur út á næsta ári.    Landsliðsmaðurinn Ragnar Sig- urðsson tryggði danska liðinu FC Köbenhavn sigur gegn Rosenborg þegar liðin áttust við í æfingaleik á Parken í gær. Ragnar skoraði eina mark leiksins með skalla snemma leiksins.    Emsdettenhafði betur á móti Bergischer HC, 25:21, á úti- velli í toppslag þýsku B- deildarinnar í handknattleik í fyrrakvöld. Ólaf- ur Bjarki Ragn- arsson og Ernir Hrafn Arnarson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Emsdetten en hjá Bergischer var Arnór Þór Gunn- arsson með tvö mörk. Emsdetten hefur 34 stig í efsta sæti deildarinnar en Bergischer er í öðru sæti með 28 stig.    Þróttur Neskaupstað hafði betur ámóti KA, 3:0, (25:12, 25:9, 25:9) þegar liðin áttust við í Mikasa-deild kvenna í blaki á Akureyri um helgina. Stigahæstar í liði Þróttar voru Krist- ín Salín Þórhallsdóttir með 14 stig, Lauren Laguerre með 11 stig og Hulda Elma Eysteinsdóttir með níu stig. Stigahæstar hjá KA voru Eva Sigurðardóttir með fjögur stig og Hafrún Hálfdánardóttir, Ásta Lilja Harðardóttir og Dagný Alma Jóns- dóttir með þrjú stig hver.    Sömu lið mættust í karlaflokki og þar höfðu KA-menn betur, 3:1 (26:28, 25:19, 25:20, 25:19). Stigahæstir í liði KA voru Ævarr Freyr Birgisson með 17 stig, Gunnar Pálmi Hann- esson með 12 stig og Filip Szewcyk og Valur Traustason með 11 stig hvor. Hjá Þrótti var Hlöðver Hlöð- versson stigahæstur með 11 stig og Valgeir Valgeirsson og Geir Sig- urpáll Hlöðversson með sex stig hvor. Fólk sport@mbl.is taka bara einn leik fyrir í einu og gera okkar besta. Þetta verður væntanlega hörkubarátta allt fram í síðustu um- ferðina.“ Það kann að vera áhyggjuefni fyrir Akureyri hversu fáir leikmenn komust á blað í gær. Aðeins þrír leikmenn, Guðmundur Hólmar Helgason, Geir Guðmundsson og Bergvin Þór Gíslason skoruðu mörk liðsins fyrstu 50 mín- úturnar í leiknum. Tveir aðrir leik- menn bættu svo við einu marki á síð- ustu tíu mínútunum. „Það var augljóslega okkar vandamál í dag, skotnýting í dauðafærum. Það voru of margir að láta verja frá sér úr upp- lögðum marktækifærum. Það er erfitt við það að eiga,“ sagði Bjarni. Morgunblaðið/Gollim dögum í Safamýrinni í gær. júga hátt Framhúsið, úrvalsdeild karla, N1-deildin, sunnudaginn 17. febrúar2013. Gangur leiksins: 0:1, 4:3, 7:3, 8:5, 8:8, 11:9, 13:12, 15:12, 17:13, 19:16, 23:19, 24:22, 27:22, 30:23. Mörk Fram: Sigurður Eggertsson 6/2, Haraldur Þorvarðarson 5, Stefán Darri Þórsson 5, Ólafur Jóhann Magnússon 4, Róbert Aron Hostert 4, Jóhann Gunnar Einarsson 4/2, Sigfús Páll Sigfússon 2. Varin skot: Magnús Erlendsson 12 (þar af 2 til mótherja), Björn Viðar Björnsson 6 (þar af 2 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar: Guðmundur Hólmar Helgason 10, Geir Guðmundsson 6, Bergvin Þór Gíslason 5, Friðrik Svav- arsson 1, Valþór Atli Guðrúnarson 1. Varin skot: Jovan Kukobat 14 (þar af 2 aftur til mótherja) Stefán Guðnason 1/1. Utan vallar: 14 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, vantaði oft samræmi. Áhorfendur: 310. Fram – Akureyri 30:23 Kaplakriki, úrvalsdeild karla, N1- deildin, 15. umferð, sunnudaginn 17. febrúar 2013. Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 4:4, 8:4, 8.6, 9:8, 9:10, 12:10, 16:13, 16:17, 19:18, 19:19, 21:19, 21:20. Mörk FH: Logi Geirsson 6, Einar Rafn Eiðsson 5, Magnús Óli Magn- ússon 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Bjarki Jónsson 2, Ragnar Jóhanns- son 1, Andri Berg Haraldsson 1. Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 15 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Vals: Orri Freyr Gíslason 4, Gunnar Malmquist Þórsson 4, Sveinn Aron Sveinsson 4/2, Finnur Ingi Stefánsson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2, Fannar Þorbjörnsson 1, Þorgrímur Smári Ólafsson 1, Agnar Smári Jónsson 1. Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 19 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Hörður Aðalsteinsson og Bóas Börkur Bóasson. Áhorfendur: 627. FH – Valur 21:20 Í KAPLAKRIKA Stefán Stefánsson ste@mbl.is Margir töldu sig koma auga á fingraför Þorbjarnar Jenssonar sem er nýtekinn við sem aðstoð- arþjálfari Vals þegar liðið mætti FH í Kaplakrika á sunnudags- kvöldið því baráttan var gríðarleg í framliggjandi vörn en Þorbjörn, sem er kominn til baka eftir 12 ára hlé, var vel þekktur ef ekki heims- frægur fyrir öflugan varnarleik. Það dugði hinsvegar ekki til því þó frasi eins og „sigur vinnst á varn- arleik“ sé góður og gildur þá vantar að bæta við hann að það verði þá að hafa sóknarleikinn sæmilegan. Það gekk ekki eftir og Valsmenn töpuðu enn einum leiknum með einu marki, nú 21:20 en þetta var fyrsti leik- urinn í þriðju umferð mótsins og Valur er í neðsta sæti deildarinnar. Að þessu sögðu verður að taka fram að FH-ingar þurftu að hafa rækilega fyrir hlutunum og þó vörn þeirra hefði ágæt tök á gestunum var sóknarleikurinn ekki mjög beittur. Birtist þá enginn annar en Logi Geirsson, sem sýndi að hann kann þetta alveg. „Það vantaði ógn- un einhvers staðar og ég bara tók það að mér að gera árásir, náði að sprengja upp vinstri vænginn nokkrum sinnum þegar ég náði að gefa sendingar eða skora sjálfur. Það reif okkur aðeins í gang en þessar tveggja mínútna brottvísanir voru okkur dýrar og hélt leiknum jöfnum,“ sagði Logi eftir leikinn en hann var markahæstur með 6 mörk og átti auk þess frábærar stoðsend- ingar. „Mér fannst þetta svolítil nostalgía hjá mér, fyrir tíu árum gat maður eitthvað en þetta er allt að koma, ég er ánægður með hvern- ig gengur og það styttist í gamla góða Loga því ég held alltaf áfram að reyna og hjálpa liðinu og það styttist í úrslitakeppnina.“ Logi sagði framliggjandi vörn Vals ekk- ert vandamál. „Við erum komnir með svar við öllum varnaraf- brigðum og nennum ekki að standa í því að láta koma okkur á óvart. Við áttum alveg eins von á svona vörn og vonuðum jafnvel að Vals- menn myndu spila svona vörn en það skiptir svo sem engu máli því þessa dagana erum við að einbeita okkur að því hvernig við spilum, frekar hættir að spá í hvað and- stæðingurinn ætlar að gera,“ bætti Logi við. Hjá Val var markvörðurinn Lár- us Helgi Ólafsson í ham en meira umhugað um úrslit en eigin frammi- stöðu. „Ég veit ekki hvað við höfum tapað mörgum leikjum í vetur með einu marki sem er hrikalega svekkj- andi, við náum ekki að reka smiðs- höggið á leik okkar,“ sagði Lárus Helgi eftir leikinn og var ágætlega ánægður með vörn sinna manna. „Við náðum oft að brjóta á FH- ingum en ef svona framliggjandi vörn opnast þá opnast hún illa en mér fannst vörnin hjá strákunum fín í dag. Við spiluðum svona vörn gegn FH fyrr í vetur og þá gekk hún í leik sem við hefðum líka átt að vinna. Það breytist alltaf eitthvað með nýjum þjálfurum en mér finnst samt sami rauði þráðurinn í leik okkar, það hefur ekkert lið valtað yfir okkur í vetur, við höfum tapað of oft með einu marki en við tökum okkur fyrir næsta leik.“ Villt vörn ekki nóg á Loga  FH vann botnlið Vals 21:20 í Kaplakrika Morgunblaðið/Golli Markahæstur Logi Geirsson skor- aði 6 mörk fyrir FH-inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.